Fréttablaðið - 22.07.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 22.07.2010, Blaðsíða 10
10 22. júlí 2010 FIMMTUDAGUR DETTUR ÞÚ Ef þú kaupir Homeblest 300g kexpakka gætir þú unnið glæsilegan vinning. 6 x 50.000 kr. úttektir 30 x 15.000 kr. úttektir frá Útilífi, Intersport eða Markinu. Leynist vinningur í pakkanum þínum! Í LUKKUPOTTINN E N N E M M / S IA / N M 40 48 1 IÐNAÐUR Íslenskum háskólanem- um býðst að móta framtíð flugs og vinna 30.000 evrur í alþjóðlegri samkeppni sem Airbus blés til í dag á alþjóðlegu flugsýningunni í Farnborough í Bretlandi. Vinn- ingsupphæðin jafngildir um 4,7 milljónum íslenskra króna. Keppnin kallast „Fly your ideas“ eða „Komdu hugmyndum þínum á flug“ og var fyrst haldin í fyrra. Þá tóku 2.350 nemar frá 82 löndum þátt. Í þeirri keppni komst lið frá Háskóla Íslands í aðra umferð. Fram kemur í tilkynningu Air- bus að markmið keppninnar sé að hvetja háskólanema um allan heim til þess að koma með nýjar hug- myndir um grænna flug. „Í sam- keppninni eru þrjár umferðir og hún endar með úrslitum sem fara fram á Le Bourget-flugsýningunni í París næsta sumar,“ segir í til- kynningunni. Í fyrra vann fjölþjóðlegt lið, COz, frá háskólanum í Queensl- and í Ástralíu, með tillögu um að nota náttúrulegt trefjaefni, sem unnið er úr plöntum, í farþega- rými flugvéla. Til að taka þátt þurfa nemar að skrá sig sem þriggja til fimm manna lið á vefsíðu keppninn- ar www.airbus-fyi.com fyrir 30. nóvember næstkomandi. - óká ÞOTUSMÍÐI Airbus hvetur nemendur á öllum aldri, af mismunandi þjóðerni, kyni og úr öllum fögum til að taka þátt í keppninni Fly your ideas. Lið frá Háskóla Íslands komst í aðra umferð Airbus-keppninnar í fyrra: Tæpar fimm milljónir í boði LANDBÚNAÐUR Hörður Harðar- son, formaður Svínaræktar- félags Íslands, segir samdrátt vera í hverjum einasta mánuði hjá svínabændum. Á síðustu tólf mánuðum hefur neysla á svína- kjöti minnkað um 10,2 prósent en framleiðslan um 9,2 prósent. „Það er mjög lágt verð í versl- unum, oft langt undir framleiðslu- kostnaði,“ segir Hörður. „Þrátt fyrir þennan mikla samdrátt í framleiðslu virðist enn vera framleitt of mikið, sem birtist í undirboðum á markaði.“ Sigmundur Ófeigsson, fram- kvæmdastjóri hjá Norðlenska, segir alla svínarækt á Íslandi rekna með tapi. „Stórvirkjanir í góðærinu drógu með sér innflutt vinnu- afl sem kom frá löndum þar sem svínakjöt er algengt á borðum. Á þeim tíma var gríðarleg svína- kjötsneysla í landinu en nú er það fólk farið,“ segir hann. „Fólk er líka farið að nýta matinn betur í dag og heildarneysla hefur minnkað.“ Sigmundur segir sölu á nauta- kjöti og kjúklingi vera að auk- ast á síðustu misserum og fólk sé að sækja meira í sveigjanlegri matvörur. „Nautahakkið er mjög vinsælt, enda til margs nýtanlegt,“ segir hann. „Íslenskar landbúnaðarvör- ur eins og grænmeti og fiskur eru líka að sækja í sig veðrið.“ Salan á lambakjöti dróst saman um 5,3 prósent á síðustu tólf mán- uðum, en sé litið til sölu í júní 2010 jókst salan um 35 prósent miðað við sama mánuð í fyrra. Sigurgeir Sindri Sigurgeirs- son, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir þær niður- stöður virkilega ánægjulegar og greinilegt sé að málin séu á réttri leið. „Útflutningur gengur vel og framleiðslan helst stöðug. Það hafa verið miklar sveiflur í inn- anlandssölunni, en þegar sam- dráttur er innanlands flytjum við bara meira út,“ segir hann. Flutt voru út 170 tonn af kinda- kjöti í júní 2010, sem er 182 pró- sentum meira heldur en á sama tíma í fyrra. Byggja þessar tölur á gögnum um sölu á kjöti í versl- unum, kjötvinnslum og veitinga- húsum. sunna@frettabladid.is Mikið offramboð á svínakjöti í landinu Enn er mikil offramleiðsla á svínakjöti þrátt fyrir mikinn samdrátt á síðustu mánuðum. Salan minnkar um rúm 10 prósent í svínakjöti og um 5 prósent í lambakjöti. Einhver samdráttur hjá svínabændum í hverjum einasta mánuði. ÞRJÚ SVÍN Formaður Svínaræktarfélags Íslands segir samdrátt vera í hverjum einasta mánuði hjá svínabændum. MENNING Fimmtíu fá styrk úr Tón- listarsjóði fyrir síðari hluta þessa árs, ýmist til tónleika- eða hátíða- halda, plötuútgáfu eða kynning- arstarfsemi. Mennta- og menningarmála- ráðuneytið hefur úthlutað styrkj- unum að tillögu tónlistarráðs og nemur heildarstyrkfjárhæðin 8,95 milljónum. Hæsta styrkinn, eina milljón, fær Þjóðlagahátíðin á Siglufirði og Tónlistarhátíðin Við Djúpið hlýtur næsthæstan styrk, eða hálfa milljón. Sinfóníuhljómsveit unga fólksins fær 400 þúsund króna styrk til tónleikahalds og tónleikaferðar. Lægsti styrk- urinn nemur fimmtíu þúsund krónum. Alls bárust 82 styrkumsóknir frá 76 aðilum í þetta sinn og nam heildarfjárhæð umsókna rúmum 38 milljónum. - sh Menntamálaráðherra úthlutar styrkjum úr Tónlistarsjóði: Níu milljónir til 50 verkefna Hæstu styrkir úr Tónlistarsjóði 2010 Styrkþegi Verkefni Upphæð Þjóðlagahátíðin á Siglufirði Hátíðin 2010 1.000.000 Við Djúpið Tónlistarhátíðin Við Djúpið 2010 500.000 Sinfóníuhljómsveit unga fólksins Tónleikar og tónleikaferð 400.000 Djassklúbbur Egilsstaða Djasshátíð Egilsstaða á Austurlandi 300.000 Pamela De Sensei Tónleikarnir Töfrahurð og barmanámskeið 300.000 Hljómsveitin Hjaltalín Markaðsstarf vegna útkomu Terminal 300.000 Hljómsveitin Amiina Tónleikaferð til Evrópu og Bandaríkjanna 300.000 Hljómsveitin Dikta Tónleikahald í Þýskalandi 300.000 FR ÉTTA B LA Ð IÐ /Ó K Á FÉLAGSMÁL Fólk 60 ára og eldri, sem hefur fengið skertar atvinnu- leysisbætur vegna greiðslna úr séreignarlífeyrissjóði, getur nú sótt um endurútreikning á bót- unum. Þetta er vegna nýlegra breyt- inga á lögum um atvinnuleysis- tryggingar, sem verða meðal ann- ars til þess að greiðslurnar verða ekki lengur skertar. Þeir sem eru á þessum aldri og hafa fengið skertar greiðslur frá því í mars í fyrra, geta því átt rétt á endur- greiðslu. - þeb Breytingar hjá 60 ára og eldri: Geta átt rétt á endurgreiðslu ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGUR Skrúðganga fór fram á þriðjudag í Quibdó í Kólumbíu í tilefni af 200 ára sjálfstæðis afmæli landsins. Þessi hermaður hafði málað andlit sitt í tilefni dagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Blaðberinn bíður þín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.