Fréttablaðið - 22.07.2010, Side 10

Fréttablaðið - 22.07.2010, Side 10
10 22. júlí 2010 FIMMTUDAGUR DETTUR ÞÚ Ef þú kaupir Homeblest 300g kexpakka gætir þú unnið glæsilegan vinning. 6 x 50.000 kr. úttektir 30 x 15.000 kr. úttektir frá Útilífi, Intersport eða Markinu. Leynist vinningur í pakkanum þínum! Í LUKKUPOTTINN E N N E M M / S IA / N M 40 48 1 IÐNAÐUR Íslenskum háskólanem- um býðst að móta framtíð flugs og vinna 30.000 evrur í alþjóðlegri samkeppni sem Airbus blés til í dag á alþjóðlegu flugsýningunni í Farnborough í Bretlandi. Vinn- ingsupphæðin jafngildir um 4,7 milljónum íslenskra króna. Keppnin kallast „Fly your ideas“ eða „Komdu hugmyndum þínum á flug“ og var fyrst haldin í fyrra. Þá tóku 2.350 nemar frá 82 löndum þátt. Í þeirri keppni komst lið frá Háskóla Íslands í aðra umferð. Fram kemur í tilkynningu Air- bus að markmið keppninnar sé að hvetja háskólanema um allan heim til þess að koma með nýjar hug- myndir um grænna flug. „Í sam- keppninni eru þrjár umferðir og hún endar með úrslitum sem fara fram á Le Bourget-flugsýningunni í París næsta sumar,“ segir í til- kynningunni. Í fyrra vann fjölþjóðlegt lið, COz, frá háskólanum í Queensl- and í Ástralíu, með tillögu um að nota náttúrulegt trefjaefni, sem unnið er úr plöntum, í farþega- rými flugvéla. Til að taka þátt þurfa nemar að skrá sig sem þriggja til fimm manna lið á vefsíðu keppninn- ar www.airbus-fyi.com fyrir 30. nóvember næstkomandi. - óká ÞOTUSMÍÐI Airbus hvetur nemendur á öllum aldri, af mismunandi þjóðerni, kyni og úr öllum fögum til að taka þátt í keppninni Fly your ideas. Lið frá Háskóla Íslands komst í aðra umferð Airbus-keppninnar í fyrra: Tæpar fimm milljónir í boði LANDBÚNAÐUR Hörður Harðar- son, formaður Svínaræktar- félags Íslands, segir samdrátt vera í hverjum einasta mánuði hjá svínabændum. Á síðustu tólf mánuðum hefur neysla á svína- kjöti minnkað um 10,2 prósent en framleiðslan um 9,2 prósent. „Það er mjög lágt verð í versl- unum, oft langt undir framleiðslu- kostnaði,“ segir Hörður. „Þrátt fyrir þennan mikla samdrátt í framleiðslu virðist enn vera framleitt of mikið, sem birtist í undirboðum á markaði.“ Sigmundur Ófeigsson, fram- kvæmdastjóri hjá Norðlenska, segir alla svínarækt á Íslandi rekna með tapi. „Stórvirkjanir í góðærinu drógu með sér innflutt vinnu- afl sem kom frá löndum þar sem svínakjöt er algengt á borðum. Á þeim tíma var gríðarleg svína- kjötsneysla í landinu en nú er það fólk farið,“ segir hann. „Fólk er líka farið að nýta matinn betur í dag og heildarneysla hefur minnkað.“ Sigmundur segir sölu á nauta- kjöti og kjúklingi vera að auk- ast á síðustu misserum og fólk sé að sækja meira í sveigjanlegri matvörur. „Nautahakkið er mjög vinsælt, enda til margs nýtanlegt,“ segir hann. „Íslenskar landbúnaðarvör- ur eins og grænmeti og fiskur eru líka að sækja í sig veðrið.“ Salan á lambakjöti dróst saman um 5,3 prósent á síðustu tólf mán- uðum, en sé litið til sölu í júní 2010 jókst salan um 35 prósent miðað við sama mánuð í fyrra. Sigurgeir Sindri Sigurgeirs- son, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir þær niður- stöður virkilega ánægjulegar og greinilegt sé að málin séu á réttri leið. „Útflutningur gengur vel og framleiðslan helst stöðug. Það hafa verið miklar sveiflur í inn- anlandssölunni, en þegar sam- dráttur er innanlands flytjum við bara meira út,“ segir hann. Flutt voru út 170 tonn af kinda- kjöti í júní 2010, sem er 182 pró- sentum meira heldur en á sama tíma í fyrra. Byggja þessar tölur á gögnum um sölu á kjöti í versl- unum, kjötvinnslum og veitinga- húsum. sunna@frettabladid.is Mikið offramboð á svínakjöti í landinu Enn er mikil offramleiðsla á svínakjöti þrátt fyrir mikinn samdrátt á síðustu mánuðum. Salan minnkar um rúm 10 prósent í svínakjöti og um 5 prósent í lambakjöti. Einhver samdráttur hjá svínabændum í hverjum einasta mánuði. ÞRJÚ SVÍN Formaður Svínaræktarfélags Íslands segir samdrátt vera í hverjum einasta mánuði hjá svínabændum. MENNING Fimmtíu fá styrk úr Tón- listarsjóði fyrir síðari hluta þessa árs, ýmist til tónleika- eða hátíða- halda, plötuútgáfu eða kynning- arstarfsemi. Mennta- og menningarmála- ráðuneytið hefur úthlutað styrkj- unum að tillögu tónlistarráðs og nemur heildarstyrkfjárhæðin 8,95 milljónum. Hæsta styrkinn, eina milljón, fær Þjóðlagahátíðin á Siglufirði og Tónlistarhátíðin Við Djúpið hlýtur næsthæstan styrk, eða hálfa milljón. Sinfóníuhljómsveit unga fólksins fær 400 þúsund króna styrk til tónleikahalds og tónleikaferðar. Lægsti styrk- urinn nemur fimmtíu þúsund krónum. Alls bárust 82 styrkumsóknir frá 76 aðilum í þetta sinn og nam heildarfjárhæð umsókna rúmum 38 milljónum. - sh Menntamálaráðherra úthlutar styrkjum úr Tónlistarsjóði: Níu milljónir til 50 verkefna Hæstu styrkir úr Tónlistarsjóði 2010 Styrkþegi Verkefni Upphæð Þjóðlagahátíðin á Siglufirði Hátíðin 2010 1.000.000 Við Djúpið Tónlistarhátíðin Við Djúpið 2010 500.000 Sinfóníuhljómsveit unga fólksins Tónleikar og tónleikaferð 400.000 Djassklúbbur Egilsstaða Djasshátíð Egilsstaða á Austurlandi 300.000 Pamela De Sensei Tónleikarnir Töfrahurð og barmanámskeið 300.000 Hljómsveitin Hjaltalín Markaðsstarf vegna útkomu Terminal 300.000 Hljómsveitin Amiina Tónleikaferð til Evrópu og Bandaríkjanna 300.000 Hljómsveitin Dikta Tónleikahald í Þýskalandi 300.000 FR ÉTTA B LA Ð IÐ /Ó K Á FÉLAGSMÁL Fólk 60 ára og eldri, sem hefur fengið skertar atvinnu- leysisbætur vegna greiðslna úr séreignarlífeyrissjóði, getur nú sótt um endurútreikning á bót- unum. Þetta er vegna nýlegra breyt- inga á lögum um atvinnuleysis- tryggingar, sem verða meðal ann- ars til þess að greiðslurnar verða ekki lengur skertar. Þeir sem eru á þessum aldri og hafa fengið skertar greiðslur frá því í mars í fyrra, geta því átt rétt á endur- greiðslu. - þeb Breytingar hjá 60 ára og eldri: Geta átt rétt á endurgreiðslu ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGUR Skrúðganga fór fram á þriðjudag í Quibdó í Kólumbíu í tilefni af 200 ára sjálfstæðis afmæli landsins. Þessi hermaður hafði málað andlit sitt í tilefni dagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Blaðberinn bíður þín

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.