Fréttablaðið - 22.07.2010, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 22.07.2010, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2010 3heilsa ● fréttablaðið ● Stærsta íþrótta- og menn- ingarhátíð samkynhneigðra í heimi, Gay Games, fer fram í lok mánaðarins og sendir íþróttafélagið Styrmir þrjátíu og þrjá þátttakendur til leiks. „Köln er bara undirlögð í viku,“ segir Jón Þór Þorleifsson, með- limur í sundliði Styrmis. Tíu þús- und íþróttamenn frá yfir sjötíu löndum taka þátt í hátíðinni Gay Games sem fer fram í Köln frá 31. júlí til 7. ágúst. Íþróttafélagið Styrmir sendir í fyrsta sinn íþróttamenn á hátíðina en þangað fara þrjátíu og þrír ís- lenskir þátttakendur. „Við sendum sundlið, blaklið og lið sem kepp- ir í skotfimi. Svo eru nokkrir fót- boltastrákar sem munu keppa með öðrum erlendum liðum,“ segir Jón Þór en íþróttamenn frá Styrmi kepptu á síðasta ári á Out Games í Kaupmannahöfn sem er systur- hátíð Gay Games. Að sögn Jóns Þórs var blaklið- ið stofnað í vetur. „Skotfimin er líka alveg ný. Þeir eru tveir sem koma með okkur í skotfiminni,“ útskýrir Jón Þór en Styrmir hefur stefnt að því að senda lið á Gay Games frá því að komið var heim af Out Games á síð- asta ári. Undir- búningsæf- ingar hafa staðið yfir í vetur. „Við æfum sund fjór- um sinnum í viku, fótbolta þrisvar í viku, blakið er þrisvar í viku og strákarn- ir í skotfim- inni hafa verið að æfa sjálfir,“ segir Jón Þór og held- ur áfram: „Fyrir utan það erum við með þriðju- dagssprikl sem er mjög skemmtilegt. Þá hittumst við á þriðjudögum og gerum eitthvað nýtt saman. Ég fór til dæmis í ballett en ég er ekki maður sem ætti að vera í ballett,“ segir Jón Þór glettinn. - mmf Maður lifandi... er grænn kostur fyrir þig Bændur í bænum Lífrænn ferskvörumarkaður - G ræ ni hlekkurinn - Lífrænt og ljúf fe ng t Opið alla virka daga milli 12 - 18 graenihlekkurinn.is - Nethyl 2c líttu þér nær á næstu grösum og netverslun Grænmeti - Ávextir - Mjólkurvörur Smiðurinn Guðsteinn Halldórsson er á leið í áheitaferð umhverfis Ísland á hjólinu sínu til styrktar ADHD- samtökunum sem aðstoða fólk með ofvirkni og athyglisbrest. Hann er einn á ferð og leggur upp klukkan tíu í dag frá Olís við Norðlingaholt í Reykjavík. „Ég ætla að hjóla hring- inn rangsælis og fyrsti áfangastað- ur er Hvolsvöllur,“ segir Guðsteinn sem stefnir á að taka um hundrað kílómetra á dag og vera um hálfan mánuð í ferðinni. Hann er með við- leguútbúnað og mun sjálfur elda og smyrja sér dagsnesti en Ölgerðin og Nói Siríus sjá um orkuskot meðfram hringveginum. Hann telur sig vera í mjög góðri þjálfun. „Ég er búinn að vera í fjallgöngum frá því ég man eftir mér, hlaupa maraþon og ganga á há fjöll. En ég sleit krossbönd 2007 og fór þá að synda og hjóla. Er eins og Forest Gump!“ Guðsteinn og kona hans eiga son sem greindist með ofvirkni og at- hyglisbrest þegar hann var sex ára. Hann er 21 árs nú og í góðum málum. „Við hjónin erum í ADHD- samtökunum og vitum að þau vinna mjög þarft og óeigingjarnt starf. Því bið ég fólk að fara inn á heimasíðu þeirra, www.adhd.is, og leggja inn framlög með skýringunni „hjólað“. - gun Eins og Forrest Gump Guðsteinn Halldórsson leggur upp í áheitaferðina í dag, rangsælis kringum landið. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /A N TO N ● GÓÐ RÁÐ GEGN OFNÆMI Á vefsíðunni doktor.is er að finna ráð til þess að draga úr einkennum frjókornaofnæmis. Þar er meðal ann- ars varað við því að þurrka þvott á snúru utandyra þegar mikið er af frjó- kornum í loftinu þar sem þeim hættir til að setjast í þvottinn. Eins er fólki ráðlagt að útiloka plöntur innandyra valdi þær ofnæmi og fá aðra til að slá blettinn hafi viðkomandi ofnæmi fyrir grasi. Síðast en ekki síst er fólk hvatt til að fara ætíð eftir ráðleggingum læknis um notkun ofnæmislyfja. Nokkrir fótboltastrákar frá Styrmi keppa ásamt öðrum erlendum liðum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Sundliði Styrmis gekk vel á Out Games á síðasta ári. Jón Þór er annar frá vinstri. Dofri Örn Guðlaugsson er annar skot- fimikeppenda Styrmis á Gay Games. Keppa í fyrsta sinn á Gay Games
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.