Fréttablaðið - 22.07.2010, Blaðsíða 8
8 22. júlí 2010 FIMMTUDAGUR
KÖNNUN Sjö af hverjum tíu sem
tóku þátt í skoðanakönnun MMR
telja að ríkisstjórnin leggi meiri
áherslu á afkomu bankanna en
heimilanna í landinu. Þrátt fyrir
þetta myndi aðeins tæpur þriðj-
ungur treysta stjórnarandstöð-
unni til að stjórna landinu betur
en sitjandi ríkisstjórn.
Alls sögðust 70,8 prósent þátt-
takenda í könnun MMR frekar eða
mjög sammála því að ríkisstjórn-
in legði meiri áherslu á bankana
en heimilin, en 13,8 prósent voru
frekar eða mjög ósammála því.
Um 29,3 prósent segjast mjög
eða frekar sammála því að stjórn-
arandstaðan myndi stjórna land-
inu betur en ríkisstjórnin, en 45,2
prósent sögðust mjög eða frekar
ósammála þeirri fullyrðingu.
Aðeins 15,8 prósent þátttak-
enda í könnuninni sögðust sam-
mála þeirri fullyrðingu að Alþingi
standi vörð um hagsmuni almenn-
ings. Um 64,1 prósent var ósam-
mála fullyrðingunni.
Könnunin var unnin dagana 7.
til 12. júlí. Þátttakendur voru 859
einstaklingar á aldrinum 18 til 67
ára, valdir handahófskennt úr hópi
álitsgjafa MMR. - bj
IÐNAÐUR Vegna einkasölusamn-
ings olíufélagsins N1 á metangasi
ríkir óvissa um hvort hægt verður
að nýta áfyllingarstöð sem til stóð
að nota í tengslum við kennslu við
Orku- og tækniskóla Keilis á Ásbrú
á Keflavíkurflugvelli.
„Við vonum nú að það leysist far-
sællega úr þessu,“ segir Rúnar Unn-
þórsson, fram-
kvæmdastjóri
Orku- og tækni-
skólans. „En við
erum búin að
panta áfyllingar-
stöð sem kemur
til landsins fyrir
lok þessa mánað-
ar.“ Hann segist
fyrst hafa snúið
sér til Sorpu um
kaup á gasi, en verið vísað á N1. „En
félagið virðist vera með einkasölu-
samning við Metan, félagið sem
tekur við gasinu frá Sorpu og selur
það.“
Sorpa á 49,7 prósenta hlut í Met-
ani, Orkuveita Reykjavíkur 21,3
prósent og REI, dótturfélag OR,
14,1 prósent. Þá á N1 14,9 prósenta
hlut. Stærsti óbeini eigandi Metans
er því Reykjavíkurborg í gegnum
sín félög.
Rúnar segist hafa fengið þau
svör hjá N1 að ef opnuð yrði stöð
suður frá yrði það gert undir þeirra
merkjum og ekki fyrr en komin
yrði skuldbinding um áhugavert
magn í sölu. Þetta segir Rúnar þýða
að ekki sé hægt að manna stöðina
nemendum, líkt og stefnt hafi verið
að, en skólinn hafi viljað „mennta
fólk í eldsneyti“, en þá áherslu vanti
á háskólanám hér. „Við vildum líka
hafa þetta verklegt og þar liggur
metanið beint við.“
Rúnar segir undarlegt ef metan-
gas fæst ekki afhent, enda sé núna
verið að brenna gasi sem ekki selst.
„Um leið og við heyrðum tóninn í
N1 ákváðum við að leita annarra
leiða,“ segir hann og kveðst hafa
átt fundi með Reykjavíkurborg
um málið. „En mér skilst að einka-
sölusamningur N1 sé til 20 ára og
einhver átta ár búin af honum.“
Þá segir hann sérkennilegt hvern-
ig olíufélögin virðist hafa skipt á
milli sín markaði með nýtt elds-
neyti. „Skeljungur leikur sér með
vetnið, N1 með metanið og svo er
Olís með metanól í samstarfi við
Carbon Recycling.“
Metanafgreiðslustöð Keilis verð-
ur sett upp þegar hún kemur til
landsins, en til stóð að taka hana í
notkun strax í haust. „Við leggjumst
í að leysa þetta svona þegar sumar-
fríum lýkur,“ segir Rúnar og kveð-
ur mikinn áhuga á gasinu hjá fyrir-
tækjum á Suðurnesjum, enda mikil
sparnaðarvon vegna þess hve mikil
keyrsla sé þaðan og til Reykjavík-
ur. Metangas er um 40 prósentum
ódýrara en bensín.
olikr@frettabladid.is
Fjölbreytt úrval af rafskutlum
Bjóðum upp á margar
gerðir af rafskutlum.
Hafðu samband og við
Fastus ehf. | Síðumúla 16 | 108 Reykjavík | Sími 580 3900 | www.fastus.is
1. Hvaða íslenska stórfyrirtæki
hefur ákveðið að gefa Ómari
Ragnarssyni tvær milljónir
króna?
2. Hvaða sænska poppstjarna
mun troða upp á Iceland Air-
waves-hátíðinni þetta árið?
3. Hver skoraði fjögur mörk
fyrir kvennalið Vals í leik gegn
FH í fyrrakvöld?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 50
Óvíst er hvort Keilir fær
metan í afgreiðslustöð sína
N1 hefur einkasöluleyfi á metangasi. Orku- og tækniskóli Keilis hefur fest kaup á metanafgreiðslustöð til
að nota í tengslum við kennslu. Óvíst er að Keilir fær gas í stöðina frá N1. Stöðin er væntanleg á næstunni.
RÚNAR
UNNÞÓRSSON
Ríkisstjórnin leggur meiri
áherslu á afkomu bankanna en
heimilanna í landinu
Stjórnarandstaðan myndi
stjórna landinu betur en ríkis-
stjórnin
70,8%
15,4%
13,8%
■ Mjög eða frekar sammála ■ Hvorki sammála né ósammála ■ Mjög eða frekar ósammála
29,3%
25,5%
45,2%
HEIMILD: KÖNNUN MMR
Sjö af hverjum tíu telja ríkisstjórnina leggja meiri áherslu á bankana en heimilin samkvæmt könnun MMR:
Fáir telja stjórnarandstöðu geta gert betur
Á skortir að formlegt erindi hafi borist frá Orku- og tækniskóla Keilis vegna fyrirhugaðs metangasverkefnis þar, segir
Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Metans. Hann kveðst vita til þess að N1 hafi verið viljugt til að taka þátt í
verkefni með skólanum undir þeim formerkjum að um nemendaverkefni væri að ræða.
Björn bendir á að félögin sem standi að Metani hafi lagt í heilmikla fjárfestingu við að byggja upp hreinsi- og
dreifikerfi það sem nú sé til staðar. „Og ósköp eðlilegt að gerður hafi verið samningur við N1 um smásölu á metani
til ákveðins tíma.“ Hann bendir á að í upphafi hafi verið leitað til allra olíufélaganna, en N1 eitt ekki farið fram á að fá
greiðslu fyrir að taka þátt. „Svona fer ekki af stað nema eitthvað sé fast í hendi. Þetta er jú þróunarverkefni og því þarf
að koma af stað. Allt kostar það peninga og menn þurfa þá að hafa einhverja vissu um tekjur á móti.“
Tryggja þurfti tekjur á móti kostnaði
METANGASI DÆLT Framkvæmdastjóri Orku- og tækniskóla Keilis segir sérkennilegt hvernig stóru olíufélögin virðist skipta á
milli sín markaði með nýjungar á eldsneytismarkaði. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
IÐNAÐUR Von er á fyrstu tillögum
verkefnisstjórnar Grænu ork-
unnar til iðnaðarráðherra undir
lok ágústmánaðar, að sögn Jóns
Björns Skúlasonar verkefnis-
stjóra. Græna orkan er heiti á
klasasamstarfi um orkuskipti
sem miðar að því að auka hlut
visthæfra innlendra orkugjafa í
samgöngum á kostnað innflutts
kolefnaeldsneytis.
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráð-
herra kynnti verkefnisstjórnina
í byrjun júní og átti þá „á næstu
vikum“ von á tillögum, svo sem
varðandi ívilnanir handa fólki og
fyrirtækjum sem breyta vilja öku-
tækjum þannig að þau noti vist-
hæfa innlenda orkugjafa.
„Það er verið að vinna á fullu
í málunum,“ segir Jón Björn, en
bætir um leið við að brenna vilji
við að minni hraði sé hér á hlutum
í júlí en aðra mánuði.
„Við höfum stefnt á að kynna
ráðherra tillögur okkar 15. til 20.
ágúst, en þær fara svo fyrir ríkis-
stjórn og Alþingi,“ segir hann og
bætir við að að því sé stefnt að til-
lögur verkefnisstjórnarinnar geti
orðið að veruleika fyrir áramót.
„Tillögur, frumvörp og annað
eiga að vera tilbúin þegar Alþingi
kemur saman í október. En við
erum núna að safna gögnum og
ræða ólíkar leiðir sem henta hinu
opinbera,“ segir Jón Björn. - óká
METANBÍLAR Hér á landi hefur um
árabil verið horft til orkuskipta í sam-
göngum, meðal annars til þess að spara
gjaldeyri við eldsneytiskaup.
Starfshópur iðnaðarráðherra skilar fyrstu tillögum seinni hluta ágústmánaðar:
Breytingar nái í gegn fyrir áramót
FRAMKVÆMDIR Íbúar á Siglufirði
mótmæla lagningu sex
háspennu kapla í gegnum
bæinn, að því er fram kemur á
vefsíðunni siglo.is.
Óánægju gætir í bænum
vegna háspennukaplanna sem
verið er að leggja í gegnum
bæinn. Kvarta sumir íbúar
yfir því að framkvæmdin hafi
hvorki farið í umhverfismat né
grenndarkynningu.
Nokkrir íbúar við Norðurgötu
mótmæltu í gærmorgun. Óhætt
er að segja að mótmælin hafi
verið friðsamleg; starfsmönn-
um Steypustöðvar Skagafjarð-
ar, sem sjá um framkvæmd-
ina fyrir Rarik, var boðið upp á
kaffi og með því.
Von er á sérfræðingi til Siglu-
fjarðar til þess að skoða málið
en einnig ætla Geislavarnir
ríkisins að taka málið til
athugunar.
- bs
Íbúar mótmæla á Siglufirði:
Andstaða við
háspennukapla
FÉLAGSMÁL Orri Hauksson hefur
verið ráðinn framkvæmdastjóri
Samtaka iðnaðarins (SI). Hann
tekur við starfinu af Jóni Stein-
dóri Valdimarssyni, sem hverf-
ur til annarra
starfa.
Orri hefur
unnið fyrir
Novator, félag
Björgólfs
Thors Björ-
gólfssonar,
undanfarin ár,
að því er fram
kemur í til-
kynningu frá
SI. Hann sinnti meðal annars
verkefnum á sviði fjarskipta og
hreinna orkugjafa.
Orri var áður framkvæmda-
stjóri þróunarsviðs Símans, og
aðstoðarmaður Davíðs Odds-
sonar, þá forsætisráðherra, árin
1997 til 2000.
- bj
Nýr framkvæmdastjóri SI:
Orri Hauksson
ráðinn til starfa
ORRI HAUKSSON
VEISTU SVARIÐ?