Fréttablaðið - 22.07.2010, Blaðsíða 62
50 22. júlí 2010 FIMMTUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
SUMARFRÍIÐ
LÁRÉTT
2. gá, 6. eftir hádegi, 8. kopar, 9. tala,
11. golf áhald, 12. afhending, 14.
spergill, 16. pípa, 17. umfram, 18. fát,
20. átt, 21. auma.
LÓÐRÉTT
1. erfðavísa, 3. tveir eins, 4. dauflegur,
5. þrí, 7. kenndur, 10. suss, 13. stæla,
15. geð, 16. iðka, 19. tvö þúsund.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. gelt, 6. eh, 8. eir, 9. níu,
11. tí, 12. afsal, 14. aspas, 16. æð, 17.
auk, 18. fum, 20. sa, 21. arma.
LÓÐRÉTT: 1. gena, 3. ee, 4. litlaus,
5. trí, 7. hífaður, 10. uss, 13. apa, 15.
skap, 16. æfa, 19. mm.
„Ég ætla bara að vera ég sjálfur,“
segir söngvarinn ástsæli Raggi
Bjarna en hann kemur fram á
tónlistarhátíðinni Innipúkanum
sem verður haldin í níunda sinn
í Reykjavík um verslunarmanna-
helgina.
„Mér líst ótrúlega vel á þetta. Ég
var með Dr. Spock í Vestmanna-
eyjum á Þjóðhátíð fyrir nokkrum
árum, þannig að ég er vel undir
þetta búinn,“ segir Raggi og hlakk-
ar til að skemmta sér með unga
fólkinu. „Ég ætla að syngja eitt-
hvað af þessu fiftís-rokki. Síðan
verður þetta eitthvert samkurl
og ég syng kannski eitthvað með
öðrum.“
Raggi fylgir þar með í fótspor
ekki ómerkari manna en Ómars
Ragnarssonar, Gylfa Ægisson-
ar, Bjartmars Guðlaugssonar og
Megasar sem hafa allir sungið á
Innipúkanum undanfarin ár.
Auk Ragga Bjarna koma fram
á Innipúkanum í ár flytjendurn-
ir Árstíðir, Berndsen, Jan Mayen,
Markús & the Diversion Sessions,
Me, the Slumbering Napoleon,
Mr. Silla, Nóra, Nóló, Ojba Rasta,
Retro Stefson, Retron og Snorri
Helgason.
Líkt og í fyrra stendur Innipúk-
inn yfir í þrjá daga; hefst föstu-
daginn 30. júlí og lýkur 1. ágúst.
Heimili Innipúkans í ár eru tón-
leikastaðirnir Sódóma og Venue,
sem standa hlið við hlið á Tryggva-
götunni, auk Naustsins milli
Tryggvagötu og Hafnarstrætis,
sem verður lokað fyrir bílaumferð.
Miðaverð á Innipúkann er 2.900
kr. fyrir alla þrjá dagana og hefst
miðasala á Midi.is í dag.
Næst á dagskrá hjá Ragga
Bjarna áður en að Innipúkan-
um kemur er spilamennska í
Allanum á Siglufirði á föstu-
dagskvöld og í Kántríbæ á
Skagaströnd á laugar-
dagskvöld. - fb
Raggi Bjarna syngur á Innipúkanum
„Ég held að fólk hafi margt betra að gera
við peningana sína þessa dagana,“ segir
leikstjórinn Ólafur Jóhannesson.
Aðeins um fimmtíu þúsund krónur söfn-
uðust í fjáröflun sem framleiðendur kvik-
myndarinnar Borgríki stóðu fyrir á Netinu.
Upphaflega stóð til að safna einni milljón
og sá peningur átti að renna til leikara og
annars starfsfólks myndarinnar. Hugmynd-
in var einnig sú að þeir sem gæfu mestan
pening gætu keypt sér lítið hlutverk í mynd-
inni en það kom aldrei til þess. „Þetta var
bara tilraun. Það þarf að venja fólk á þetta,“
segir Ólafur.
Leikstjórinn útskýrir að fólkið í kringum
myndina hafi ekki verið að treysta á þessa
milljón sem lagt var upp með. „Það skófu
allir vel af laununum sínum og lögðust á eitt
um að gera þetta,“ segir hann. „Það var búið
að eyrnarmerkja þetta starfsfólkinu, þannig
að þessi peningur færi ekki inn í fyrirtækið.
Þessi fimmtíu þúsund kall fer þangað. Þetta
er ein dietkók,“ segir hann og hlær, en hátt í
fimmtíu manns unnu við myndina.
Tökum á Borgríki lauk í síðasta mánuði
og stóðu þær yfir í þrjá mánuði. Myndin
gerist á einum mánuði í Reykjavík, þegar
erlend glæpasamtök ákveða að taka yfir eit-
urlyfjamarkaðinn á Íslandi. Fylgst er með
fjórum ólíkum einstaklingum sem munu
tortíma hver öðrum. Með aðalhlutverk
fara Ágústa Eva Erlendsdóttir og Ingvar
E. Sigurðsson. Borgríki verður frumsýnd á
næsta ári. - fb
Söfnuðu aðeins 50 þúsund fyrir Borgríki
BORGRÍKI Aðeins um fimmtíu þúsund krónur söfnuð-
ust í fjáröflun fyrir kvikmyndina Borgríki.
RAGGI BJARNA Raggi
Bjarna syngur á Inni-
púkanum sem verður
haldinn í níunda sinn
um verslunarmanna-
helgina.
ÁRSTÍÐIR Hljóm-
sveitin Árstíðir spilar
á Innipúkanum í ár.
„Ég er búinn að fara í eitt
sumarfrí með fjölskyldunni. Við
vorum í fjóra daga í sumarbú-
stað norður í Skagafirði. Síðan
ætlum við til Stokkhólms í byrj-
un september í fimm daga.“
Hjalti Rúnar Sigurðsson hjá fyrirtækinu
Kikali Designers Agency.
„Ég er virkilega spenntur fyrir
plötunni og er ánægður með
útkomuna eins og þetta lítur út
núna,“ segir Arnór Dan Arnarson,
söngvari Agent Fresco.
Hljómsveitin er byrjuð að taka
upp fyrstu breiðskífu sína í hljóð-
verinu Orgelsmiðjunni. Upptök-
urnar áttu að hefjast formlega í
ágúst en þeim hefur verið flýtt
lítillega. „Þetta kostar ógeðslega
mikinn næturtíma en þetta verður
vel þess virði,“ segir Arnór Dan.
Fimmtán lög verða á plötunni þar
sem ákveðin heildarmynd verð-
ur í gangi. Slíkar plötur kallast
konseptplötur á ensku, en Sgt.
Pepper’s Lonely Hearts Club Band
með Bítlunum og Animals með
Pink Floyd eru á meðal þekktari
plötum í þeim flokki. „Lögin tengj-
ast pínulítið en aðallega textarnir,“
segir söngvarinn.
Agent Fresco hefur verið ein
mest spennandi hljómsveit lands-
ins frá því að hún vann Músikt-
ilraunir árið 2008. Hljómsveitin
var sigursæl það ár og vann einn-
ig íslensku undankeppnina fyrir
alþjóðlegu hljómsveitakeppnina
Global Battle of the Bands.
Enn á eftir að ráða nýjan bassa-
leikara í Agent Fresco. Eins og
Fréttablaðið greindi frá í síðasta
mánuði hætti Borgþór Jónsson,
einn af stofnendum sveitarinnar.
Vignir úr Ultra Mega Technoband-
inu Stefáni og Helgi Eyjólfsson úr
Fjallabræðrum koma til greina
í hans stað og hafa þeir eitthvað
spilað með sveitinni að undan-
förnu. Í hljóðverinu hefur gítar-
leikarinn Þórarinn Guðnason séð
um að taka upp flesta grunnbass-
ana en ef sveitin þarf á kontra-
bassaleikara að halda eru aðrir
kallaðir til leiks.
Nýja platan er væntanleg í búðir
í október eða nóvember og bíða
íslenskir rokkunnendur óþreyju-
fullir eftir henni. Tvö ár eru
liðin síðan EP-plata sveitarinnar,
Lightbulb Universe, kom út.
freyr@frettabladid.is
ARNÓR DAN ARNARSSON: ÉG ER VIRKILEGA SPENNTUR FYRIR PLÖTUNNI
Agent Fresco tekur upp
fimmtán laga konseptplötu
Í HLJÓÐVERINU Agent Fresco í Orgelsmiðjunni þar sem nýja platan er tekin upp. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA
Þetta kostar ógeðs-
lega mikinn nætur-
tíma en þetta verður vel þess
virði.
ARNÓR DAN ARNARSSON
SÖNGVARI AGENT FRESCO
Rúnar Kristinsson og lærisveinar
hans í KR lentu í Lviv í Úkraínu í
gær og mæta liðinu FC Karpaty
í kvöld. Það er á brattann að
sækja fyrir KR, sem tapaði illa fyrir
úkraínska liðinu á heimavelli á
dögunum. Móttökurnar í Úkraínu
voru þó afar blíðar – reyndar svo
blíðar að íslensku fótboltakapparnir
skildu hvorki upp né
niður í þeim. Fjöldi
fjölmiðlamanna elti
þá á röndum með
sjónvarpsmyndavélar
á lofti og fólk á flugvell-
inum vildi fá mynd af sér
með þeim eins og um
alþjóðlegar fótboltastór-
stjörnur væri að ræða …
Máttur Facebook-sam-
skiptasíðunnar kom
berlega í ljós í gær
þegar Vala Grand
tilkynnti að hún
væri á lausu. Ekki
liðu nema nokkrar
mínútur þar til
fjölmargir vefir
höfðu flutt fréttina
og netnotendur
létu skoðun sína
í ljós hreinlega
úti um allt. Þeir
sem vilja nánari
upplýsingar um
sambandsslit Völu
og Baldvins þurfa þó væntanlega
að bíða aðeins því hún segist ekki
ætla að tjá sig um sambandsslitin
við fjölmiðla.
Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær
er sænska poppstjarnan Robyn á
leiðinni til landsins í október til að
spila á Iceland Airwaves-hátíðinni.
Hún er þessa dagana stödd í Los
Angeles þar sem hún kom fram
á tónleikum í gær. Á meðal gesta
voru Steinunn og stúlkurnar í
The Charlies sem dvelja í stjörnu-
borginni við upptökur á stuttskífu.
Eftir tónleika Robyn héldu þær á
staðinn Drai‘s í sérstakt
eftirpartí fyrir söng-
konuna Rihönnu.
Drai‘s er með fínni
stöðum í Holly-
wood. Þar eru til
að mynda strangar
reglur um klæða-
burð og mega gestir
hvorki vera með
hatta né í pokaleg-
um fötum … - afb
FRÉTTIR AF FÓLKI
VEISTU SVARIÐ?
Svör við spurningum á síðu 8.
1 Landsvirkjun.
2 Robyn.
3 Hallbera Guðný Gísladóttir.