Fréttablaðið - 22.07.2010, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 22.07.2010, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 22. júlí 2010 11 FÉLAGSMÁL Í tilefni af Evrópuári gegn fátækt og félagslegri einangrun hafa smekklausustu aðgerðirnar í baráttunni gegn heimilisleysi verið teknar saman af Feantsa, alþjóðlegum samtökum sem berjast gegn heimilisleysi. Meðal þess sem þykir hvað smekklausast er framleiðsla á svefnpokum í felulitum sem ætlaðir eru heimilislausu fólki. Svefn- pokinn fékk hönnunarverðlaun á dögunum. Annað framtakið er tölvuleikur á Netinu þar sem þátttakendur slást, drekka áfengi og stela í hlutverki heimilislauss einstakl- ings. Forsvarsmenn leiksins segjast vera að auka meðvitund fólks um vandamál heimilislausra. Fegurðarsamkeppni heimilislausra kvenna í Belgíu er þriðja framtakið sem þykir mjög smekklaust. Fjórða framtakið var í Frakklandi, þar sem bæjarstjóri tók upp á því að láta úða fælandi lykt í anddyri verslunarmiðstöðvar, þar sem algengt var að heimilislaust fólk héldi til. Síðast í röðinni er gerð raunveruleikaþátt- ar um heimilislaust fólk, þar sem fólkið var látið keppa um heimili, bíl og starf. Samtökin segja þetta sýna neikvæða staðalímynd heimilislausra og að farnar séu rangar leiðir til að takast á við vandamálin. - þeb Samtök vekja athygli á smekklausum aðgerðum fyrir heimilislausa: Fegurðarsamkeppni fyrir heimilislausa HEIMILISLEYSI Samtökin fá ábendingar reglulega um smekklausa viðburði og hafa birt lista yfir þá verstu. hefur opið umhverfis landið Nánari upplýsingar á www.landsvirkjun.is Verið velkomin til okkar í sumar: Blanda í Húnavatnssýslu: Dimmir hratt á draugaslóð – málverkasýning Baska Búrfell í Þjórsárdal: Gengið að verki – ljósmyndasýning Jakobs Jakobssonar Andlit Þjórsdæla – líf í Þjórsárdal í 1100 ár Þjóðveldisbærinn – Lifandi vitni um húsakynni á þjóðveldisöld Krafla í Mývatnssveit: Kröflueldar – kvikmynd og fræðsla um orku í iðrum jarðar Laxá í Aðaldal: Hvað er með Ásum? – goðafræði og höggmyndir Hallsteins Sigurðssonar Ljósifoss við Sog: Náttúran í hönnun – samstarfsverkefni með Hönnunarmiðstöð Íslands Végarður í Fljótsdal: Framkvæmdin við Kárahnjúka í máli og myndum. Ferðir inn í Fljótsdalsstöð Allar stöðvar: Raunveruleikatékk – hringferð um landið í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík Landsvirkjun býður alla velkomna í stöðvar sínar í sumar. Í stöðvum Landsvirkjunar umhverfis landið má kynna sér orkuvinnslu úr vatnsafli og jarðvarma. Samhliða orkufræðslu er boðið upp á sýningar af ýmsum toga, meðal annars í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og Hönnunarmiðstöð Íslands. Komdu í heimsókn í sumar Við tökum vel á móti þér Opið alla eftirmiðdaga í sumar. Aðgangur ókeypis. PI PA R\ TB W A • S ÍA • 10 16 39 N O R D IC PH O TO S/ A FP HÚSAVÍK Bæjarhátíðin Mærudagar á Húsavík hefst í dag. Var fólk farið að streyma í bæinn þegar í gær, að sögn þing- eyska fréttamiðilsins skarpur.is. Hátíðin stendur fram á mánudag. Í tilefni hátíðarinnar var Stóri- garðurinn malbikaður í gær og er því lokaður umferð en hann verð- ur opnaður á ný í dag. Góðu veðri er spáð næstu daga. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá á hátíðinni, til dæmis íþróttamót, siglingar, tónleika og sögu- og ljósmyndasýningar. Mærudagar hefjast í dag: Fólk streymir til Húsavíkur SAMFÉLAGSMÁL Úkraína tók í notk- un sitt fyrsta barnaþorp SOS á dögunum og var það að hluta til fjármagnað fyrir íslenskt fé. Þorpið er í Brovary, skammt frá höfuðborginni Kíev, og sam- anstendur af þrettán fjölskyldu- húsum, þar sem eitt var byggt fyrir framlög frá Íslandi. Árið 2004 hófu SOS-samtökin hér á landi söfnun til að fjármagna húsið, þá í fyrsta sinn sem staðið var að slíkri söfnun. Bæði ein- staklingar og fyrirtæki lögðu fram fé í söfnunina og þegar er hafinn undirbúningur framkvæmda við annað þorp. - sv Barnaþorp SOS í Úkraínu: Fjármagnað frá Íslandi að hluta VITALY KLITSCHKO Úkraínski þunga- vigtarhnefaleikarinn er einn dyggasti stuðningsmaður SOS-barnaþorpanna í Úkraínu. GVATEMALA Óhreyfð gröf Maya-kon- ungs fannst við fornleifauppgröft í Gvatemala. Fundurinn hefur vakið mikla athygli enda sjaldgæft að grafir sem þessar hafi sloppið við grafarræningja. Konungsgröfin fannst undir píramídanum El Diablo í bænum El Zots. Krukkur, klæði, hnífar og önnur áhöld fundust í henni og er hún líklega um 1.600 ára gömul. Beinagrindur sex barna lágu með konunginum í gröfinni, en talið er að þau hafi verið færð honum sem fórnir við greftrun hans. - sv 1.600 ára gömul Maya-gröf: Börn lágu með kóngi í gröf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.