Fréttablaðið - 22.07.2010, Page 11

Fréttablaðið - 22.07.2010, Page 11
FIMMTUDAGUR 22. júlí 2010 11 FÉLAGSMÁL Í tilefni af Evrópuári gegn fátækt og félagslegri einangrun hafa smekklausustu aðgerðirnar í baráttunni gegn heimilisleysi verið teknar saman af Feantsa, alþjóðlegum samtökum sem berjast gegn heimilisleysi. Meðal þess sem þykir hvað smekklausast er framleiðsla á svefnpokum í felulitum sem ætlaðir eru heimilislausu fólki. Svefn- pokinn fékk hönnunarverðlaun á dögunum. Annað framtakið er tölvuleikur á Netinu þar sem þátttakendur slást, drekka áfengi og stela í hlutverki heimilislauss einstakl- ings. Forsvarsmenn leiksins segjast vera að auka meðvitund fólks um vandamál heimilislausra. Fegurðarsamkeppni heimilislausra kvenna í Belgíu er þriðja framtakið sem þykir mjög smekklaust. Fjórða framtakið var í Frakklandi, þar sem bæjarstjóri tók upp á því að láta úða fælandi lykt í anddyri verslunarmiðstöðvar, þar sem algengt var að heimilislaust fólk héldi til. Síðast í röðinni er gerð raunveruleikaþátt- ar um heimilislaust fólk, þar sem fólkið var látið keppa um heimili, bíl og starf. Samtökin segja þetta sýna neikvæða staðalímynd heimilislausra og að farnar séu rangar leiðir til að takast á við vandamálin. - þeb Samtök vekja athygli á smekklausum aðgerðum fyrir heimilislausa: Fegurðarsamkeppni fyrir heimilislausa HEIMILISLEYSI Samtökin fá ábendingar reglulega um smekklausa viðburði og hafa birt lista yfir þá verstu. hefur opið umhverfis landið Nánari upplýsingar á www.landsvirkjun.is Verið velkomin til okkar í sumar: Blanda í Húnavatnssýslu: Dimmir hratt á draugaslóð – málverkasýning Baska Búrfell í Þjórsárdal: Gengið að verki – ljósmyndasýning Jakobs Jakobssonar Andlit Þjórsdæla – líf í Þjórsárdal í 1100 ár Þjóðveldisbærinn – Lifandi vitni um húsakynni á þjóðveldisöld Krafla í Mývatnssveit: Kröflueldar – kvikmynd og fræðsla um orku í iðrum jarðar Laxá í Aðaldal: Hvað er með Ásum? – goðafræði og höggmyndir Hallsteins Sigurðssonar Ljósifoss við Sog: Náttúran í hönnun – samstarfsverkefni með Hönnunarmiðstöð Íslands Végarður í Fljótsdal: Framkvæmdin við Kárahnjúka í máli og myndum. Ferðir inn í Fljótsdalsstöð Allar stöðvar: Raunveruleikatékk – hringferð um landið í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík Landsvirkjun býður alla velkomna í stöðvar sínar í sumar. Í stöðvum Landsvirkjunar umhverfis landið má kynna sér orkuvinnslu úr vatnsafli og jarðvarma. Samhliða orkufræðslu er boðið upp á sýningar af ýmsum toga, meðal annars í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og Hönnunarmiðstöð Íslands. Komdu í heimsókn í sumar Við tökum vel á móti þér Opið alla eftirmiðdaga í sumar. Aðgangur ókeypis. PI PA R\ TB W A • S ÍA • 10 16 39 N O R D IC PH O TO S/ A FP HÚSAVÍK Bæjarhátíðin Mærudagar á Húsavík hefst í dag. Var fólk farið að streyma í bæinn þegar í gær, að sögn þing- eyska fréttamiðilsins skarpur.is. Hátíðin stendur fram á mánudag. Í tilefni hátíðarinnar var Stóri- garðurinn malbikaður í gær og er því lokaður umferð en hann verð- ur opnaður á ný í dag. Góðu veðri er spáð næstu daga. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá á hátíðinni, til dæmis íþróttamót, siglingar, tónleika og sögu- og ljósmyndasýningar. Mærudagar hefjast í dag: Fólk streymir til Húsavíkur SAMFÉLAGSMÁL Úkraína tók í notk- un sitt fyrsta barnaþorp SOS á dögunum og var það að hluta til fjármagnað fyrir íslenskt fé. Þorpið er í Brovary, skammt frá höfuðborginni Kíev, og sam- anstendur af þrettán fjölskyldu- húsum, þar sem eitt var byggt fyrir framlög frá Íslandi. Árið 2004 hófu SOS-samtökin hér á landi söfnun til að fjármagna húsið, þá í fyrsta sinn sem staðið var að slíkri söfnun. Bæði ein- staklingar og fyrirtæki lögðu fram fé í söfnunina og þegar er hafinn undirbúningur framkvæmda við annað þorp. - sv Barnaþorp SOS í Úkraínu: Fjármagnað frá Íslandi að hluta VITALY KLITSCHKO Úkraínski þunga- vigtarhnefaleikarinn er einn dyggasti stuðningsmaður SOS-barnaþorpanna í Úkraínu. GVATEMALA Óhreyfð gröf Maya-kon- ungs fannst við fornleifauppgröft í Gvatemala. Fundurinn hefur vakið mikla athygli enda sjaldgæft að grafir sem þessar hafi sloppið við grafarræningja. Konungsgröfin fannst undir píramídanum El Diablo í bænum El Zots. Krukkur, klæði, hnífar og önnur áhöld fundust í henni og er hún líklega um 1.600 ára gömul. Beinagrindur sex barna lágu með konunginum í gröfinni, en talið er að þau hafi verið færð honum sem fórnir við greftrun hans. - sv 1.600 ára gömul Maya-gröf: Börn lágu með kóngi í gröf

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.