Fréttablaðið - 07.08.2010, Síða 31

Fréttablaðið - 07.08.2010, Síða 31
[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ] ferðalög ÁGÚST 2010 M atarferðir njóta nú vaxandi vinsælda og ekki aðeins meðal þeirra sem vi lja brydda upp á nýjungum heldur gera fríið enn eftirminnilegra. Víða er til dæmis hægt að slá tvær flugur í einu höggi og bóka sig í matar- og menningarferð- ir með leiðsögn. Í New York er boðið upp á slíka rúnta í nokkur helstu og fjölbreyttustu hverfi borgarinnar. Undirritaður fór í einn slíkan um Greenwich Vill age fyrir nokkru þar sem þátttakend- um gafst færi á að kynnast sögu þessa litríka bóhemahverfis, sjá hvar Hollywood-stjörnur hafa hreiðrað um sig og bragða í leið- inni á öllu því besta sem er í boði, bæði á veitingastöðum og í sæl- keraverslunum. Svo skemmtilega vildi til að í nokkrum þeirra feng- ust íslenskar vörur og þar á meðal skyr sem vakti mikla lukku meðal viðstaddra. Ferðir af þessu tagi eru kjörið tækifæri til að öðlast betri inn- sýn í menningu og sögu viðkom- andi staða, hvort sem lagt er af stað í tapas-leiðangur um Madr- id eða ferðinni heitið í ostabúðir, vínverslanir eða rómaða veitinga- staði í París. Sannkölluð sælkeraveisla París er sjálfsagt sú evrópska borg sem státar af flestum mat- armörkuðum, þar sem úir og grúir af hvers kyns kræsingum. Allir eru þeir opnir um helgar og sumir á virkum dögum að auki. Marché couvert des Enfants rou- ges er kjörið að heimsækja en hann er elsti matarmarkaðurinn í París. Annar gamall er Bour- ough Market í Southwark í Lund- únum, sem á rætur að rekja aftur til daga Rómverja. Ráðlagt er að fólk verji að minnsta kosti hálfum degi þar, enda margt skemmtilegt að skoða og upplifa. Sömu sögu má segja um Mercat de la Boqu- eria í Barcelona, en sú staðreynd að helstu matreiðslumenn borgar- innar safnast þar saman snemma á laugardagsmorgnum til að gera innkaup fyrir veitingastaðina er vitnisburður um gæði hráefnisins, auk þess sem þar eru ýmsir litlir og góðir matsölustaðir sem vert er að borða á. Lært að elda þjóðlega rétti Þeim sem hafa hug á að heimsækja Mercat de la Boqueria gæti jafn- framt þótt gaman að vita að sér- stakur matreiðsluskóli er rekinn á vegum markaðarins, þar sem þátt- takendur læra eitt og annað sem lýtur að spænskri matargerð. Mat- reiðsluskólar eru vitanlega kjörn- ir fyrir ferðalanga sem vilja ekki aðeins hafa með sér heim minn- ingar um góðan mat í fríinu, held- ur geta beinlínis notið hans þegar löngunin læðist að. Matreiðsluskól- ar eru reknir víða um heim og við DEKRAÐ VIÐ BRAGÐLAUKANA FRAMHALD Á SÍÐU 4 Ferðalög geta snúist um margt fl eira heldur en heimsóknir á gömul söfn eða letilegan dag á ströndinni. Skipulagðar matarferðir eða mat- reiðslunámskeið undir stjórn heimsþekktra kokka í útlöndum geta verið skemmtileg til- breyting og jafnvel orðið að spennandi ævintýri sem skilur eftir sig bæði ljúfar og ljúff engar minn- ingar. Til fundar við drauma bernskunnar Ljósmynd- arinn Emilie Fjóla Sandy opnar innan skamms sýninguna Þegar ég er stór í Lundúnum. SÍÐA 2 Kafbátar og kameldýr Öðruvísi ferðamáti víða um heim. SÍÐA 6
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.