Fréttablaðið - 07.08.2010, Síða 36

Fréttablaðið - 07.08.2010, Síða 36
HOLLUSTA Enginn vafi leikur á því að ber eru holl og uppfull af mikilvæg- um næringarefnum. Í umræðunni eru sum þeirra hins vegar tekin út og sögð hollari en önnur og það sama má reyndar segja um margar aðrar fæðutegundir. Sem dæmi má nefna bláber og goji-ber svokölluð sem eru gjarnan sögð allra meina bót. Bertha María Ársælsdóttir, næringarfræðingur hjá Næring- arsetrinu, segir sum ber vissulega innihalda meira af vítamínum og annarri hollustu en önnur en að það sama eigi við um þau og annan mat, að best sé að borða fjölbreytt vegna þess að ólíkar fæðutegund- ir bæti hver aðra upp. Í bláberjum geti til dæmis verið efni sem ekki eru í goji-berjum og öfugt. „Í umræðunni er stundum lögð ofuráhersla á eina tegund og þá á fólk það til að sleppa öðrum. Þar með fer það á mis við ýmis mik- ilvæg næringarefni því engin ein fæða inniheldur allt það sem lík- aminn þarf.“ Bertha María segir mikla sölumennsku einkenna heilsuvörumarkaðinn. „Það er eflaust afar gott fyrir fólk að borða mikið af ákveðnum berjum svo dæmi séu nefnd en það er ekki hægt að kaupa sér heilsu með því að borða ákveðna tegund í miklum mæli. Engin ein fæðutegund hefur þau áhrif en saman geta þær stuðl- að að góðri heilsu. Ber eru þar á meðal en þau eru full af andoxun- arefnum sem hafa jákvæð áhrif á líkamann og eiga þátt í því að styrkja ónæmiskerfið. Bertha María kveðst verja mikl- um tíma í sínu starfi í að reyna að fá fólk ofan af því að vera með stækkunarglerið á matnum og festa sig í smáatriðum. „Það ætti frekar að horfa á fæðuhringinn og borða fjölbreyttan mat. Fólk er alltaf að fá nýjar upplýsingar um skaðsemi eða gagnsemi ákveð- inna fæðutegunda úr umhverfinu. Sumum þykir flókið að feta rétta braut en lausnin er einföld: Borða fjölbreyttan mat og helst sem minnst unninn enda haldast nær- ingarefnin best ef fæðan kemur beint af kúnni, ef svo má segja. Nýtínd ber eru því ekkert nema afbragðs fæða í bland við kjöt, fisk og annan góðan mat.“ Samstarfskona Berthu Maríu hjá Næringarsetrinu, Guðrún Kristín Sigurgeirsdóttir, tekur í sama streng og segir best að fæðan sé sem næst upprunanum. Hún ræður fólki meðal annars frá því að nota safapressu í miklum mæli, hvort sem það sé til að búa til ávaxta-, grænmetis-, eða berja- djús. „Við safagerðina tapast mik- ilvægar trefjar og andoxunarefni úr hýðinu og aldinkjötinu enda er það síað frá. Boost er betri kostur enda fara berin og ávextirnir ofan í það í heilu lagi.“ vera@frettabladid.is Fjölbreytni er lykillinn Hollusta berja er óumdeilanleg og mælir allt með því að fólk nýti árstímann til tínslu. Engin ein fæðutegund er þó allra meina bót eins og stundum er haldið á lofti heldur skiptir fjölbreytni mestu. Í 100 g af þurrkuðum goji-berj- um eru 29-148 mg af C-vítamíni, 9 mg af járni og 112 mg af kalki. HEIMILD:WIKIPEDIA Til gamans má bera saman nokkur næringarefni í ólíkum berjum. Í 100 grömmum af krækiberjum eru 10,7 mg af C-vítamíni, 2,3 mg af járni og 11 mg af kalki. HEIMILD:MATÍS Í 100 g af bláberjum eru 38,2 mg C-vít- amín, 0,69 mg járn og 15 mg kalk. HEIMILD:MATÍS Í 100 grömmum af rifsberjum eru 49 mg af C-vítamíni, 0,79 mg járn og 35 mg kalk. HEIMILD:MATÍS Bertha segir stundum sé lögð áhersla á ákveðnar fæðutegundir og að þá eigi fólk það til að sneiða hjá öðrum. Hún er mót- fallin því vegna þess að fæðutegundirnar bæta hver aðra upp. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VEITINGASTAÐURINN SPÍRAN opnaði í Garðheimum í júní. Spíran er bistró á léttu línunni þar sem meðal annars er boðið upp á heilsu- samlega rétti og heimabakaðar hollustukökur. Til að gera bakstur hollari má skipta út hvítu hveiti og nota í staðinn spelt og heilhveiti. Einnig má nota kaldpressaðar olíur í stað smjörs, eða nota til helminga ávaxtamauk. Í stað eins eggs má nota tvær eggjahvítur. www.heilsubankinn.is Við notum ekkert hvítt hveiti og engan hvítan sykur. Allar marineringar eru heimalagaðar beint frá hjartanu og eru án allra aukaefna. Fit Pilates kennaranámskeið 28. og 29. ágúst í Reykjavík www.fi tpilates.is • Smári s. 896 2300
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.