Fréttablaðið - 19.08.2010, Side 6
6 19. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR
Nýtt
kortatím
abil
Don
SIMON
fæst í Kosti
Nýtt
íslenskt
Grænmeti
í úrvali
DANMÖRK Kristján níundi Dana-
konungur, sá hinn sami og gaf
Íslendingum stjórnarskrá árið
1874, bauð Þjóðverjum að eign-
ast alla Danmörku sumarið 1864,
þegar Danir höfðu tapað stríði við
Þjóðverja út af héruðunum Slés-
vík og Holtsetalandi.
Það var Vilhjálmur Prússakon-
ungur, sem nokkrum árum síðar
varð keisari sameinaðs Þýska-
lands, sem fékk þetta rausnar-
lega tilboð frá Danakonungi, fyrir
milligöngu Leopolds Belgíukon-
ungs.
Otto von Bismarck, forsætis-
ráðherra Prússlands, vildi hins
vegar ekki taka meira frá Dan-
mörku en héruðin Slésvík og
Holtsetaland, enda hafði stríð-
ið snúist um aðskilnaðarbaráttu
þessara héraða frá Danmörku.
Von Bismarck er raunar sagð-
ur hafa talið að Danir yrðu allt-
af til vandræða innan Þýskalands
og þess vegna væri betra að Dan-
mörk yrði áfram sjálfstætt ríki.
Danska dagblaðið Politiken
skýrði frá þessu í gær og vitn-
aði í sagnfræðinginn Tom Buk-
Swienty, sem er að senda frá sér
bók um þessa sögu. Við ritun bók-
arinnar fékk Buk-Swienty aðgang
að einkaskjalasafni Kristjáns
níunda, samkvæmt leyfi frá Mar-
gréti Danadrottningu, en það er í
fyrsta sinn sem leyfi hefur feng-
ist til að rannsaka einkaskjöl kon-
ungsins.
Samkvæmt frásögn Buk-
Swientys lét Kristján konungur
dönsku stjórnina ekkert vita af
þessum áformum sínum fyrr en
nokkrum dögum síðar, þegar neit-
un hafði borist frá Þjóðverjum.
Kristján var sjálfur uppal-
inn í Slésvík og mun hafa verið
meira þýskur en danskur, þannig
að spurningar vakna strax hvort
þetta tilboð til Þjóðverja hefði
ekki átt að teljast föðurlands-
svik.
Buk-Swienty er þó ekki á því,
að því er fram kemur í Politik-
en.
Meginástæða konungs mun
hafa verið sú, að hann taldi þetta
einu leiðina til að halda Dan-
mörku saman sem einni heild,
þótt undir Þýskalandi væri. Hin
leiðin væri sú, sem varð ofan á, að
Þjóðverjar hirtu einfaldlega Slés-
vík og Holtsetaland frá Dönum og
slitu þar með Danmörku í tvennt
til frambúðar.
Ef mál hefðu þróast með þeim
hætti, sem Danakonungur vildi
sumarið 1864, hefði staða Íslands
væntanlega verið allt önnur.
Talið er að fordæmi Slésvíkur og
Holtsetalands hafi orðið Íslend-
ingum veigamikið vopn í barátt-
unni fyrir aðskilnaði frá Dan-
mörku áratugum síðar. Ekki er
víst að Þjóðverjar hefðu reynst
Íslendingum jafn eftirgefanleg-
ir og Danir. gudsteinn@frettabladid.is
Bauð Þjóðverjum að
eignast Danmörku
Danakonungur vildi heldur að Þýskaland eignaðist alla Danmörku árið 1864
en að missa frá sér Slésvík og Holtsetaland. Þjóðverjar höfðu hins vegar ekki
áhuga á öðru en „þýsku héruðunum“. Töldu að Danir yrðu alltaf til vandræða.
KRISTJÁN NÍUNDI Afhenti Íslendingum stjórnarskrá árið 1874, en vildi tíu árum áður
afhenda Þýskalandi alla Danmörku – að Íslandi meðtöldu.
ATVINNA Rúmlega tuttugu prósent-
um fleiri atvinnuauglýsingar birt-
ust í dagblöðum fyrstu sjö mánuði
ársins en á sama tíma í fyrra.
Fjöldi atvinnuauglýsinga var
3.480 í fyrra en fyrstu sjö mánuði
ársins í ár voru þær 2.457, eða um
sjötíu prósent af heildarfjöldanum
í fyrra.
„Þetta er staðfesting á því sem
maður hefur haft á tilfinningunni í
vor. Ég veit að allir sem eru í ráðn-
ingum eru alveg sama sinnis um
það,“ segir Gunnar Haugen, fram-
kvæmdastjóri Capacent ráðninga.
Atvinnumarkaðurinn hafi verið að
taka við sér. Þó sé oft um sérfræði-
störf að ræða. „Fyrirtæki eru að
eyða meiri peningum í auglýsingar,
sem sýnir raunverulegan vilja til að
bæta við sig fólki.“ Gunnar bendir
á að ekki sé verið að mæla fjölda
starfa heldur fjölda auglýsinga, en
að meðaltali séu sennilega fleiri en
eitt starf auglýst í hvert sinn.
„Þetta spilar með mörgu sem er
að gerast, til dæmis því að vænt-
ingavísitalan er farin upp, og geng-
isvísitalan líka,“ segir Gunnar og
bætir því við að þetta sé vonandi til
marks um meiri bjartsýni í atvinnu-
lífinu. Á því sé þörf. - þeb
Atvinnuauglýsingar í dagblöðum eru rúmlega 20 prósentum fleiri í ár en í fyrra:
Atvinnuauglýsingum fjölgar
BYGGINGAVINNA Auglýsingum vegna
byggingavinnu fjölgar ekki að sögn
Gunnars. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
HEILBRIGÐISMÁL Notkun rítalíns
og annarra lyfja sem notuð eru
við athyglisbresti og ofvirkni,
ADHD, hefur aukist um helming
milli áranna 2006 og 2009 sam-
kvæmt upplýsingum frá Sjúkra-
tryggingum Íslands.
Íslendingar notuðu tæplega 1,7
milljónir dagskammta af lyfjun-
um á síðasta ári, en notuðu um
1,1 milljón skammta árið 2006.
Kostnaður sjúkratrygginga
vegna lyfjanna stefnir í 762
milljónir króna á árinu, miðað
við kostnað fyrstu sex mánuði
ársins. Kostnaðurinn hefur nær
þrefaldast frá 2006, en hafa verð-
ur í huga að gengisfall krónunnar
hefur haft áhrif á kostnaðinn.
Um 2.700 börn og ungling-
ar yngri en 20 ára fengu ávísað
rítalíni á síðasta ári, og um 1.500
fullorðnir 20 ára eða eldri. Notk-
un á rítalíni hefur aukist um 51
prósent frá árinu 2006 án þess
að dregið hafi úr notkun á öðrum
sambærilegum lyfjum. Mest er
aukningin hjá fullorðnum.
„Ég hef látið fara fram athug-
un á rítalínnotkun undanfarnar
vikur og ég á von á því að það
dragi til tíðinda í þeim málum
fyrir mánaðamót,“ segir Álf-
heiður Ingadóttir heilbrigðisráð-
herra.
Hún segir notkun þessara
lyfja margfalt meiri hér á landi
en í nágrannalöndunum. Þá sé
áhyggjuefni að lyfið sé notað sem
fíkniefni og selt á götunni. „Það
er klárt að það þarf að grípa til
aðgerða. Landlæknir er að skoða
hvað hann getur gert og ég er að
skoða hvað ég get gert.“ - bj, þeb
Kostnaður heilbrigðiskerfisins vegna lyfja við ADHD hefur þrefaldast frá 2006:
Notkun aukist um helming
RANNSÓKN Unnið er að úttekt á rítal-
ínnotkun, og eru niðurstöður væntan-
legar bráðlega segir Álfheiður Ingadóttir
heilbrigðisráðherra.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
VIÐSKIPTI Hollenska fyrirtækið
Stork B.V. sem er að 17 prósentum
í eigu Eyris Invest, jók rekstrar-
hagnað sinn um 20 prósent á fyrri
helmingi ársins borið saman við
árið í fyrra.
Tekjur fyrirtækisins stóðu í
stað á tímabilinu, í kringum 803
milljónir evra, sem jafngildir
123,5 milljörðum króna. Rekstr-
arhagnaður jókst um 20 prósent
í jafngildi rúmlega 12 milljarða
króna, og verðmæti pantana fyr-
irtækisins jókst um 7 prósent, í
jafngildi 210 milljarða króna. - mþl
Nýtt uppgjör hjá Stork:
Hagnaður jókst
um 20 prósent
Fannst þér rétt að færa yfir-
mann kynferðisafbrotadeildar
til í starfi vegna ummæla hans
í fjölmiðlum?
JÁ 51,6%
NEI 48,4%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Ætlar þú að taka þátt í hátíðar-
höldum á menningarnótt?
Segðu þína skoðun á visir.is
KJÖRKASSINN