Fréttablaðið - 19.08.2010, Síða 12

Fréttablaðið - 19.08.2010, Síða 12
12 19. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR Endurskoðun sveitarstjórn- arlaga er verkefni tveggja nefnda á vegum ríkisins. Fjármál sveitarfélaga eru í forgrunni. Hugmyndir eru uppi um að takmarka heimildir til skuldsetn- ingar. Sveitarstjórnarfólk segir að ný lög verði að vera sveigjanleg og taka tillit til aðstæðna á hverjum stað. Fjármál sveitarfélaga hafa verið mikið í umræðunni allt síðan í hrun- inu. Fréttablaðið greindi frá því í gær að nefnd ríkisins sem fer í gegn- um fjármál sveitarfélaga hallist að því að nauðsynlegt sé að setja þak á skuldsetningu sveitarfélaga og slík- ar takmarkanir verði hluti af frum- varpi til ráðherra sveitarstjórnar- mála sem lagt verður fram í haust. Samkvæmt heimildum Fréttablaðs- ins yrði skuldaþakið nærri 150 pró- sentum af árstekjum sveitarfélaga. En hvernig snýr þetta að sveitar- félögunum? Umdeildar útfærslur Ýmsar útfærslur hafa verið nefnd- ar um hvernig skuldir sveitarfé- laganna skuli metnar og í raun er það umdeilt hvernig það skuli gert. Rekstri sveitarfélaga er skipt í A- og B-hluta. A-hluti í rekstri sveit- arfélaga eru þau verkefni sem fjár- mögnuð eru að mestu leyti með skatttekjum. Það eru fræðslumál, félagsþjónusta, umhverfismál, æskulýðs- og íþróttastarfsemi og skipulagsmál svo dæmi séu nefnd. Undir B-hlutann fellur sú starfsemi sem yfirleitt er að mestu leyti fjár- mögnuð með þjónustugjöldum. Þar er fyrst og fremst um að ræða rekst- ur hafna, veitustarfsemi og rekstur félagslegs húsnæðis. Hugmyndir þeirra sem vinna að frumvarpinu er að skilgreina skuldir sveitarfélag- anna vítt, og hafa þar undir skuldir A- og B-hluta. Þetta er á skjön við skilning allmargra innan sveitar- félaganna sem vilja halda þessum tveimur hlutum aðskildum. Hins vegar ræða aðrir sveitarstjórnar- menn ætíð um allar skuldir saman. Koma þá lífeyrisskuldbindingar og skuldbindingar utan efnahagsreikn- ings einnig inn í þá mynd. Skuld- ir utan efnahagsreiknings eru til dæmis fjármögnunarleigusamning- ar um sérhæfðar byggingar, eins og skóla sem fasteignafélag byggir og leigir sveitarfélaginu samkvæmt sérstöku samkomulagi. Snýst um aga Hvaða leið sem verður farin við mat á skuldum er eitt; hitt er að kjarni vinnunnar er að koma á meiri aga í fjármálum. Skal þar hafa hugfast að sveitarfélögin sjálf hafa lengi kallað eftir þessari vinnu og er skemmst að minnast þess að Hall- dór Halldórsson, formaður Sam- bands sveitarfélaga, og þáverandi fjármálaráðherra Árni M. Mathie- sen, undirrituðu yfirlýsingu árið 2007 um að unnið yrði að sérstök- um fjármálareglum fyrir sveitar- félögin. Vart þarf að minna á að þá var þenslan í samfélaginu sem mest. Frumkvæðið er því komið frá sveit- arfélögunum sjálfum þó að mórall- inn í umræðunni sé oft sá að ríkið sé að koma böndum á eyðslubrjál- æðið sem viðgengst á sveitarstjórn- arstiginu. Sveitarstjórnarfólk hefur bent á að skuldamat þar sem bæði A- og B- hluti eru undir geti verið mjög snúið. B-hlutinn er víða mjög skuldsettur og þar hefur skuldsetning orkufyr- irtækja, eins og hjá Reykjavíkur- borg, verið nefnd. Er þar bara eitt talið. Sveitarfélög, sem hafa verið að missa frá sér fólk, hafa skuld- sett sig vegna félagslegs húsnæðis; hafnarsjóðirnir eru skuldsettir og svo framvegis. B-hluti minni sveit- arfélaga er því víða skuldsettur rétt eins og hjá þeim stærri. Sveigjanleiki nauðsyn Halldór Halldórsson segir að ný lög verði að vera sveigjanleg. Skipti þá ekki meginmáli hvernig skuldir verða vegnar og metnar. Engin þörf sé á því að setja einstök sveitarfélög í þumalskrúfu. Það þurfi einfaldlega ekki þar sem innan sveitarfélaganna allra séu kjörnir fulltrúar sem vilja hafa fjármálin í lagi. Hitt er að ný lög þurfa að gera ráð fyrir góðum aðlögunartíma fyrir sveitarfélögin. „Það er ekki hægt að setja harðar reglur sem taka gildi á sama augna- bliki,“ segir Halldór. „Í praxís þyrfti þetta jafnvel að virka þannig að eitt prósentuhlutfall þyrfti að vera í gildi fyrir A-hlutann og annað fyrir B-hlutann í fyrstu, sem síðan í fram- tíðinni myndi renna saman.“ Starfhæf sveitarfélög Halldór spyr hvort ekki þurfi sveigj- anleika fyrir sveitarfélög eins og Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað þar sem byggt var álver og virkjun og fjárfest var í öllum innviðum sam- félaganna þess vegna? „Það er ekki hægt að draga eina línu yfir allt landið. Það þarf vissulega að auka formfestu og aga og draga úr skuld- setningu eftir bestu getu. En samt að hafa þá skynsemi í forgrunni við að skrifa ný lög að sveitarfélögin séu starfhæf við þær aðstæður sem þau þurfa að takast á við í framtíðinni.“ Sveitarfélögin þurfa tíma til aðlögunar UPPBYGGING Á ÁLFTANESI Með réttu eða röngu er sveitarfélagið Álftanes holdgervingur skuldsetningar sveitarfélaga á undan- förnum árum. Myndin er tekin þegar framkvæmdir stóðu yfir vegna byggingar glæsilegrar sundlaugar á Álftanesi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Opið virka daga frá 10 til 18. Laugardaga frá 11 til 14. Lumex Skipholti 37 Sími 568 8388 www.lumex.is N ú er t æ ki fæ ri t il að k au p a þ að se m þ ig h ef ur a llt af la ng að í FRÉTTASKÝRING: Hvaða þýðingu hefur skuldaþak fyrir sveitarfélögin? Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is Sveitarfélag Skuldir A- og B-hluta Tekjur Skuldahlutfall Reykjavík 296.267 93.067 218,34% Akureyri 22.377 15.024 48,94% Ísafjörður 2.464 2.753 -10,50% Kópavogur 38.466 17.765 116,53% Reykjanesbær 26.011 9.580 171,51% Fjarðabyggð 10.380 4.081 154,35% Fljótsdalshérað 6.355 2.436 160,88% Hafnarfjörður 36.444 14.161 157,35% Vestmannaeyjar 2.730 3.246 -15,90% Árborg 7.826 4.379 78,72% Skuldir og tekjur A- og B-hluti Hér eru tekin 10 dæmi úr ársreikningum sveitarfélaga og kannað hversu hátt hlutfall skuldirn- ar eru miðað við tekjur. Lífeyrisskuldbindingar og skuldir utan efnahagsreiknings eru ekki inni í þessum tölum. „Án þess að ég sé að kommentera á prósentur í þessu samhengi núna þá sýnist mér þetta vera í mjög góðum farvegi hjá nefndinni. Það er erfitt að smella fingrum og nefna prósentutölur. Það má vera að aðlögun þurfi að koma til hjá hverju og einu sveitarfélagi,“ segir Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um hug- myndir nefndar um að takmarka skuldir við 150 prósent af árstekjum sveitarfélaga. Kristján sagði í viðtali við Fréttablaðið í mars að virða þyrfti sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga, en það mætti ekki þýða að hægt væri að setja þau á höfuðið. Spyrja megi einnig hversu mikið sveitarfélög megi skuldsetja sig; það geti verið tvöfaldar eða 1,5-faldar skatttekjur. Það gæti verið regla sem þyrfti undantekningu til að víkja frá. Eins væri hægt að setja reglur um að sveitarfélög verði að skila hallalausum rekstri nema þau fái heimild til annars. „Þessar hugmyndir mínar standa,“ segir Kristján sem er ekki þeirrar skoðunar að reglur um skuldaþak séu erfiðar í framkvæmd. „Það sem við þurfum að gera Íslendingar, eftir hrunið 2008, er að endurskipuleggja allt okkar kerfi. Sjálfstæði sveitarfélaga er mikið en það má ekki vera það mikið að við lendum í hremmingum líkt og dæmi eru um nú þegar,“ segir Kristján og vísar til skuldavanda Álftaness. „Þar er reynsla sem við verðum að nýta til að þetta gerist ekki aftur. Ef það þarf að þrengja lög og reglur til þess, þá þarf einfaldlega að ganga í það.“ Skuldaþak ekki erfitt í framkvæmd KRISTJÁN MÖLLER

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.