Fréttablaðið - 19.08.2010, Page 24

Fréttablaðið - 19.08.2010, Page 24
24 19. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@ frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Á annasömum tímum hættir eflaust fleirum en höfundi til að dragast niður í úrlausnarefnin, lok- ast inni við hið hversdagslega amst- ur daganna. Vill þá farast fyrir að lögð séu niður amboðin og gengið á sjónarhól mannlífs og atburða, skyggnst um og horft jafnt um öxl sem fram á veginn. Hér verður á eftir og í nokkrum tengdum blaða- greinum gerð tilraun til að bæta þar úr hvað undirritaðan varðar. Nokkuð er undan því kvartað og með réttu að ýmsu leyti að skortur sé á forystu og framtíðarsýn í þjóð- málum um þessar mundir. Margt veldur. Ofurþungi þeirra atburða sem skekið hafa íslenskt samfélag sl. misseri hefur gert hvoru tveggja í senn, að lesta stjórnvöld, stjórn- málin og velflesta burðarviði sam- félagsins með ærnum og erfiðum verkefnum og hitt að öll erum við enn að glíma við eftirköst óskap- anna, erum óviss um hvernig úr spilast og ráðvillt á köflum. Er þetta skiljanlegt í ljósi þess hversu áfallið varð mikið við hrun banka- kerfisins og það tjón sem af því hlaust bæði fjárhagslegt, félagslegt og andlegt eða sálrænt. Viðskipta- lífið, stjórnmálin, fjölmiðlarnir, eftirlitskerfið, allt þetta og margt fleira brást. Almenningur upplifir sig illa svikinn og því miður með réttu. Það sem á ekki að gerast og má ekki gerast, gerðist. Orsakir bankahrunsins Um orsakir hrunsins sem hér varð haustið 2008 hefur margt verið rætt og ritað. Þar er auð- vitað skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis grundvallargagn. Skýrsl- an leiðir í ljós mikla veikleika sem stjórnmálin, stjórnsýsla og eftir- litsaðilar verða að taka háalvarlega og einsetja sér að bæta úr. Hegðun bankaforkólfa og viðskiptajörfa er kapítuli út af fyrir sig, en það er of einfalt og ódýrt að velta allri ábyrð- inni þangað. Vandinn er djúpstæð- ari og á ekki síður rætur sínar að rekja til hugmyndafræðilegra þátta en einstaklinga sem brugðust. Hugmyndafræði nýfrjálshyggj- unnar náði með lúmskum hætti að hreiðra um sig í íslenskum stjórn- málum og setja viðmið í opinberri umræðu. Er það einkum þrennt sem veldur því að sú skýring á við þegar litið er til orsaka bankahrunsins. Í fyrsta lagi sá áróður að einkaaðilar gerðu yfirleitt allt betur en ríkið og því væri þeim best treystandi fyrir flestum hlutum. Í öðru lagi að til væri einhver ósýnileg hönd sem stýrði markaðsgangvirkinu og það sæi um að leiðrétta sig sjálft. Og í þriðja lagi að sökum þessarar sjálf- gefnu innbyggðu skynsemi markað- arins þyrfti ekki að hafa eftirlit með honum eða að slíkt ætti að a.m.k. að vera í algjöru lágmarki. Allar þess- ar þrjár forsendur höfum við nú séð að eru rangar. Til viðbótar þessu var samfélagið græðgisvætt enda er það í samræmi við hugmynda- fræðina að af öllu megi hirða gróða hvort sem það eru hjartaþræðingar, heitt vatn eða mandarínur. Og loks vantaði ekki upp á yfirdrifið sjálfs- traustið hjá íslenskum stjórnmála- og viðskiptamönnum. Ungæðisleg- ur hroki, blind trú á eigin snilli í viðskiptum, óþroskuð siðferðisvit- und og alger skortur á heilbrigðri sjálfsgagnrýni bættu ekki ástand- ið. Sofið á verðinum Á sinn hátt má segja að gagnrýn- in hugsun hafi beðið ósigur, ekki aðeins í viðskiptum, heldur einnig í fjölmiðlun, stjórnsýslu og almennri þjóðmálaumræðu. Þegar skulda- söfnun þjóðarbúsins komst á hættu- legt stig (hreinar erlendar skuldir Íslands fóru yfir 100% af VLF fljót- lega eftir aldamótin 2000), urðu sorglega fáir til að vara við þeirri staðreynd og enn færri tóku undir. Þegar viðskiptahalli fór í 26% af VLF árið 2006 töluðu menn um góðæri sem aldrei fyrr. Samt þarf ekki mikla þekkingu til að átta sig á veikleikunum þegar slíkir mælar slá yfir í rautt. Ekki er úr vegi að spyrja hvað orsakaði andvaraleys- ið? Aldrei fyrr voru jafn margir starfsmenn í fjármálaþjónustu og öðrum viðskiptum, margir hverjir á ofurlaunum og aldrei fyrr höfðu jafnmargir sótt sér menntun á sviði viðskipta. Þetta tvennt dugði þó greinilega ekki þegar kom að upp- lýstri og gagnrýnni orðræðu eða því að kunna fótum sínum forráð. Munurinn á umræðunni þá og nú er hins vegar sláandi. Nú er ekki lengur deilt um að stórfelld hag- stjórnarmistök voru gerð á árunum upp úr aldamótum og einkum þó frá og með kosningum 2003. Litlu betra er þó andvara- og aðgerðaleys- ið sem rannsóknarnefndin dreg- ur skýrt fram. Loks tók ráðleysi í bland við afneitun við og fáir kost- ir eftir í stöðunni þegar árið 2008 gekk í garð. Ofvaxið bankakerfi Það er erfitt en hollt að rifja upp hversu umfangsmikið hrunið á Íslandi varð, sett í samhengi við stærð hagkerfisins. Beinar afleið- ingar bankahrunsins á afkomu rík- isins voru geigvænlegar. Bókfærður halli samkvæmt rekstrarreikningi varð 216 milljarðar 2008 í stað 89 milljarða afgangs 2007, sem sagt rúmlega 200 milljarða sveifla. Tap erlendra aðila vegna þess sem hér gerðist liggur ekki endanlega fyrir en verður líklegast ekki undir töl- unni 7.000 milljarðar. Svo háa tölu er erfitt að skilja í landi með um 1.500 milljarða landsframleiðslu eða þegar talað er um að góður túr á frystitogara gefi 100 milljónir í aflaverðmæti og þegar heildarút- gjöld til heilbrigðismála eru um 100 milljarðar. Enda hefur því verið fleygt fram að hrun íslensku bank- anna þriggja séu sjötta, níunda og tíunda stærsta gjaldþrot heimsins. Það hlýtur að teljast einstakt og heimssögulegt hjá svo smáu hag- kerfi. Áhrif hrunsins á ríkissjóð Hjá ríkinu liggja stærstu tölurn- ar í töpuðum kröfum (gjaldþrot Seðlabankans), en 192 milljarðar voru bókfærðir 2008 vegna þess. Kostnaður við endurfjármögnun banka og sparisjóða nálgast 200 milljarða auk þess sem hefur verið veitt í víkjandi lánum, en vissu- lega stendur þar eign á móti. Fjár- magnskostnaður ríkisins hefur stóraukist (úr 22,2 milljörðum 2007 í 84 milljarða 2009) og loks er það beinn hallarekstur ríkissjóðs vegna tekjubrests og aukinna útgjalda. Þetta eru auðvitað að hluta til tengdar stærðir en skýrist allt best í þróun skulda og eignastöðu ríkis- ins. Heildarskuldir ríkisins í árslok 2007 voru 560,5 milljarðar króna eða 43,1% af vergri landsfram- leiðslu (VLF). Þær fóru í 1,198,5 milljarða árið 2008 eða 81,1% af VLF, fóru svo í 1,566,4 milljarða í árslok 2009 eða 104,4% af VLF og stóðu í svipaðri tölu í lok 1. ársfjórð- ungs þessa árs eða 1,535,5 milljörð- um (99,3% af VLF). Allt á verðlagi og í hlutfalli við landsframleiðslu hvers ár. Á mannamáli þýðir þetta að við hrunið stórhækkuðu skuldir og útgjöld ríkissjóðs á meðan tekj- urnar gáfu allverulega eftir. Bilið milli tekna og útgjalda ríkisins varð risastórt. Hreinar peningalegar eignir rík- issjóðs þróuðust með eftirfarandi hætti á sama tíma: Árið 2007 voru þær jákvæðar um 22,2, milljarða eða 1,7% af VLF. Árið 2008 var staðan orðin neikvæð um 238,5 milljarða, sem sagt -16,1% af VLF, og -516,8 í lok 1. ársfjórðungs þessa ár (-33,4% af VLF). Tap og vonbrigði Ótalinn er eignabruninn, tjónið sem varð á raunverulegum verð- mætum. Óhemju mikið hlutafé varð verðlaust, eignir stórlækkuðu í verði, eftir sat lemstrað og kafs- kuldsett atvinnulíf, skuldir heim- ila sem voru miklar fyrir urðu ill- eða óviðráðanlegar fyrir þúsundir fjölskyldna. Aðgangur að erlendu fjármagni nánast lokaðist, lánshæf- ismat og lánskjör versnuðu þ.e. ef einhver lán bjóðast, viðskipti urðu á ýmsan hátt dýrari og erfiðari (auknar tryggingar fyrir greiðslum eða staðgreiðsla). Traust hrundi til grunna og sársauki, vonbrigði og reiði breiddust og brutust út í sam- félaginu. Sem sagt, það varð marg- víslegt og stórfellt mælanlegt og ekki síður ómælanlegt tjón. Landið tekur að rísa! Orsakir og afleiðingar bankahrunsins Grein 1 Þjóðmál Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra Það er alger fásinna að Rússar hafi verið komnir á fremsta hlunn með að ráðast með her inn í Úkraínu í Appelsínugulu bylt- ingunni svonefndu og að ESB hafi bjargað landinu frá vondu köll- unum; minna ber á að Úkraína er hvorki í ESB né NATO. Þetta kom fram í grein Andrésar Pét- urssonar hjá Evrópusamtökunum í Fréttablaðinu í fyrradag. Svona málflutningur er ESB sinnum ekki til framdráttar, en hér er Rússa- grýlan gamla góða vakin upp svo um munar. Þetta er í meira lagi ábyrgðarlaus málflutningur í stíl gamalla úreltra tíma og hæfir ekki upplýstum aðilum, áhugavert er hvaða heimildir liggja að baki. Appelsínugula byltingin í Úkr- aínu (sem gekk þar yfir haust og vetur 2004) var landsmönnum hins vegar engan veginn til góðs, lífkjör almennings hröpuðu og eru nú mun verri en hjá Rússum almennt. Um var að ræða frá- bærlega vel skipulagða maskínu sem gekk út á fyrirfram skrif- aða dagskrá: mannflutninga á réttum stöðum, á réttum tímum, útifundi, mótmælaspjöld, tjöld, hátalarakerfi, gistingu, kost, drykkjarföng og fleira og fleira – fyrir þúsundir manna, sem að mestu voru fluttar til Kænugarðs frá vesturhéruðunum. Í Kiev er rússneska töluð 99 prósent en þjóðernissinnar eru afar sterkir í Vestur-Úkraínu. En þetta er allt önnur saga … Þýska orðið Lebensraum þýðist mun betur sem „lífsrými“ heldur en „landsvæði“ eins og Andrés þýðir það. Adolf Hitler átti vissu- lega við „lífsrými“ fyrir Germ- ani í frjósömum sveitum Aust- ur-Evrópu. Orðið fann foringinn sjálfur upp þegar hann sat inni og skrifaði Mein Kampf, löngu áður en flokkur hans NSDAP náði völdum á lýðræðislegan máta í kosningum í janúar 1933. Margt má gott um ESB segja en varast ber svona fullyrðingar og hleypidóma. „Lebensraum“ og Úkraína Evrópumál Haukur Hauksson magister í alþjóðamál- um og fararstjóri Costa del Sol Stökktu til 28. ágúst 10 nátta ferð - ótrúlegt verð! Heimsferðir bjóða frábær tilboð á allra síðustu sætunum í ágúst til eins allra vinsælasta sólaráfangastaðar Íslendinga, Costa del Sol. Gríptu þetta einstaka tækifæri til þess að komast í sólina! Frá kr. 64.900 í 10 nætur Netverð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára í herbergi/ stúdíó/íbúð. Verð m.v. 2 í herbergi/stúdíó kr. 69.900. Stökktu tilboð 28. ágúst í 10 nætur. Frá kr. 77.900 í 10 nætur með hálfu fæði Netverð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára í herbergi/ stúdíó/íbúð með hálfu fæði. Verð m.v. 2 fullorðna og 1 barn kr. 82.900. Verð m.v. 2 í herbergi/stúdíó með hálfu fæði kr. 91.900. Stökktu tilboð 28. ágúst í 10 nætur. Frá kr. 94.900 í 10 nætur með “öllu inniföldu” Netverð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára í herbergi/ stúdíó/íbúð með “öllu inniföldu”. Verð m.v. 2 í herbergi/stúdíó með “öllu inniföldu” kr. 109.900. Stökktu tilboð 28. ágúst í 10 nætur. Gríptu tækifærið – Bókaðu strax! Ath. takmarkaður fjöldi sæta og gistingar í boði – verð getur hækkað án fyrirvara!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.