Fréttablaðið - 19.08.2010, Side 26

Fréttablaðið - 19.08.2010, Side 26
26 19. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR timamot@frettabladid.is BILL CLINTON FYRRVERANDI BANDA- RÍKJAFORSETI ER 64 ÁRA „Ég kunni því óskaplega vel að vera forseti og mun virkilega sakna starfsins. Ég er ekki viss um að nokkur í þessu embætti hafi haft á því jafn miklar mætur eða þótt eins gaman og mér.“ Bandaríski lögfræðingurinn William Jefferson Clinton var kjörinn 42. for- seti Bandaríkjanna 1993 og gegndi embættinu til 2001. MERKISATBURÐIR 1959 Morgunblaðið birtir fyrstu símsendu fréttamyndirn- ar frá landsleik Dana og Íslendinga deginum áður. 1963 Sæsími sem tengir Ísland við Nýfundnaland tekinn í notkun. 1964 Bítlamyndin A Hard Days Night frumsýnd í Tónabíói og slær öll sýningarmet. 1993 Íslenskir togarar hefja veiðar utan 200 mílna í Smugunni í Barentshafi. 1993 Shimon Peres utanríkis- ráðherra Ísraels kemur í opinbera heimsókn til Ís- lands. 1993 Leikararnir Kim Basinger og Alec Baldwin ganga í hjónaband. „Það var Skáksamband Íslands sem fyrst stóð að Borgarskákmótinu í til- efni 200 ára afmælis Reykjavíkurborg- ar 1986, en síðastliðin fimmtán ár hafa Taflfélag Reykjavíkur og Taflfélagið Hellir haldið mótið í samstarfi,“ segir Vigfús Óðinn Vigfússon, formaður Skákfélagsins Hellis, um mótið sem sett verður í 25. sinn í Ráðhúsi Reykja- víkur í dag klukkan 16, en mótið setur borgarstjórinn Jón Gnarr. Þetta rótgróna skákmót var upphaf- lega haldið undir berum himni í Lækj- argötunni. „Það fyrirkomulag gekk ágætlega fyrstu árin, eða þar til menn fóru að hreppa vonskuveður. Þá fengu þeir þá snjöllu hugmynd að færa mótið inn í Ráðhúsið, sem var gæfuspor,“ segir Vigfús. Hann bætir við að þátt- takendur séu allt að 90 talsins, á aldr- inum 7 til 80 ára. „Borgarskákmótið er firnasterkt hraðkákmót og það opna skákmót sem flestir mæta á. Jafnan mæta til leiks margir af sterkustu skákmönnum þjóð- arinnar og athyglisvert að allir sem sigrað hafa mótið eru nú ýmist stór- meistarar eða alþjóðlegir meistarar.“ Að sögn Vigfúsar hefur skákin verið á uppleið undanfarið, en það helst í hendur við slæmt efnahagsástand. „Mörg börn og unglingar eru nú farin að tefla, en þau byrja oftast í skólanum og færa sig yfir í félög- in þegar áhuginn vex. Töfrar þessar- ar hugaríþróttar felast í glímunni við andstæðinginn, en það geta allir lært að tefla. Það eina sem virkilega þarf er áhugi og ástundun, sem og hæfileiki til að reiknað fram í tímann og sjá fyrir næstu leiki andstæðingsins. Þá er gott minni nauðsynlegt veganesti, en skák getur hjálpað börnum að hugsa rökrétt í skóla og hafa foreldrar vottað að allt komi þetta á sama tíma; skólinn fari upp á við þegar skákin fari upp á við, en að tefla þjálfar bæði huga og ein- beitingu,“ segir Vigfús sem kallar eftir fleiri konum að skákborðinu. „Skákmenn eru fjölbreyttur hópur en það vantar að konur taki meiri þátt. En jafnvel þótt menn sitji rólegir við taflborðið er skákin að sumu leyti bar- dagi og þar hugsa stelpur og strákar ekki eins. Það sér maður vel í yngstu flokkunum þegar strákar grípa fljótt út á hvað skákin gengur, að drepa kallana hjá hinum og máta, meðan stelpurnar leika sér meira með kallana fram og til baka og skeyta litlu um að drepa drottningu, riddara og kóng hjá and- stæðing sínum.“ Tölvur draga saman andstæðinga á Borgarskákmótinu, sem þýðir að börn og fullorðnir lendi saman sem andstæð- ingar. „Það þykir mörgum ánægjulegt, en þegar fullorðnir tapa fyrir börnum verður það ekki eins gott. Því getur bæði orðið áfangi fyrir barn að vinna fullorðinn andstæðing, en einnig dýr- mæt lexía fyrir fullorðinn skákmann að tapa fyrir barni.“ thordis@frettabladid.is BORGARSKÁKMÓTIÐ: HEFST Í RÁÐHÚSI REYKJAVÍKUR Í 25. SINN Í DAG Rólegheita skák er bardagi TEFLT VIÐ TJÖRNINA Hér tekur Vigfús Óðinn Vigfússon, formaður Skákfélagsins Hellis, eina skák við húsvörð Ráðhússins í Reykjavík, en þar fer Borgarskákmótið fram í dag ofan í gryfjunni þar sem stóra Íslandslíkanið víkur fyrir taflborðum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og fyrrverandi eiginmaður, Eiríkur Ólafsson fyrrverandi skipstjóri, lést laugardaginn 14. ágúst. Jarðarförin mun fara fram í kyrrþey. Elvar J. Eiríksson Birgit Eriksen Sigríður R. Eiríksdóttir Halldóra Eiríksdóttir Þór Sigfússon Hafdís Jóhannesdóttir barnabörn og langafabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vinsemd við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Þórs Jakobssonar Framnesvegi 6, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Landspítalans við Hringbraut. Ásta Þórsdóttir Knútur Benediktsson Guðný Þórsdóttir Tryggvi Már Valdimarsson Þóra Margrét Þórsdóttir Jón Eiríkur Rafnsson barnabörn og langafabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát okkar ástkæru móður, tengdamóður og ömmu Rósu Bjargar Karlsdóttur Vesturgötu 69, Reykjavík. Ragnar Hjartarson Karl Ásbjörn Hjartarson Elísabet S. Valdimarsdóttir Daníel Andri Karlsson Telma Rós Karlsdóttir 85 ára afmæli Rakel Guðbjörg Magnúsdóttir frá Dal við Múlaveg (Laugardal, Reykjavík) er 85 ára í dag (fæddist 19. ágúst 1925). Rakel mun fagna tímamótunum um helgina, ásamt sínum nánustu, en afkomendur hennar eru orðnir 80. Hún vann við matreiðslu, saumaskap, saumaði m.a. nokkra „Presley galla“ og hin síðari ár hefur hún stytt sér stundir við að mála landslagsmyndir og saumað föt á yngstu afkomendur sína. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og vinur, Addý Jóna Guðjónsdóttir frá Vestmannaeyjum, Lækjasmára 6 Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut 12. ágúst. Jarðsett verður frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 28. ágúst kl. 12. Marta Guðjóns Jónas Þór Hreinsson Sigfríð Gerður Hallgrímsdóttir Sæþór Árni Hallgrímsson Ingibjörg Guðjónsdóttir Berglind Halla Hallgrímsdóttir Jón Hermannsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, Sigríður Pálsdóttir, áður til heimilis að Boðahlein 24 í Garðabæ, lést mánudaginn 16. ágúst í Hrafnistu, Hafnarfirði. Útför hennar fer fram mánudaginn 30. ágúst kl. 15 frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Guðjón Tómasson og Þuríður Hanna Gísladóttir Valdimar Tómasson og Guðrún Júlíusdóttir Guðrún Sólborg Tómasdótir og Sigurður Sumarliðason Sigrún Laufey Baldvinsdóttir. Alþingismenn stofnuðu Hið íslenska þjóðvinafélag fyrir 139 árum, en markmið þess var að halda uppi réttindum Íslendinga, efla samheldni og stuðla að framförum lands og þjóðar á sem flestum sviðum. Fyrsti forseti félagsins var Jón Sigurðsson, en alls hafa fimmtán menn gegnt embætti forseta félagsins frá upphafi. Með tímanum varð útgáfa meginviðfangsefni félagsins sem hóf að gefa út tímaritið Andvara árið 1874, en það hefur komið út árlega síðan, ef frá eru talin árin 1878 og 1892. Árið 1875 gaf svo félagið fyrst út Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags sem naut strax mikilla vinsælda og hefur komið út á ári hverju síðan. Alman- akið var sett saman af Íslandsalmanaki háskólans í Kaupmanna- höfn og ýmsu öðru efni til gagns og fróðleiks fyrir alþýðu manna. Frá 1923 færðist útgáfa og útreikningar almanaksins til Íslands og hefur verið svo síðan, en dr. Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræð- ingur hefur séð um útreikninga almanaksins frá 1964. Heimild: thjodvinafelagid.is ÞETTA GERÐIST: 19. ÁGÚST 1871 Hið íslenska þjóðvinafélag stofnað ANDVARI FRÁ ÁRINU 2006

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.