Fréttablaðið - 19.08.2010, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 19.08.2010, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 19. ágúst 2010 3 Löngum hefur farið illt orð af tískuheiminum. Ungar stúlkur oft lent milli handanna á mis- jöfnum pappírum sem þeim lofa öllu fögru. Kampavín oft flæðandi út í eitt og eiturlyf á allra vörum. En spurningin er hvort tískuheimurinn er eins mannskemmandi og sumir vilja meina og janvel lífshættulegur. Í það minnsta hefur alda sjálfs- víga undanfarin misseri vakið nokkra athygli, bæði í hópi fyr- irsætna og jafnvel hjá hönnuð- um og nægir þar að nefna Alex- ander McQueen sem dæmi en hann batt enda á líf sitt í febrú- ar á þessu ári. Rithöfundurinn Ann Scott segir frá því í tímariti hvernig hún hafi upplifað frá- fall bæði McQueen og svo kór- esku fyrirsætunnar Daul Kim en bæði voru í hennar vinahópi. Að sögn Ann Scott var Daul Kim í senn bæði elskuð og hötuð í heimalandi sínu og gat ekki farið út án þess að verða fyrir móðg- unum og jafnvel aðkasti í hvert skipti sem hún skipti um hárlit eða annað þess háttar. Hún vissi því aldrei í hvorn fótinn hún átti að stíga og gat ekki með nokkru móti skilið hvers vegna henni gekk svo vel í fyrirsætubransan- um. Þetta varð að krónískri van- líðan og vanmáttarkennd sem endaði með ósköpum. Isabellu Blow er ekki hægt að setja í hóp hinna fyrrnefndu þar sem hún þjáðist af krabba- meini þegar hún stytti sér aldur. Reyndar hafði hún verið þung- lynd og gert nokkrar tilraunir áður og því hægt að spyrja hvort tengsl séu á milli þunglyndis hennar og tískunnar. Þessi ótrú- lega litríka manneskja af bresk- um aðalsættum var um tíma Pygmalion margra ungra hönn- uða í Lundúnatískunni. Isabella skrifaði fyrir ekki ómerkara tímarit en Vogue á sama tíma og hin eina sanna Anna Wintour sem minnist hennar fyrir ótrú- lega búninga í vinnunni. Isabella Blow átti mikinn þá í að koma Alexander McQueen á framfæri með því að kaupa af honum og koma þannig fatnaði hans í tísku- blöðin. Eftir fráfall hennar átti McQueen erfitt með að ná sér upp úr þunglyndinu en í byrjun febrúar missti hann móður sína og tveimur vikum seinna gafst hann sjálfur upp á lífinu. Ann Scott segir bæði Daul Kim og Alexander McQueen hafa verið mótsagnir í tísku- heiminu, eins konar andhetj- ur, Kim allt annað en „topp- módel“ og allt sem McQueen gerði líkt og að hrækja framan í tískuiðnaðinn þar sem öllum er sama um alla. Umboðsmönn- um er nákvæmlega sama þótt fyrirsæturnar séu að niðurlot- um komnar og gangi fyrir fæðu- bótarefnum. Hönnuðunum er oft- ast sama um allt nema sjálfa sig og ímynd sína. Spurning hvort rithöfundurinn hafi rétt fyrir sér, að utangarðsfólki sé tísku- heimurinn beinlínis hættuleg- ur og geri á endanum út af við þetta fólk svo það endi með því að þagga niður í sjálfu sér. bergb75@free.fr Útlagar í tískuheimi ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Fimmtán ára fegurðardrottning frá Nýja-Sjálandi litaði hár sitt brúnt og var í kjölfarið svipt krúnunni. Mál hinnar fimmtán ára Oliviu O’Neil hefur vakið nokkra athygli. Hún var fyrir þremur mánuðum kostin ungfrú Teen Wanganui og nýlega lét hún lita hár sitt brúnt og setti mynd af hinu nýja útliti á Facebook. Yfirmaður keppninnar Barbara Osborne brást harkalega við þegar hún sá myndina og skrif- aði athugasemdir á síðu unglings- stúlkunnar. „Er þetta hárkolla? Ég vona það, ekki láta mig fá hjarta- áfall,“ skrifaði hún. Þegar stúlk- an sannfærði hana um að ekki væri um kollu að ræða sagði frú Osborne að hún yrði að velja milli titilsins og háralitsins. Niðurstaðan varð sú að Olivia O’Neil var svipt titlinum þar sem hún hefði ekki haldið sama útliti og hún var með þegar hún var kosin. Þess má þó geta að brúni liturinn er upprunalegur litur á hári Oli- viu. - sg Svipt titlinum fyrir að lita hárið á sér aftur brúnt Olivia O’Neil Hin árlega vortískuvika í Mel- bourne í Ástralíu virðist ætla að verða sú stærsta hingað til. Sýning David Jones-verslunar- keðjunnar, sem er önnur stærsta deildarskipta verslun Ástralíu, gekk vel en hún fór fram í þar- síðustu viku. Ekki var nema einn dagur liðinn frá því að verslun- arkeðjunni var stefnt af fyrrver- andi auglýsingastjóra keðjunnar fyrir kynferðislega áreitni eins af fyrrverandi stjórnendum fyr- irtækisins. Einn af hönnuðum verslunar- keðjunnar, Alex Perry, sagði að tískan myndi verða í brennidepli á sýning- unni þrátt fyrir ásakan- ir auglýsingastjórans fyrrverandi. Virð- ist það hafa tekist. Á sýningunni voru kjólar með pífum, slaufum og dopp- um áberandi og ljósbrúnir, hvítir og rauðir litir. Andlit tísku- vikunnar í ár er ástralska fyr- irsætan Lucy McIntosh sem mun opna og loka sýning- um hönnuða. Tískuvikan stendur frá 30. ágúst til 5. september. - mmf Hneyksli í Ástralíu Demantar eru varanlegir, en þeir þurfa samt á réttri umönnun að halda. Þeir geta orðið kámugir og óhreinindi og ryk sest á þá. Ilmvatn, púður, sápa og náttúruleg húð- fita setjast á demantana og draga úr ljóma þeirra. Hreinir demant- ar skína, vegna þess að ljósið kemst óhindrað inn í steininn og endurkastast út í leiftrandi ljóma. Til þess að njóta sín þannig til fullnustu þurfa þeir aðeins dálitla umhyggju. demantar.is Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is Viltu ná kjörþyngd og komast í form? TT námskeiðin okkar sívinsælu, frá toppi til táar, miðast við að veita konum leiðsögn um lífshætti sem skila árangri. Þau byggjast á áralangri reynslu og fela í sér leiðbeiningar um mataræði, líkamsbeitingu, fundi, vigtun og mælingar. TT námskeiðin standa yfir í sex vikur. Þrjá tíma í viku er stunduð markviss líkamsrækt sem eflir þol og styrk og tekur mið af einstaklingsbundinni getu. Vigtað er í hverjum tíma og mælingar gerðar þrisvar á tímabilinu. Fundur er haldinn einu sinni í viku. Við veitum persónulega þjónustu í notalegu umhverfi þar sem algjör trúnaður ríkir. Velkomin í okkar hóp! TT tímar í boði: 6:15 A mánu-, miðviku- og föstudagar 7:20 C mánu-, miðviku- og föstudagar 10:15 D mánu-, miðviku- og föstudagar Barnapössun 12:05 F mánu-, miðviku- og föstudagar Barnapössun 14:20 G mánu-, miðviku- og föstudagar 16:40 H mánu-, miðviku- og föstudagar Barnapössun 17:40 I mánu- og þriðjud, fimmtud 18:25 Barnapössun 18:40 J mánud, - miðvikud 19:25 og lau 8:30 18:25 TT3 Mánu- og miðvikud - (16-25 ára) Námskeið hefjast 23. ágúst. Fundur fyrir alla flokka sunnudaginn 22. ágúst kl. 16:00 og 17:00. Námskeiðum fylgir frjáls mæting í tækjasal! E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Innritun í fullum gangi! Sími 581 3730 telpurS onuK r Staðurinn - Ræktin fullbókað fullbókað örfá pláss örfá pláss örfá pláss örfá pláss örfá pláss fullbókað fullbókað HAUST-VÖRUR NÝJAR 20% kynningar- afsláttur • Skokkar st. 38–50 • Mussur • Peysur • Kápur • Buxur Ótrúlegt úrval
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.