Fréttablaðið - 19.08.2010, Page 30

Fréttablaðið - 19.08.2010, Page 30
 19. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR4 Það er varla ofsögum sagt að Íslendingar séu sjúkir í H&M og noti flestir tækifærið til að fata sig og fjölskylduna upp þegar þeir bregða sér út fyrir landsteinana. Eftir að kreppan skall á er eitthvað minna um utanlandsferðir og hafa margir því tekið barnafataverslun- inni Emil og Línu fagnandi en þar er að finna barna- og meðgöngu- fatnað frá H&M, Lindex, Kappahl og fleiri verslunum í Svíþjóð. Við- skiptafræðingurinn Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, sem er búsett í Halmstad í Svíþjóð, stendur að baki versluninni. „Við fjölskyldan fluttum til Sví- þjóðar sumarið 2009 þar sem mað- urinn minn, Albert Þór Magn- ússon, fékk vinnu sem kennari í markaðsfræði við háskólann í Halmstad. Ég var í fæðingaror- lofi í vetur en með vorinu var ég farin að svipast um eftir vinnu. Hugmyndin kviknaði þegar ég sá hversu mikið úrval er af fallegum og ódýrum barnafötum í Svíþjóð. Mig langaði að finna leið til þess að íslenskar fjölskyldur gætu notið þess að klæða börnin sín í sams konar föt án þess að borga mikið fyrir.“ Lóa kaupir fötin beint út úr búð og selur þau á Face- book. „Ég reyni að hafa yfirbygginguna eins litla og mögulegt er til að geta haldið verðinu í lágmarki. Verðið á síð- unni er endanlegt. Það miðast við að búið sé að leggja virðisaukaskatt, toll, sendingarkostn- að og eigin álagningu á vöruna,“ útskýr- ir Lóa. Hún segir há aðflutnings- gjöld eiga sinn þátt í því að H&M skuli ekki opna á Íslandi. „Ég hugsa að þeir gætu ekki boðið mikið lægra verð en ég, enda þyrftu þeir að borga bæði starfsmanna- kostnað og húsaleigu að auki. Lóa er með annan fót- inn á Selfossi þar sem hún og maðurinn hennar bjuggu áður en þau fluttu til Svíþjóðar. Hún hefur boðið upp á heimakynn- ingar víða á Suðurlandi og annars staðar á landsbyggð- inni í sumar. „Þær hafa gef- ist afar vel og með þeim hef ég fengið betri tilfinningu fyrir því hvað það er sem fólk er að sækjast eftir,“ segir Lóa sem kemur til með að bjóða sams konar kynning- ar í vetur auk þess sem hún er þegar farin að bóka jóla- gjafakynningar. En stend- ur til að bjóða upp á fleira en barna- og meðgöngu- föt? „Ég fæ þessa spurn- ingu á hverri kynningu og getur meira en vel verið að ég fari að bjóða upp á föt á fullorðna og jafnvel einhverja heimil- ismuni.“ Lóa segist nýlega vera búin að skipta um flutningsaðila. „Til að byrja með var afhending- artíminn allt upp í fjórar vikur en nú get ég oftast lofað í kringum tveggja vikna bið.“ vera@frettabladid.is Eftirsótt föt til Íslands Íslendingar sækja grimmt í barnaföt frá sænskum verslunum á borð við H&M og Lindex. Viðskiptafræð- ingurinn Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir selur valdar flíkur á Facebook við góðar undirtektir. Lóa segir Emil og Línu orðið að litlu fjölskyldufyrirtæki þar sem allir hafa sitt hlutverk. Mamman og pabbinn sjá um reksturinn, Daníel (til vinstri) er álitsgjafi og Magnús Valur módel. Skór hafa, líkt og annar fatnaður, í gegnum tíðina gjarnan verið notaðir til að endur- spegla auðlegð og vald. Og líkt og á öðrum sviðum tísk- unnar hafa óþægindi, þvinganir og heilsu- spillandi hönnun eink- um sést í skófatnaði kvenna – allt til að þjóna duttlung- um tísk- unnar. Tíska aldanna Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447 Föstudaga NÝ SENDING FRÁ telpurS onuK r Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 jsb@jsb.is • www.jsb.is E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra f í s k h ö n n u n STOTT PILATES er krefjandi æfingakerfi og frábær leið til að: l Móta líkamann, bæta líkamsvitund og líkamsstöðu. l Lengja vöðva og styrkja sérstaklega djúpvöðva maga og baks. l Losa spennu, auka liðleika og bæta jafnvægi milli vöðvahópa. l Losa um bakverki og hjálpa til við samhæfingu svo fátt eitt sé nefnt. Kennt er 2x í viku í 6 vikur. Byrjendahópur: Mánu- og miðvikudaga kl 10:30. Framhaldshópur: Þriðju- og fimmtudaga kl 16:30. Kennari: Agnes Amalía Kristjónsdóttir. Byrjenda- og framhaldsnámskeið. Verð kr. 19.900. Æfingakerfi byggt á pilatesæfingum Joseph Pilates. Barnagæsla - Leikland JSB Staðurinn - Ræktin Velkomin í okkar hóp! STOTT PILATES Innritun hafin! Sími 581 3730 Frjáls aðgangur að opna kerfinu og tækjasal Haustnámskeið hefjast 23. ágúst Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 Akureyri: Hofsbót 4, s: 462 3504

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.