Fréttablaðið - 19.08.2010, Qupperneq 36
19. ÁGÚST 2010 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● menningarnótt
Sjóminjasafnið Víkin og
Bryggjan kaffihús standa fyrir
fjölskylduhátíð á Grandanum
á laugardaginn frá klukkan
13 í samstarfi við Verbúðirnar.
Þar getur barnafólkið fengið
sér kaffi á bryggjunni meðan
börnin hoppa í köstulum.
„Það verður karnivalstemning hjá
okkur. Við ákváðum að höfða til
fjölskyldufólksins og leyfa börnun-
um að leika sér hjá okkur,“ segir
Petra Dís Magnúsdóttir um dag-
skrána sem búið er að skipuleggja
á Grandanum á menningarnótt.
Hún sér um kaffihúsið Bryggj-
una ásamt Sigríði Guðlaugsdótt-
ur sem reyndar er aðalmatmóð-
irin á staðnum. Kaffihúsið er til-
tölulega nýlega opnað og er eitt af
fáum hér á landi sem er staðsett á
bryggju. Þar er hægt að sitja bæði
úti og inni og pláss er fyrir um 200
manns.
Petra Dís getur þess að Verbúð-
irnar með galleríum og vinnustof-
um listamanna verði opnar. „Þar
verður meðal annars myndlist-
arsýning barna frá Hátíð hafs-
ins,“ segir hún og telur upp ýmis-
legt fleira spennandi í boði fyrir
börnin í kringum Bryggjuna. „Hér
verða fjórir hoppkastalar úti fyrir,
rennibrautir og spennandi róla
yfir sjóinn,“ lýsir hún og fullyrðir
að fyllsta öryggis verði gætt enda
sjái björgunarsveitir um það.
Kórar frá Lettlandi, Litháen og
Finnlandi koma fram á Bryggj-
unni með klukkutíma millibili
og Hljómsveitin The Way Down
spilar þar klukkan 17. Sjóminja-
safnið verður að sjálfsögðu opið
og líka varðskipið Óðinn. Þá má
ekki gleymast að geta heljarinnar
harmonikuballs í verbúð númer 17.
Ballið hefst klukkan 20 og stendur
til 22 og að sögn Petru Dísar verð-
ur það erlendur harmonikusnill-
ingur sem þenur dragspilið.
En hvað ætlar Petra Dís sjálf
að bjóða upp á með kaffinu? Við
verðum með smurbrauð, vöfflur
og pönnukökur og kaffi,“ lofar hún
og getur þess líka að Bryggjan sé
flottur staður til að virða fyrir sér
flugeldasýninguna. „Við erum með
svo skemmtilegt útsýni yfir höfn-
ina,“ tekur hún fram að lokum.
- gun
Karnivalstemning á Granda
Sigríður Guðlaugsdóttir og Petra Dís Magnúsdóttir með kaffihúsið Bryggjuna og Sjóminjasafnið Grandagarði í baksýn. Þaðan er
skemmtilegt útsýni yfir höfnina og þar með flugeldasýninguna á menningarnótt. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Skotturnar, regnhlífarsamtök
kvennahreyfingarinnar á
Íslandi, standa fyrir uppákom-
um í kvennafrítjaldi á Austur-
velli frá klukkan 13 til 23.
Ætlunin er að skemmta gestum
menningarnætur en einnig að vekja
athygli á sjálfum kvennafrídegin-
um sem haldinn verður sunnudag-
inn 24. október. En þá fer fram al-
þjóðleg ráðstefna í Reykjavík undir
yfirskriftinni Konur gegn kyn-
bundnu ofbeldi.
Dagskráin í kvennafrítjaldinu
hefst klukkan 13 þegar Guðrún
Jónsdóttir, stjórnarformaður Skott-
anna, kynnir Skotturnar og kvenna-
frídaginn. Leikkonan Eline Mckay
les upp úr Þórubókunum og nýkjör-
in Besta fjallkonan 2010, Ólöf Ing-
ólfsdóttir, les ljóð í fullum skrúða.
Ýmis tónlistaratriði vera í boði.
Á meðal þeirra sem koma fram eru
Þórunn Lárusdóttir, Sigríður Eyrún
Friðriksdóttir og Þórunn Antonía.
Klukkan 20 verður flutt brot úr ein-
leiknum MAMMA – ÉG eftir Lilju
Katrínu Gunnarsdóttur og klukk-
an 21 munu 3 Raddir og Beatur
skemmta gestum.
Skotturnar standa einnig fyrir
söfnun á gömlum snyrtivörum sem
konur geta komið með, en listamenn
munu útbúa úr þeim listaverk sem
kynnt verður á kvennafrídaginn í
október. - sg
Hitað upp fyrir kvennafrídaginn
Bryndís Bjarnason og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir rithöfundur á Austurvelli þar sem
hitað verður upp fyrir kvennafrídaginn á menningarnótt með ýmsum uppákomum.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
2:1
í tilefni
Menningarnætur
SJÓ-
STANGVEIÐI
Bjóðum einnig upp á sjóstangveiði,
þú getur grillað um borð eða tekið
veiðina með heim.
ALLA DAGA
kl. 18
Puffin Express / Gömlu höfninni / Reykjavík / 892 0099
2 fyrir 1 alla helgina!
HVALA-
SKOÐUN
3 FERÐIR
DAGLEGA
Kl. 10, 14 og 17
NASA
TÓNLISTARHÁTÍÐ
Föstudag 20. Ágúst kl. 21 – 02
Húsið opnar kl. 9
Happy Hour til kl. 10
Íslenska söngkonan STÍNA AUGUST
Elektro Rokk Pop Hljómsveitin N I S T A
Jasstríó Bjössa Thor
Sérstakur gestur kvöldsins:
JóhannG
JAM SESSION
Stína og JóhannG árita nýjustu útgáfur sínar:
Concrete World og JohannG In English sem
verða til sölu á staðnum
JASS, BLÚS, ELEKTRO, POP, ROKK!
Upptaktur fyrir Jasshátíð og Menningarnótt!
Aðgangur aðeins kr. 1000
Nú er tækifæri til að sletta úr klaufunum