Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.08.2010, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 19.08.2010, Qupperneq 38
 19. ÁGÚST 2010 FIMMTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● menningarnótt Vodafone fjármagnar flugelda- sýninguna á menningarnótt í ár og tekur þar með við af Orku- veitu Reykjavíkur sem hefur gert það hingað til. Fjárhagserfiðleik- ar Orkuveitunnar urðu til þess að leitað var á ný mið. „Við fengum þetta tækifæri í hendurnar og ákváðum að slá til enda lítum við á flugeldasýning- una sem hápunkt menningarnæt- ur,“ segir Hrannar Pétursson, upp- lýsingafulltrúi Vodafone. Hann segir ánægjulegt að geta tekið þátt í menningarnótt með jafn vegleg- um hætti. Framkvæmd flugelda- sýningarinnar er í höndum Hjálp- arsveitar skáta í Reykjavík og á Hrannar von á því að hún verði með svipuðu sniði og áður. „Fram- kvæmdin hefur verið með miklum myndarbrag síðustu ár og er engin ástæða til að breyta henni.“ Hrannar segir sýninguna kosta í kringum þrjár milljónir. „Það jafn- gildir um þrjátíu krónum á hvern viðskiptavin okkar. Ef við mynd- um senda hverjum og einum bréf og þakka fyrir viðskiptin myndi það ekki duga fyrir frímerkjunum. Það er líka miklu skemmtilegra að gera eitthvað þessu líkt auk þess sem við fáum tækifæri til að láta gott af okkur leiða enda geta allir gestir menningarnætur notið með. - ve Vodafone tekur við Flugeldasýningin á menningarnótt verður í boði Vodafone að þessu sinni en hún hefur hingað til verið kostuð af Orkuveitu Reykjavíkur. ● MORGUNTÓNLEIKAR UMBOÐSMANNS BARNA „Við tökum daginn snemma og bjóðum á morguntónleika flautu- hópsins Kósí klukkan 11.30 í húsa- kynnum okkar við Laugaveg 13, en Kósí samanstendur af átta stúlkum á aldrinum 13 til 18 ára sem allar hafa lagt stund á þverflautuleik hjá Tón- skóla Kópavogs og Tónskóla Sigur- sveins frá barnæsku,“ segir Eðvald Einar Stefánsson, sérfræðingur hjá Umboðsmanni barna, sem í fyrra tók þátt í menningarnótt í fyrsta sinn. „Við höldum ótrauð áfram með gleði í hjarta og höldum menningu barna og unglinga á lofti því þeirra list þarf að koma á framfæri. Á veggjum sýnum við myndlist barna sem tóku þátt í verkefninu „Hvernig er að vera barn á Íslandi?“ og klukkan 12.30 stígur trúbadorinn Jóhann Auðunn Þorsteinsson á stokk með gítarinn og lofar góðri skemmtun, en hann keppti meðal annars fyrir Tækniskólans hönd í Söngkeppni framhaldsskólanna,“ segir Eðvald og bætir við að markmið stofnunarinnar með þátttöku í menningarnótt sé að vekja athygli landsmanna á staðsetningu hennar við Laugaveg. „Við viljum sýna fólki hvar við erum svo allir geti komið óhikað því við viljum taka á móti öllum þeim sem þurfa á aðstoð okkar að halda.“ - þlg Eðvald Einar Stefánsson með fagurt listaverk barns í baksýn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Nýstárleg heimagerð barna- leikföng verða til sýnis hjá mynd listarkonunni Stellu Sig- urgeirsdóttur á laugardaginn. Stella heldur upp á tíu ára vinnu- stofuafmæli milli klukkan eitt og fjögur á laugardaginn. Hún selur líka grafík og málverk á spottprís. Vinnustofan er í kjallara á Hverf- isgötu 50, nánar tiltekið á horni Hverfisgötu og Vatnsstígs. „Þetta eru tréeldavélar sem eru búnar til úr gömlum stólum og engar tvær eru alveg eins,“ segir Stella glaðlega þegar hún er spurð út í barnaleikföngin sem hún verð- ur með á vinnustofunni. Þarna er um fjölnotahlut að ræða því eins og hún bendir á er hægt að nota elda- vélarnar sem kolla til að stíga upp á, náttborð eða aðra hirslu og sæti að grípa til ef aukagest ber að garði. Hún lýsir líka töfragripum sem hún kveðst gera úr trérimlagardínum. „Ég tek þær sundur og hnýti svo saman á vissan hátt með silkiborð- um. Það er ekkert ýkja flókið ferli en þó alls ekki fyrirhafnarlítið. Oft er svo löng leið að einhverju sem er einfalt en skemmtilegt.“ Stella er þekkt fyrir fjölbreytta list sína en hefur ekki verið með opna vinnustofu áður á menningar- nótt. „Það er smáafmæli og því datt mér í hug að leyfa fólki að sjá það sem ég hef verið að fást við upp á síðkastið,“ segir hún sposk og lýsir nánar hvernig það kom til að hún fór að smíða leikföng. „Þetta er eitthvað sem æxlaðist svona af því ég var sjálf að leita að tréeldavél handa dóttur minni og fann enga svo það endaði með því að ég bjó hana til sjálf úr gömlum stól. Þetta uppátæki spurðist út og ég fór að gera fleiri eldavélar eftir pöntun- um. Þannig byrjaði þetta nú.“ Svo verður listaverkasala í gangi líka. „Mér finnst vera kominn tími á endurnýjun því á tíu árum ger- ist ýmislegt. Því ætla ég að selja gömul grafík- og málverk á góðu verði. Eitthvað sem hefur safnast upp í gegnum tíðina. Það er svona nett tiltekt í gangi.“ - gun Smíðar fjölnotagripi upp úr gömlum stólum Forvitnileg endurvinnsla er í gangi á vinnustofunni hjá Stellu sem verður opin milli eitt og fjögur á laugardag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ● MEÐ BER BÖK UM BORGINA Hjólreiðafólk mun fara í lest um miðborgina á menningarnótt. „Við viljum vekja athygli á hjólreiðum sem jákvæðum valkosti bæði fyrir umhverfið og pyngjuna. Svo eru þær góðar fyrir and- lega og líkamlega heilsu því þær veita frelsistilfinningu og gleði,“ segir Morten Lange á fallegri íslensku þó norsk- ur sé að uppruna. Hann eignar Þóru Bryndísi Þórisdóttur heiðurinn af að hafa komið hjólreiðaátakinu af stað. En hvaðan verður lagt upp í lestarferðina? „Við ætlum að hittast bak við Kjarvalsstaði og förum þaðan klukkan þrjú,“ segir Morten. „Svo reynum við sennilega að gera eins og í fyrra að þeir sem þora fara úr að ofan og láta skrifa slagorð á bakið á sér „grænn og vænn“ og önnur álíka.“ Morten getur þess líka að Einar Karlsson hjá Höfuðborgarstofu verði með sérstakan bás í Geirsgötunni þar sem hann gefi góð ráð um hvaðeina sem að hjólreiðum snýr og stórt kort til sýnis af hjólastígum á höfuðborgarsvæðinu. -gun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.