Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.08.2010, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 19.08.2010, Qupperneq 56
28 19. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR BAKÞANKAR Charlotte Böving ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Ég er leikhúsmaður (-kona) og vinna mín krefst þess að ég geti sagt sögur. Ekki bara sannar sögur, heldur líka sögur á mörkum sannleikans. Það hefur mér alltaf þótt erfitt. SEM barn var ég feimin og mér datt ekki í hug að segja ósatt. Ég var alveg nógu tauga- trekkt samt. Tilhugsunin ein gerði mig ótta- slegna og mér fannst ég með slíku myndi grafa mína eigin gröf. Þegar ég var tíu ára tók ég meðvitaða ákvörðun um að hætta þessari feimni og vandi mig á að horfa beint í augun á fólki sem ég talaði við. Um svipað leyti fór ég að rannsaka heim lyginnar. Á þeim tíma sagði ég mína fyrstu lygasögu. ÉG var í sumarbústað með vinkonu. Hún var einbirni og mér þótti hún fá allt sem maður mögulega gat óskað sér. Meðal ann- ars var mamma hennar heimavinnandi og hafði alltaf tíma til að baka. Í þetta skipt- ið hafði hún bakað græna bananaköku. Ég átti ekki til orð. Ég kannaðist við venju- legar brúnar bananakökur, en græn var eitthvað alveg nýtt og stórmerkilegt. „HEFURÐU smakkað græna ban- anaköku?” spurði vinkona mín „JÁ“ svaraði ég. „NÚ? Hvenær?“ spurði hún forvitin. „EKKI fyrir svo löngu, heima hjá umsjónar- kennaranum.“ ÞETTA vakti aðdáun hennar. Við vorum öll svo hrifin af umsjónarkennaranum, sem var ung, falleg og góð. Að vera boðið heim til hennar hlaut að vera einstakt. „ÉG sat í eldhúsinu hjá henni og borðaði græna bananaköku með börnunum hennar tveimur … Rosa góð kaka!“ „Á hún börn?“ spurði vinkonan. „JÁ, hún á strák og stelpu,“ svaraði ég brött, „það var svaka kósí.“ „MAMMA,“ kallaði vinkona mín og hljóp til mömmu sinnar, sem sat í stofunni með vinkonu sinni, drakk kaffi úr fínum post- ulínsbolla og borðaði græna bananaköku. „Á Pia, umjónarkennarinn okkar, börn?“ „NEI. Af hverju?“ „LOTTE segir að hún hafi borðað græna bananaköku heima hjá Piu og börnunum hennar tveimur.“ ÞÆR horfðu allar á mig. En nýfundni hæfi- leiki minn að horfa beint í augun á fólki var horfinn. Það var þá sem ég ákvað að sleppa lygum. Sannleikurinn getur aldrei verið verri en það þegar upp kemst um lygina. Sannleikurinn er sagna bestur Fjórða hæð, takk fyrir. Þarftu einhverja hjálp? Taktu þennan, takk kærlega. Ég þarf að sækja drasl. Segðu mér, færðu ekki öll vítamínin sem þú þarft, Zlatan? Nei, þetta er Slade og Smokie á kasettum. Þetta er þungt maður! Það er svo margt í gangi í mínu lífi sem ég skil ekki. Ég er uppfullur af spurningum, efa, ráðleysi og tilfinningum sem ég þarf að tala um. Ef þú vilt hlusta? Kannski. Leyfðu mér að hjálpa þér, ég get þetta! Bað Hannes nokkurn tímann um hjálp með plásturinn? Líf mitt snýst um sjálf- boðavinnu. 1. Matsalur 2. Manchester 3. Snyrtivörur 4. Blekprentarar 5. Barnaföt 6. Heimilistæki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.