Fréttablaðið - 19.08.2010, Qupperneq 70
42 19. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR
sport@frettabladid.is
KÖRFUBOLTI Sigurður Gunnar Þor-
steinsson, miðherjinn öflugi frá
Ísafirði sem hefur spilað með
Keflavík undanfarin fjögur tíma-
bil, hefur sett stefnuna á atvinnu-
mennsku í vetur.
„Ég er ekki kominn með til-
boð eins og er en ég er að vonast
eftir því. Ég er með umboðsmann
á Spáni sem er að leita fyrir mig
að liði á Spáni,“ sagði Sigurður
Gunnar í samtali við Fréttablað-
ið í gær.
„Það er kreppa þar eins og ann-
ars staðar þannig að maður veit
ekki alveg hvernig þetta þróast,“
segir Sigurður Gunnar.
Sigurður Gunnar var með 13,5
stig og 7,8 fráköst að meðaltali á
25,5 mínútum á síðasta tímabili
þar sem hann hjálpaði Keflavíkur-
liðinu að komast alla leið í oddaleik
um Íslandsmeistaratitilinn. Hann
varð Íslandsmeistari með Keflavík
vorið 2008 og átti sitt besta tíma-
bil 2008-09 þar sem hann var með
16,3 stig, 9,7 fráköst og 2,4 varin
skot að meðaltali í leik.
„Ég er með samning við Kefla-
vík í eitt ár til viðbótar en ég má
fara ef það kemur tilboð erlendis
frá,“ segir Ísafjarðartröllið sem
hefur verið í hópi allra bestu mið-
herja deildarinnar undanfarin
tímabil. - óój
Sigurður Gunnar Þorsteinsson vill komast til Spánar:
Vonast eftir tilboði
SIGURÐUR GUNNAR ÞORSTEINSSON
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari kvennaliðs Grindavíkur í Iceland Express
deildinni, segist vera að íhuga það í samráði við forráðamenn félags-
ins að draga liðið úr keppni í vetur.
„Við tökum ákvörðun um það annaðhvort á morgun
eða hinn hvort við sendum lið í keppni,“ segir Jóhann en
þrír lykilleikmenn hafa þegar tilkynnt að þeir verði ekki
með liðinu og það gætu fleiri bæst í þann hóp. Jovana Lilja
Stefánsdóttir er farin út, Ingbjörg Jakobsdóttir ákvað að fara í
Keflavík og Íris Sverrisdóttir ætlar að spila með annaðhvort KR
eða Haukum. „Þetta fór strax af stað í vor að það yrði ekkert
lið og þessi og hin ætluðu að hætta. Þetta er búið að vera
erfitt sumar og við höfum upp á síðkastið fengið hverja frétt-
ina á fætur annarri um leikmenn sem eru á förum frá okkur,”
segir Jóhann en hann segir að það sé búið að gera mikið
fyrir þessa kynslóð í Grindavíkurliðinu sem er nú að yfirgefa
félagið þegar á reynir.
„Þegar kallið kemur og áskorunin kemur, þá þurfa þær
að fara að leita að áskorun einhverstaðar annars staðar,” segir Jóhann
sem hefur ekki getað byrjað æfingar af alvöru vegna allrar óvissunnar
um leikmannamál.
„Þetta kemur við fólk og það kemur með þessu ákveðin uppgjöf.
Sumar hverjar voru jafnvel búnar að gera munnlegt samkomu-
lag en hættu svo við. Þetta eru í raun búin að vera eintóm leið-
indi í allt sumar,” segir Jóhann. Grindavík hefur verið einna liða
duglegast að framleiða leikmenn í kvennakörfunni undanfarin ár.
„Ef það væru bannaðir útlendingar og við værum með okkar
heimastúlkur í okkar liði þá værum við með mjög öflugt lið,“
segir Jóhann sem er ekki alveg hættur.
„Ég er að reyna að styrkja liðið, er að bíða eftir svörum
héðan og þaðan og er að reyna að fá einhverja leikmenn
í staðinn. Ég held að það séu meiri líkur á að liðið verði
með en hitt. Það er algjörlega síðasti kostur að draga liðið
úr keppni,“ segir Jóhann en Grindavík hefur leikið í efstu
deild kvenna allt frá árinu 1986.
JÓHANN ÞÓR ÓLAFSSON, ÞJÁLFARI GRINDAVÍKUR: GÆTI ÞURFT AÐ DRAGA KVENNALIÐ GRINDAVÍKUR ÚR KEPPNI
Þetta eru búin að vera eintóm leiðindi í allt sumar
- sláttuvélar
Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ.
Sími 480-0000 · www.aflvelar.is
- sala
- varahlutir
- þjónusta
FÓTBOLTI Það er fátt sem bendir til
þess að framherjinn ungi Alfreð
Finnbogason verði áfram í herbúð-
um Breiðabliks á næstu leiktíð.
Frammistaða hans í Pepsi-deild-
inni í fyrra, sem og í ár, fer ekki
fram hjá erlendum útsendurum
og allt útlit er fyrir að Breiðablik
muni fá fínan pening fyrir leik-
manninn. Alfreð er einnig hluti af
hinu magnaða U-21 árs liði Íslands
en hann skoraði í leiknum gegn
Þjóðverjum á dögunum.
Fram kom í pólskum fjölmiðl-
um í gær að úrvalsdeildarfélag-
ið Lechi Gdansk væri á höttunum
eftir Alfreð. Þetta staðfesti þjálf-
ari liðsins, Tomasz Kafarski, við
þarlenda fjölmiðla.
Samkvæmt fréttinni er Alfreð
sagður kosta að minnsta kosti 15
milljónir íslenskra króna. Sú tala
getur hæglega hækkað fari svo
að félög sláist um þjónustu leik-
mannsins.
Þetta félag hafnaði í 8. sæti af
16 liðum í pólsku úrvalsdeildinni
í fyrra. Liðið á mjög öfluga stuðn-
ingsmenn og leikur á um 12 þús-
und manna velli í dag. Verið er
að stækka völlinn svo hann taki
44 þúsund manns í sæti en leikið
verður á vellinum á EM 2012.
Stuðningsmenn liðsins eru
þekktir fyrir að hafa barist gegn
kommúnismanum á sínum tíma.
Á heimavelli liðsins má enn sjá
borða með slagorðum gegn komm-
únisma. Þekktasti stuðningsmað-
ur liðsins er líklega Lech Walesa,
fyrrum forseti Póllands.
Alfreð hefur verið einn albesti
leikmaður Íslandsmótsins í ár ef
ekki sá besti. Hann hefur verið
besti leikmaður Blika sem sitja
sem stendur í öðru sæti deildar-
innar. Alfreð er markahæsti leik-
maður Pepsi-deildarinnar með 12
mörk í 16 leikjum.
henry@frettabladid.is
Alfreð orðaður
við lið í Póllandi
Hinn magnaði framherji Breiðabliks, Alfreð
Finnbogason, er undir smásjá margra félaga eftir
magnaða frammistöðu með Blikum í ár og í fyrra.
EFTIRSÓTTUR Pólska félagið Lechi Gdansk er sagt vera til í að greiða 15 milljónir
króna fyrir Alfreð Finnbogason. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTOM
> Margrét Lára æfði í gær
Íslenska kvennalandsliðið fékk góð tíðindi í gær þegar
Margrét Lára Viðarsdóttir kláraði fyrstu æfingu landsliðsins
fyrir Frakkaleikinn mikilvæga. Margrét Lára hefur verið
meidd í nokkurn tíma og lítið æft. Hún spilaði þó í
90 mínútur í síðasta leik Kristianstad. Sveinbjörn
Brandsson, læknir landsliðsins, mun skoða
markvörðinn Þóru B. Helgadóttur í dag
en hún meiddist í upphitun fyrir síðasta
leik síns liðs. Óttast er að hún sé tognuð
á læri. Ekki kemur síðan í ljós fyrr en á
föstudag hvort fyrirliðinn Katrín Jónsdóttir
getur spilað leikinn mikilvæga.
FÓTBOLTI Fimm leikir fóru fram í
umspili Meistaradeildarinnar í
gær en stærsti leikur kvöldsins
var viðureign Werder Bremen og
Sampdoria.
Bremen lék án Mesut Özil en
það truflaði liðið nákvæmlega ekki
neitt því það lék mjög vel og vann
öruggan sigur, 3-1. Mark Pazzini
undir lok leiksins gefur Sampdoria
þó von fyrir síðari leikinn í rimmu
liðanna. - hbg
Umspil Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu:
Bremen í miklu stuði
KALDUR Antonio Cassano sýndi lítið í
gær með Sampdoria. NORDICPHOTOS/GETTY