Fréttablaðið - 11.09.2010, Blaðsíða 16
16 11. september 2010 LAUGARDAGUR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
greinar@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
B
ót, baráttusamtök gegn fátækt í landinu, hélt fjölmenn-
an fund í Ráðhúsi Reykjavíkur í vikunni. Þar kom meðal
annars fram hörð gagnrýni á ríkisstjórnina að hafa ekki
tryggt betur hag bótaþega, aldraðra og öryrkja, sem marg-
ir hverjir búa óumdeilanlega við fátækt og eiga ekki fyrir
brýnustu nauðsynjum.
Umræðan um fátækt lendir stundum á villigötum, einkum og sér í
lagi þegar farið er að ræða um svokallaða hlutfallslega fátækt, en þá
teljast allir fátækir sem eru með minna en t.d. helming af miðgildi
tekna í landinu. Eðli málsins samkvæmt er aldrei hægt að útrýma
fátækt sem er skilgreind svona,
sama hversu rík þjóðin verður.
Nær er að horfa á hvað fólk
þarf sér til lífsviðurværis og
reyna að miða lágmarksbætur
við það. Guðbjartur Hannesson,
verðandi velferðarráðherra, kom
inn á þetta í viðtali hér í blaðinu
fyrir réttri viku og sagði að setja
þyrfti markmið um að tryggja öllum lágmarksframfærslu, þannig
væri hægt að eyða fátækt. Ráðherrann benti hins vegar réttilega á
að það væri ekki einfalt að finna einn framfærslugrunn, því að fólk
lifði mjög ólíku lífi.
Guðbjartur sagði að þetta hefði í raun verið gert þegar lágmarks-
bætur öryrkja voru settar í 180 þúsund krónur, sem væri fyrir ofan
bæði atvinnuleysisbætur og lægstu laun. Það telja margir öryrkjar
samt augljóslega ekki nóg og á borgarafundinum voru nefnd mörg
dæmi af fólki, sem aðeins á fáeina tugi þúsunda eftir þegar greidd
hefur verið húsaleiga og önnur föst útgjöld á mánuði.
Núverandi ríkisstjórn kallar sig stundum norræna velferðarstjórn.
Meðal annars með vísan til þess er hún gagnrýnd fyrir að hafa ekki
tryggt hag aldraðra og öryrkja og séð til þess að lægstu laun dugi
fólki til framfærslu. En hvar á að finna peningana? Ríkissjóður er
rekinn með gífurlegum halla og mörg fyrirtæki í landinu eru í mjög
erfiðri stöðu og hafa takmarkaða möguleika á að borga hærri laun.
Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, skrifaði áhuga-
verða grein í Fréttablaðið í vikunni, þar sem hann segir að í saman-
burði Íslands við önnur norræn ríki sé oft einblínt á velferðarkerfið
og málaflokka, sem tengjast því. „Sjaldnar er talað um að Norður-
löndin byggja í raun á tveimur stoðum, annars vegar á velferðarkerf-
inu og hins vegar á vel skipulögðum og öguðum markaðsbúskap sem
er aflvélin sem knýr áfram velferðarkerfið,“ skrifar Þórður.
Hann bendir á að Ísland sé á eftir frændþjóðunum í þessum efnum.
Pólitísk afskipti af markaðnum leiði til sérlausna og jafnvel upptöku
samninga, sem gerðir hafi verið í góðri trú. Ráðamenn þvælist fyrir
fjárfestingum, til dæmis Magma-málinu og Helguvíkurverkefninu.
Sjávarútvegurinn sé í óvissu vegna endurskoðunar kvótakerfisins.
Gífurleg höft séu á erlendum fjárfestingum og eingöngu meiri í Kína
af 48 löndum, sem voru skoðuð í nýlegri úttekt OECD.
Þetta mætti „norræna velferðarstjórnin“ gjarnan hafa í huga
þegar hún útlistar markmið sín um að eyða fátækt í landinu. Hvorki
laun né bætur munu hækka án þess að hér sé öflugur einkageiri
sem býr við agað rekstrarumhverfi. Þaðan koma verðmætin til að
útrýma fátækt.
Í kosningunum boðaði ríkis-stjórnin að útgerðir og smá-bátasjómenn yrðu sviptir veiðiheimildum í áföngum. Sá
fyrsti átti að koma til framkvæmda
í þessum mánuði. Jafnframt fylgdi
loforð um réttláta endurúthlutun.
Engin skilgreining fylgdi þó í hverju
réttlætið væri fólgið.
Fyrstu breytingar ríkisstjórnar-
innar í átt til þess réttlætis sem hún
ber fyrir brjósti leiddu til mikilla
deilna. Ríkisstjórnin tók þá ákvörð-
un um að halda kerfisbreytingum
áfram í smáum skömmtum eftir fyr-
irmyndum Evrópusambandsríkja en
skipa jafnframt
sáttanefnd með
fulltrúum allra
flokka og hags-
munasamtaka.
Sáttanefndin
skilaði niður-
stöðum í vik-
unni. Þær fela í
sér miklar breyt-
ingar. Mark-
miðin um sjálf-
bæra nýtingu og hagkvæmni eru
grundvöllur þeirra. Frá sjónarhóli
almannahagsmuna ætti það að vera
gott og gilt. Hvað gerist þá?
Formaður sáttanefndarinnar
segir að niðurstaðan sé engin sátt
því að hann hafi ekki haft umboð
til að semja fyrir ríkisstjórn-
ina. Sjávarútvegsráðherra segir
að sáttatillagan geti hugsanlega
komið til skoðunar eins og aðrar
leiðir.
Þingmenn stjórnarflokkanna
keppast við að skýra út fyrir þjóð-
inni að fyrsta verk þeirra verði að
henda sáttinni aftur fyrir sig eins
og þeir séu syndarar á samkomu
hjá Hernum.
Með öðrum orðum: Sáttin fór í
upplausn á fyrsta degi.
Sáttin sett í upplausn
SPOTTIÐ
ÞORSTEINN
PÁLSSON
AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
Hvers vegna er þessi þraut svo þung? Í leit að svari við þessari spurningu er rétt að gæta að því
að hugmyndir manna um réttlæt-
ið eru afar fjölbreytilegar. Þegar
til á að taka rekast margar þeirra
á. Vegna náttúrulegra takmarkana
er ekki unnt að fullnægja öllum
óskum um réttlæti.
Núverandi kerfi er arðsamt og
skattborgararnir þurfa ekki að
styrkja útgerðina eins og í flest-
um ríkjum Evrópusambandsins.
Á kerfinu voru færri göt en eru í
reglum Evrópusambandsríkjanna
og því tiltölulega auðvelt að ná
markmiðinu um sjálfbæra nýtingu.
Minnihluti þjóðarinnar lítur svo á
að þessi atriði þjóni almannahags-
munum og því sé kerfið skynsam-
legt og jafnvel réttlátt.
Stjórnarflokkarnir sjá réttlætið
í öðru ljósi eins og þorri almenn-
ings. Með því að auðlindin er þjóð-
areign felst réttlætið í því að fjölga
bátum, fiskiskipum, sjómönnum,
fiskvinnslustöðvum og fiskverka-
fólki. Ekki er unnt að bera á móti
því að þetta er á sinn hátt réttlátt
fyrir þá sem fá viðbótarstörfin.
Frá öðru sjónarhorni er þetta þó
gæsla sérhagsmuna í þágu þeirra
sem fá þau.
Vandinn er sá að auðlindin er
takmörkuð. Ný fjárfesting og fjölg-
un starfa eykur því ekki heildar-
tekjur en gerir kostnaðinn miklu
meiri. Skattgreiðendurnir, hinir
raunverulegu eigendur auðlind-
arinnar, verða þá að borga brús-
ann fyrir réttlætið eins og í Evr-
ópusambandinu. Þeir eru til sem
finnst það óréttlátt.
Sumir stuðningsmenn Samfylk-
ingarinnar fallast á rök minni-
hluta þjóðarinnar um hagkvæmni
og sjálfbæra nýtingu ef þeir sem
afnotaréttinn hafa greiða skyn-
samlegt gjald fyrir. Sjálfstæðis-
flokkurinn og margir hagsmuna-
aðilar í sjávarútvegi féllust á þetta
sjónarmið í sáttanefndinni og kröf-
una um gleggri afmörkun á nýting-
arréttinum. Niðurstaðan er að því
leyti merkileg.
Þegar gildishlaðin stóryrðin hafa
verið tekin út úr umræðunni blas-
ir við að kjarni deilunnar snýst um
félagsleg markmið fleiri atvinnu-
tækifæra eða kröfur um arðsemi.
Flestir vilja þó ganga bæði í aust-
ur og vestur. Eftir lögmáli nátt-
úrunnar enda þeir með að snúast
í hring. Þess vegna er erfitt að ná
niðurstöðu.
Réttlætið
Ríkisstjórnin bauð til við-ræðna um breiða sátt í sjávarútvegsmálum. Þegar hún liggur fyrir getur
stjórnin ekki samþykkt sáttina vegna
innbyrðis ágreinings. Hnútum er svo
hent í þá sem að sáttinni stóðu.
Ríkisstjórnin bað aðila vinnu-
markaðarins um stöðugleikasátt-
mála. Hún gat ekki efnt sinn hluta
vegna ágreinings í eigin röðum. Þá
réðist fyrrverandi félagsmálaráð-
herra á forseta Alþýðusambands-
ins og bar honum á brýn stéttasam-
vinnu. Það er versta skammaryrðið í
orðabók stéttastríðshugmyndafræð-
innar.
Ríkisstjórnin hefur tvívegis gert
samninga við Breta og Hollendinga
um lausn á Icesave. Í hvorugt skiptið
hefur hún haft styrk til að ljúka mál-
inu. Eftir breytingar á ríkisstjórn-
inni er sú staða óbreytt. Þá kallar
nýr efnahagsráðherra á samstöðu
með stjórnarandstöðunni.
Meirihluti Alþingis fól ríkisstjórn-
inni að sækja um aðild að Evrópu-
sambandinu. Áhrifaríkari stjórn-
arflokkurinn vinnur svo af öllu afli
gegn þeirri ákvörðun.
Eftir því gildismati sem fyrrum
ríkti í stjórnmálum voru vinnubrögð
af þessu tagi ekki viðurkennd; svo
ekki sé tekið dýpra í árinni. Slík
háttsemi er aftur á móti eftir nýju
gildismati á Alþingi skilgreind sem
hæsta stig lýðræðis.
Enn eru þeir þó til sem finnst að
þessi skilgreining á lýðræðisþroska
byggist á gildismati sömu upphafn-
ingar og leiddi til hruns krónunnar
og bankanna.
Hæsta stig lýðræðis?
Glæsilegt ósamsett hús til sölu.
170 m² innflutt sumarhús.
Húsið afhendist í gámum og fylgja innréttingar, plankaparket á
gólf og panell á veggi. Vandað og gott hús
Upplýsingar : Þórhallur sími 896 8232.
Er hægt að útrýma fátækt á Íslandi?
Hvar verða
verðmætin til?