Fréttablaðið - 11.09.2010, Page 22

Fréttablaðið - 11.09.2010, Page 22
22 11. september 2010 LAUGARDAGUR FRAMHALD Á SÍÐU 24 Á lfheiður Ingadótt- ir tók við embætti heilbrigðisráðherra 1. október 2009. Hún segir það hafa verið stórt skref fyrir sig persónulega enda tímapunkturinn viðkvæmur í fleiri en einum skiln- ingi. Kallið kom með litlum fyrir- vara og verkefnin risavaxin. Eru það ekki vonbrigði að hafa aðeins setið í tæpt ár í stóli heil- brigðisráðherra? „Nei, í sjálfu sér ekki. Þetta var óvænt tækifæri. Ég datt þarna inn um miðja nótt við mjög sérkenni- legar og erfiðar aðstæður. Ekki bara í samfélaginu vegna efna- hagshrunsins heldur líka innan flokksins. Ögmundur hafði sagt sig frá þessum verkum og úr rík- isstjórn. Þess vegna var þetta erf- itt og óvænt en einnig mikið tæki- færi. Ég er sátt þegar ég lít yfir þetta ár. Ég hefði viljað halda áfram verkefnanna vegna en ég veit að þau eru í góðum höndum. Svo eru verkefnin líka ærin utan ráðuneyta fyrir þingmenn ríkis- stjórnarinnar.“ Hvar er heilbrigðisþjónustan stödd? „Mér finnst við hafa náð að halda sjó í heilbrigðisþjónust- unni og miðað nokkuð áfram, þrátt fyrir erfiða tíma. Það er verið að byggja upp til framtíðar þrátt fyrir niðurskurð, til dæmis með nýjum Landspítala. Það er ég ánægð með og eins kom það mér þægilega á óvart hvað stefnumál mín og Vinstri grænna eiga mik- inn hljómgrunn innan heilbrigðis- þjónustunnar. Samfélagið allt hefur breyst og kröfurnar um leið. Einkavæð- ingaráformin, sem voru hluti af frjálshyggjunni og haldið var hátt á lofti, ristu ekki djúpt innan heilbrigðisþjónustunnar. Þessi áhersla lá hjá stjórnmála- mönnunum. Stefna míns flokks um samfélagslega ábyrgð stend- ur hins vegar styrkum stoðum meðal þeirra sem starfa innan þessa geira. Ég get nefnt áhersl- una á að styrkja heilsugæsluna og gera hana þverfaglega; að það verði ekki bara læknar og hjúkr- unarfræðingar heldur líka aðrar heilbrigðisstéttir sem komi þar að. Þetta er nokkuð sem ég setti í nýjan farveg og nefnd sem ég stofnaði gerir tillögur meðal ann- ars um tilvísanakerfi, forvakt og öfluga heilsugæslu og heima- þjónustu. Eins eru allir sammála um að styrkja þarf heilsugæslu í skólunum, tannvernd get ég líka nefnt og fleira. Efling heilsugæsl- unnar er mjög brýn, ekki síst hér á höfuðborgarsvæðinu, en það er staðreynd að heilsugæslan er miklu betri víða út um land. Ég nefni Akureyri þar sem sveitar- félagið annast heilsugæsluna. Það er fyrirkomulag sem hefur verið á stefnuskrá okkar lengi og menn eru nú tilbúnir að ræða í víðara samhengi. Það sama á við um tilvísanakerfið sem var bann- orð fyrir ekki löngu. Nú hafa við- horfin breyst, sama við hvern er rætt, allir eru tilbúnir – ekki bara að ræða málin, heldur koma með tillögur og leggja drög að slíku kerfi. Í þessu samhengi verður þó að muna að það er ómögulegt að taka upp tilvísanakerfi öðruvísi en að efla heilsugæsluna veru- lega.“ Hvernig er mögulegt að ef la heilsugæsluna? „Með því meðal annars að fjölga heilsugæslulæknum og styrkja svokallaða fjölskylduhjúkrun. Það hefur komið fram að stétt heilsu- gæslulækna eldist hratt og lítið var sótt í námið. Hins vegar hefur einnig orðið viðhorfsbreyting þar. Fimm námsstöður voru auglýst- ar í vor og nítján sóttu um. Það er skylda stjórnvalda að bregðast við þessum áhuga. Námsstöðurn- ar voru komnar niður í átta, við gátum fjölgað þeim upp í tólf en tillögur í áfangaskýrslu vinnu- hóps frá því í sumar eru að þær verði 25 á ári. Það þarf átak til að manna heilsugæsluna upp á nýtt og ég trúi að því hafi nú verið ýtt úr vör.“ Hefur ekki allt of mikil áhersla verið lögð á sjúkrahúsþáttinn í rekstri heilbrigðisstofnana á kostnað heilsugæslunnar? Jú, það er mín skoðun. Það er mögulegt að spara mikla fjármuni og veita jafngóða eða betri þjón- ustu með breyttum áherslum og veita hana á viðeigandi stað í kerf- inu. Það þarf líka að laga þjónust- una að breyttum tímum. Menn lifa núorðið lengi, jafnvel árum og áratugum saman eftir að hafa bar- ist við illvíga sjúkdóma eða lang- vinna eins og til dæmis sykursýki. Í stað þess að rétta fólki staf er skipt um mjaðmarlið. Það þarf að koma til móts við þessa þróun, styrkja heilsugæslu, göngudeild- ir og þjónustu við króníska sjúk- linga. Góð heilbrigðisþjónusta snýst ekki bara um það að leggja fólk inn heldur einnig um forvarn- ir og þjónustu utan spítalanna, meðal annars með heimahjúkrun og í skólunum.“ Hvaða skoðun hefur þú á þeirri pólitík að fimm heilbrigðisráð- herrar hafa komið og farið á mjög stuttum tíma, sennilega á jafn mörgum árum. Standa svo tíð mannaskipti ekki árangri fyrir þrifum? „Eflaust er erfitt fyrir starfs- menn ráðuneytanna að setja sífellt nýja menn inn í málin og átta sig á því hver persónuleiki viðkomandi er og pólitísk afstaða. En fyrst og fremst er þetta erfitt þegar um stór pólitísk álitamál er að ræða. Þegar ég kom að ráðu- neytinu höfðu pólitískir stórsjóir gengið yfir það aftur og aftur. Í stjórn Sjálfstæðisflokks og Sam- fylkingar, með Guðlaug Þór Þórð- arson á ráðherrastóli, sveif einka- væðingarstefnan yfir öllu, þó margt hafi verið vel gert. Það átti að útvista stórt sem smátt og það voru átök um þessa markaðsvæð- ingu innan heilbrigðisþjónustunn- ar eins og annars staðar í samfé- laginu. Markaðurinn átti að ráða för, skipulagi og gæðum þjónust- unnar. Sjúkratryggingastofnun Íslands, sem sett var á stofn með mjög sérstökum hætti árið 2008, var liður í þessari þróun. Þegar Ögmundur kom þarna inn 1. febrúar 2009 og ég svo um haustið verður pólitísk kúvending í ráðu- neytinu, pólitísk kúvending sem varð reyndar í samfélaginu öllu. Pólitísk kúvending átti sér stað Álfheiður Ingadóttir segist stíga sátt upp úr stóli heilbrigðisráðherra en saknar þess þó að ná ekki að leiða nokkur mál til lykta. Hún segir það vissan létti að vakna án þeirrar ábyrgðar sem heilbrigðisráðherra ber á herðum sér dag frá degi. Mikilla breytinga er að vænta í heilbrigðismálum, eins og Svavar Hávarðsson komst að. Sumar verða óvinsælar, aðrar gríðarleg réttarbót. Ég datt þarna inn um miðja nótt við mjög sérkennilegar og erfiðar aðstæður. Ekki bara í samfélaginu vegna efna- hagshrunsins heldur líka innan flokksins. Ögmundur hafði sagt sig frá þessum verkum og úr ríkisstjórn. Þess vegna var þetta erfitt og óvænt en einnig mikið tækifæri. SÁTT VIÐ NÝFENGIÐ FRELSI Álfheiður Ingadóttir fékk heilbrigðisráðuneytið í fangið með litlum fyrirvara. Hún stendur stolt upp úr stóli en sér fram á miklar breytingar. Sumar verða óvinsælar að hennar sögn, aðrar breyt- ingar varða leiðréttingu á réttindamálum sem lengi hafa verið í umræðunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.