Fréttablaðið - 28.10.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 28.10.2010, Blaðsíða 10
10 28. október 2010 FIMMTUDAGUR STJÓRNSÝSLA Einn umsækjenda um starf skrifstofustjóra auð- lindaskrifstofu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins gefur lítið fyrir rökstuðning dómsmála- ráðherra fyrir ráðningu fyrrum aðstoðarmanns ráðherra í starf- ið. „Mér finnst þessi rökstuðning- ur ekki merkilegur, og augljóst að þetta eru eftirárök,“ segir Geir Oddsson auðlindafræðingur. Þrettán sóttu um starfið, og var Jóhann Guðmundsson, fyrrver- andi pólitískur aðstoðarmaður Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, meðal umsækjenda. Vegna þessa var Jón vanhæfur til að skipa í stöðuna og Ögmundi Jónassyni dómsmála- ráðherra falið það hlutverk. Hann taldi Jóhann hæfastan og skipaði hann í stöðuna, sem er tímabundin til tveggja ára. Geir fór fram á rökstuðning ráðherrans fyrir því að hæfasti maðurinn hefði verið ráðinn til starfans. Í svari frá dómsmála- ráðuneytinu, sem sent er fyrir hönd ráðherra, kemur fram að þrír umsækjendur hafi verið metnir hæfastir, og þeir kallaðir til við- tals. Jóhann og Geir voru báðir í þeim hópi. Í rökstuðningnum segir meðal annars að Jóhann hafi það umfram aðra umsækjendur að þekkja til starfa Stjórnarráðsins og starfa skrifstofustjóra innan þess. Þá þekki hann til starfa auðlinda- skrifstofu ráðuneytisins. Þar segir enn fremur að það þyki styðja þá ákvörðun að ráða Jóhann að hann þekki starfsemi ráðuneyt- isins og geti því hafið störf af full- um krafti „innan skamms“. Geir gerir athugasemdir við þennan rökstuðning og íhugar nú að leita til umboðsmanns Alþingis vegna málsins. Hann segir það til dæmis stinga í stúf að því sé hald- ið til haga að Jóhann geti sett sig hratt inn í starfið, þegar ráðningar- ferlið hafi tekið hátt í þrjá mán- uði. Þetta fari ekki saman. Ef legið hafi á að skipa í stöðuna hefði ferl- inu verið hraðað. Þá gerir Geir alvarlegar athuga- semdir við að reynsla Jóhanns af sjávarútvegsmálum sé metin sam- bærileg við aðra umsækjendur. Jóhann hafi innan við tveggja ára reynslu af sjávarútvegsmálum, en sjálfur hafi hann 23 ára reynslu af sjávarútvegi og fiskveiðistjórnun. Reynslan sé því ekki samanburðar- hæf, og sama megi örugglega segja um aðra umsækjendur. „Það er erfitt að sjá annað en að einhvers konar pólitík hafi bland- ast inn í málið, sama hvað menn segja,“ segir Geir. „Miðað við það sem hefur verið að gerast hér á landi undanfarin misseri kom þetta mér á óvart.“ brjann@frettabladid.is Gefur lítið fyr- ir rökstuðning Rökstuðningur ráðherra fyrir því að skipa fyrrver- andi aðstoðarmann sjávarútvegsráðherra í starf í því ráðuneyti eru eftirárök segir einn umsækjenda. Íhugar að skjóta málinu til umboðsmanns Alþingis. JÓN VAR VANHÆFUR Ögmundur Jónasson skipaði í starf skrifstofustjóra sjávarútvegs- ráðuneytisins þar sem Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra var vanhæfur í málinu. Geir Oddsson auðlindafræðingur íhugar að skjóta málinu til Umboðsmanns Alþingis. RANI OTAR RANANUM Þessi fimmtán ára fíll, sem er í eigu hindúahofs í Ahmedabad á Indlandi, heitir Rani, þótt merking orðsins á mállýsku þarlendra sé vafalaust allt önnur en merking íslenska orðsins. NORDICPHOTOS/AFP VIÐSKIPTI Upplag Símaskrárinnar hefur dregist saman um 25 pró- sent á síðastliðnum fimm árum. Mest var prentað af skránni árið 2005, eða tvö hundruð þúsund ein- tök. Símaskráin kemur út í maí á næsta ári í 150 þúsund eintökum. Þetta er ein umfangsmesta bóka- útgáfa landsins. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Já, sem gefur Símaskrána út, segir aukna net- notkun ástæðu þess að færri noti prentuðu útgáfu Símaskrárinnar við upplýsingaleit en áður. „Vefur- inn er fyrsta val neytenda. Á móti hefur hann vaxið margfalt á þessu fimm ára tímabili,“ segir hún en bendir á að í Símaskránni megi finna mikinn fjölda upplýsinga sem ekki sé að finna á vefnum, svo sem um allar menningar- og bæjar- hátíðir sem haldnar eru í landinu, upplýsingar um almannavarnir og fleira til. Sú nýbreytni var tekin upp fyrir tveimur árum að láta myndasögu Hugleiks Dagssonar prýða Símaskrána. Eins og fram hefur komið mun Egill „Gillzen- egger“ Einarsson vinna með næstu útgáfu. Hugmyndavinna er í gangi um það hvernig hann setur mark sitt á bókina. „Við viljum vera bæði með efni sem er skemmtilegt og uppbyggilegt,“ segir Sigríður. - jab Upplag Símaskrárinnar hefur dregist saman um fjórðung síðastliðin fimm ár: 150 þúsund eintök prentuð MEÐHÖFUNDUR Verk Egils Einarssonar líkamsræktarfrömuðar mun prýða næstu Símaskrá. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM DÓMSMÁL Karlmaður á fertugs- aldri hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir húsbrot, hótanir og líkamsárás. Einnig var hann dæmdur til að greiða um 50 þúsund krónur í skaðabætur. Maðurinn ruddist inn á heimili í Vestmannaeyjum. Hann veittist að starfsmanni barnaverndar- nefndar. Skömmu síðar veittist maðurinn að öðrum manni með líflátshótunum og kýldi hann tví- vegis í andlitið. Þá olli árásar- maðurinn skemmdum á húseign í bænum. - jss Sex mánaða fangelsi: Ruddist inn á heimili í Eyjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.