Fréttablaðið - 28.10.2010, Blaðsíða 10
10 28. október 2010 FIMMTUDAGUR
STJÓRNSÝSLA Einn umsækjenda
um starf skrifstofustjóra auð-
lindaskrifstofu sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðuneytisins gefur
lítið fyrir rökstuðning dómsmála-
ráðherra fyrir ráðningu fyrrum
aðstoðarmanns ráðherra í starf-
ið.
„Mér finnst þessi rökstuðning-
ur ekki merkilegur, og augljóst að
þetta eru eftirárök,“ segir Geir
Oddsson auðlindafræðingur.
Þrettán sóttu um starfið, og var
Jóhann Guðmundsson, fyrrver-
andi pólitískur aðstoðarmaður
Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðherra, meðal
umsækjenda. Vegna þessa var Jón
vanhæfur til að skipa í stöðuna og
Ögmundi Jónassyni dómsmála-
ráðherra falið það hlutverk. Hann
taldi Jóhann hæfastan og skipaði
hann í stöðuna, sem er tímabundin
til tveggja ára.
Geir fór fram á rökstuðning
ráðherrans fyrir því að hæfasti
maðurinn hefði verið ráðinn til
starfans. Í svari frá dómsmála-
ráðuneytinu, sem sent er fyrir
hönd ráðherra, kemur fram að þrír
umsækjendur hafi verið metnir
hæfastir, og þeir kallaðir til við-
tals. Jóhann og Geir voru báðir í
þeim hópi.
Í rökstuðningnum segir meðal
annars að Jóhann hafi það umfram
aðra umsækjendur að þekkja til
starfa Stjórnarráðsins og starfa
skrifstofustjóra innan þess. Þá
þekki hann til starfa auðlinda-
skrifstofu ráðuneytisins.
Þar segir enn fremur að það þyki
styðja þá ákvörðun að ráða Jóhann
að hann þekki starfsemi ráðuneyt-
isins og geti því hafið störf af full-
um krafti „innan skamms“.
Geir gerir athugasemdir við
þennan rökstuðning og íhugar nú
að leita til umboðsmanns Alþingis
vegna málsins. Hann segir það til
dæmis stinga í stúf að því sé hald-
ið til haga að Jóhann geti sett sig
hratt inn í starfið, þegar ráðningar-
ferlið hafi tekið hátt í þrjá mán-
uði. Þetta fari ekki saman. Ef legið
hafi á að skipa í stöðuna hefði ferl-
inu verið hraðað.
Þá gerir Geir alvarlegar athuga-
semdir við að reynsla Jóhanns af
sjávarútvegsmálum sé metin sam-
bærileg við aðra umsækjendur.
Jóhann hafi innan við tveggja ára
reynslu af sjávarútvegsmálum, en
sjálfur hafi hann 23 ára reynslu af
sjávarútvegi og fiskveiðistjórnun.
Reynslan sé því ekki samanburðar-
hæf, og sama megi örugglega
segja um aðra umsækjendur.
„Það er erfitt að sjá annað en að
einhvers konar pólitík hafi bland-
ast inn í málið, sama hvað menn
segja,“ segir Geir. „Miðað við það
sem hefur verið að gerast hér á
landi undanfarin misseri kom
þetta mér á óvart.“
brjann@frettabladid.is
Gefur lítið fyr-
ir rökstuðning
Rökstuðningur ráðherra fyrir því að skipa fyrrver-
andi aðstoðarmann sjávarútvegsráðherra í starf í
því ráðuneyti eru eftirárök segir einn umsækjenda.
Íhugar að skjóta málinu til umboðsmanns Alþingis.
JÓN VAR VANHÆFUR Ögmundur Jónasson skipaði í starf skrifstofustjóra sjávarútvegs-
ráðuneytisins þar sem Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra var vanhæfur í málinu.
Geir Oddsson auðlindafræðingur íhugar að skjóta málinu til Umboðsmanns Alþingis.
RANI OTAR RANANUM Þessi fimmtán
ára fíll, sem er í eigu hindúahofs í
Ahmedabad á Indlandi, heitir Rani,
þótt merking orðsins á mállýsku
þarlendra sé vafalaust allt önnur en
merking íslenska orðsins.
NORDICPHOTOS/AFP
VIÐSKIPTI Upplag Símaskrárinnar
hefur dregist saman um 25 pró-
sent á síðastliðnum fimm árum.
Mest var prentað af skránni árið
2005, eða tvö hundruð þúsund ein-
tök. Símaskráin kemur út í maí á
næsta ári í 150 þúsund eintökum.
Þetta er ein umfangsmesta bóka-
útgáfa landsins.
Sigríður Margrét Oddsdóttir,
framkvæmdastjóri Já, sem gefur
Símaskrána út, segir aukna net-
notkun ástæðu þess að færri noti
prentuðu útgáfu Símaskrárinnar
við upplýsingaleit en áður. „Vefur-
inn er fyrsta val neytenda. Á móti
hefur hann vaxið margfalt á þessu
fimm ára tímabili,“ segir hún en
bendir á að í Símaskránni megi
finna mikinn fjölda upplýsinga
sem ekki sé að finna á vefnum, svo
sem um allar menningar- og bæjar-
hátíðir sem haldnar eru í landinu,
upplýsingar um almannavarnir og
fleira til. Sú nýbreytni var tekin
upp fyrir tveimur árum að láta
myndasögu Hugleiks Dagssonar
prýða Símaskrána. Eins og fram
hefur komið mun Egill „Gillzen-
egger“ Einarsson vinna með næstu
útgáfu. Hugmyndavinna er í gangi
um það hvernig hann setur mark
sitt á bókina. „Við viljum vera bæði
með efni sem er skemmtilegt og
uppbyggilegt,“ segir Sigríður. - jab
Upplag Símaskrárinnar hefur dregist saman um fjórðung síðastliðin fimm ár:
150 þúsund eintök prentuð
MEÐHÖFUNDUR Verk Egils Einarssonar
líkamsræktarfrömuðar mun prýða
næstu Símaskrá. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
DÓMSMÁL Karlmaður á fertugs-
aldri hefur verið dæmdur í sex
mánaða fangelsi fyrir húsbrot,
hótanir og líkamsárás. Einnig var
hann dæmdur til að greiða um 50
þúsund krónur í skaðabætur.
Maðurinn ruddist inn á heimili
í Vestmannaeyjum. Hann veittist
að starfsmanni barnaverndar-
nefndar. Skömmu síðar veittist
maðurinn að öðrum manni með
líflátshótunum og kýldi hann tví-
vegis í andlitið. Þá olli árásar-
maðurinn skemmdum á húseign í
bænum. - jss
Sex mánaða fangelsi:
Ruddist inn á
heimili í Eyjum