Fréttablaðið - 28.10.2010, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 28.10.2010, Blaðsíða 52
36 28. október 2010 FIMMTUDAGUR Miðgarður lifnar við í sýn- ingunni Ormurinn ógnar- langi sem verður opnuð í Gerðubergi á sunnudag. Kristín Ragna Gunnars- dóttir sýningarstjóri mynd- skreytir væntanlega bók þar sem Þórarinn Eldjárn enduryrkir Hávamál. Ormurinn ógnarlangi byggir á nor- rænu goðafræðinni og er sett upp sem eins konar leikmynd, þar sem gestir geta sjálfir verið þátttak- endur. Völvan tekur á móti gestum sem boðið er í ferðalag frá sköpun heimsins til ragnaraka. „Þetta er ævintýraheimur fyrir börn á öllum aldri,“ segir Kristín Ragna Gunnarsdóttir, teiknari og sýningarstjóri. „Gestir geta heim- sótt Ginnungagap sest á rökstóla goðanna, skriðið inn um gin Mið- garðsormsins, mátað hásæti Óðins, sest í vagn Freyju, skoðað fésbókar- síður goðanna og varpað sér í fang Fenrisúlfsins.“ Grunnstef sýningarinnar er úr Völuspá en Kristín Anna mynd- skreytti samnefnda bók fyrir fimm árum, þar sem Þórarinn Eldjárn endurorti goðakvæðin. Þau ætla nú að endurtaka leikinn og vinna að sambærilegri bók um Hávamál, sem væntanleg er á næsta. Kristín Ragna segir goðheima vera enda- lausa uppsprettu hugmynda. „Ég hef unnið nokkrar bækur um goðafræðina og er sem stendur að vinna að teiknimynd. Því meira sem maður vinnur með þetta efni, því fleiri hugmyndir fær maður. Hingað til hef ég unnið ein að þessu en nú fékk ég nokkra nem- endur mína úr Listaháskólanum til liðs við mig. Fyrir vikið sköpuðust miklar umræður um þennan heim og verkið fékk aukna vídd. Það er líka gaman að sjá þessar kynja- verur taka á sig þrívítt form, til dæmis Fenrisúlfinn og Miðgarðs- orminn, sem Helga Rún Pálsdóttir búningahönnuður bjó til.“ bergsteinn@frettabladid.is 36 menning@frettabladid.is Fenrisúlfur gín í Gerðubergi Í GINI ORMSINS Kristín Ragna, teiknari og sýningarstjóri, skríður upp í gin Miðgarðsorms en einnig verður hægt að setjast í vagn Freyju og skoða Fésbókarsíður goðanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Í tilefni af sýningunni efnir Gerðu- berg til námskeiðs um Hávamál með Þórarni Eldjárn 1. og 3. nóvember. Þórarinn vinnur nú að því að enduryrkja Gestaþátt Háva- mála yfir á auðskilið nútímamál. Á námskeiðinu í Gerðubergi ætlar Þórarinn að gera grein fyrir pæl- ingum sínum, fara yfir kvæðið og spá í merkingu orðanna og inntak þeirrar speki sem þar er að finna. Einnig verður þeim spurningum velt upp hvort sú speki sem finna má í Hávamálum eigi eitthvert erindi við okkur hér og nú og hvort það sé goðgá að ganga í skrokk á svo ginnheilögum texta sem Hávamálum og Völuspá. GESTAÞÁTTUR ÞÓRARINS FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HÖFUÐ FENRISÚLFS Helga Rún Pálsdóttir hannaði þá bræður Miðgarðsorm og Fen- risúlf fyrir sýninguna. TONDELEYÓ Í IÐNÓ Nemendaópera Söngskólans í Reykjavík frumflytur söngsýninguna Tondeleyó! í Iðnó klukkan 17 á laugardag. Sýningin er byggð á tónlist eftir Sigfús Halldórsson tónskáld. Alls taka 22 af nemendum Óperudeildar Söngskólans í Reykjavík þátt í sýningunni, sögusviðið er lítið sjávarþorp á Íslandi á stríðstímum um miðja síðustu öld. Fjórar sýningar eru ráðgerðar á verkinu. www.crymogea.is „Hvernig yrði Eiffel - turninn ef Íslendingar myndu byggja hann?“ Norræn listahátíð Nordisk kulturfestival Reykjavík í d ag 19:30 Tónlist Háskólabíó Þúsund og ein nótt Sinfóníuhljómsveit Íslands 20:00 Fyrirlestur Hönnun fyrir ragnarök Apokalys Labotek Listasafn Reykjavíkur Hafnarhús Myndlist Power has a Fragrance Gardar Eide Einarsson Listasafn Reykjavíkur Hafnarhús Myndlist The Isle of Human Johan Rosenmunthe Ljósmyndasafn Reykjavíkur www.norraenahusid.is/ting 28.10.—7.11.2010 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 Sokkar og fleira Kristín Harðardóttir Mataræði - handbók um hollustu - Michael Pollan Guðrún Ögmundsdóttir Halla Gunnarsdóttir Morgunengill Árni Þórarinsson Hreinsun Sofi Oksanen Stóra Disney matreiðslubókin METSÖLULISTI EYMUNDSSON SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 20.10.10 - 26.10.10 Borða, biðja, elska - kilja Elizabeth Gilbert Arsenikturninn - kilja Anne B. Ragde Blóðnætur - kilja Åsa Larsson Snjóblinda Ragnar Jónsson Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 90 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.