Fréttablaðið - 28.10.2010, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 28.10.2010, Blaðsíða 61
FIMMTUDAGUR 28. október 2010 45 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 28. október 2010 ➜ Tónleikar 20.00 Í Hinu húsinu heldur Fimmtu- dagsforleikurinn áfram í kvöld. Fram kemur Trúbadorinn Gösli og hljóm- sveitirnar Thetans of Punchestown og Tamarin/Gunslinger. Tónleikar hefjast klukkan 20.00 og er frítt inn. 20.00 Kór Kvenfélags Bústaðakirkju og Söngvinir í Kópavogi verða með sameiginlega tónleika í Bústaðakirkju í kvöld klukkan 20.00. Aðgangseyrir er 1.000 krónur og er boðið upp á veiting- ar að tónleikum loknum. 20.00 Í Salnum, Kópavogi, kemur hljómsveitin Ríó Tríó fram í kvöld. Miða- verð er 3.300 krónur og hefjast tónleik- arnir klukkan 20.00. 21.00 Tónlistarkonan Kristín Bergsdóttir og hljómsveitin Valdimar verða með tón- leika á Café Rosenberg að Klapparstíg. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 og er aðgangseyrir 1500 krónur. 22.30 Magnús Einarsson og Tómas Tómasson leika tónlist eftir Bítlana í kvöld á Ob-La-Di Ob-La-Da, Frakkastíg 8. Tónleikarnir hefjast klukkan 22.30 og er enginn aðgangseyrir. 22.30 Á skemmtistaðnum Venue verða tónleikar með BJNilsen í kvöld. Einnig koma fram Vindva Mei, Rúnar Magnússon og Pétur Eyvinds- son. Tónleikar hefjast klukk- an 22.30 og er aðgangseyrir í formi frjálsra framlaga. ➜ Sýningarspjall 20.00 Safnahús Borgarfjarðar í Borgar- nesi stendur fyrir sagnakvöldi í sýningar- rými sýningarinnar Börn í 100 ár. Dag- skrá hefst kl. 20.00 og er aðgangur ókeypis. ➜ Kvikmyndir 17.30 Konfúsíusarstofnunin Norður- ljós sýnir kvikmyndina Rauðiklettur eftir John Woo í Öskju, stofu 132, í dag kl. 17.30. Sýningin er öllum opin og án endurgjalds. ➜ Málþing 16.00 Í dag efnir Þjóðminjasafnið til málþings í tilefni þess að þjóðhátta- söfnun í Þjóðminjasafni Íslands hefur nú staðið í hálfa öld. Málþingið hefst kl. 16 í dag í fyrirlestrarsal safnsins. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. ➜ Fyrirlestrar 20.00 Hönnunarstofan Apokalyps Labotek ALT flytur fyrirlestur undir yfir- skriftinni „Desing for an apocalyptic era“ í fyrirlestraröð Hönnunarmið- stöðvar Íslands í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur. Fyrirlesturinn hefst kl. 20.00. ➜ Samkoma 20.30 Í Gamla Slippsalnum, í Nema Forum að Mýrargötu 2, verður haldið sjónvarpslaust fimmtudagskvöld í sjötta skiptið. Fram koma hljómsveitirnar Of Monsters and Men, Latínótríó Tómasar R. Einarssonar og hljómsveitin Lockerbie. Dagskrá hefst kl. 20.30 og er aðgangseyrir 1.500 krónur. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@fretta- bladid.is. Síðrokksveitin Náttfari spilar á Sódómu í kvöld eftir margra ára hlé. Sveitina skipa tveir meðlimir Leaves, þeir Andri Ásgríms- son og Nói Steinn Einarsson, Ólafur Josephsson (Stafrænn Hákon) og Haraldur Þorsteinsson sem er einnig bassaleikari í Feldberg og Stafrænum Hákoni. „Það er engin geðveik alvara á bak við þetta. Við ætlum bara að taka þessi gömlu lög og hafa gaman af þessu,“ segir Andri. „Við erum ekki búnir að æfa mikið af nýjum lögum en við erum komnir með einhverjar hug- myndir,“ bætir hann við en Náttfari gaf aldrei út plötu á sínum tíma. „Við féllum á því prófi. Við vorum alltaf með einhver demó í gangi og það var hiti í kringum okkur. Svo ætluðum við að gera þetta voða stórt og flott en þetta féll allt einhvern veginn eins og spilaborg.“ Náttfari var stofnuð um aldamótin og var starfandi í um tvö ár. Hún var hluti af síðrokksbylgjunni sem þá var áberandi í íslensku tónlistarlífi með sveitum á borð við Sofandi, Lúnu, Úlpu, Hudson Wayne og síðast en ekki síst Sigur Rós. Andri segir að tilviljun hafi ráðið því að Náttfari ákvað að snúa aftur. „Við vorum eigin lega hættir að hugsa um þetta. Ég gaf út sólóplötu um síðustu jól og hóaði í strákana. Planið var að flytja það efni og svo hittumst við og þá lá bara beinast við að byrja aftur.“ Markús and the Diversion Sessions, Staf- rænn Hákon og Sudden Weather Change stíga einnig á svið á Sódómu og verður húsið opnað klukkan 21. - fb Ætla að hafa gaman af þessu SÍÐROKKARAR SNÚA AFTUR Náttfari árið 2010. Frá vinstri: Nói, Andri, Haraldur og Ólafur. D Y N A M O R E Y K JA V ÍK Það skiptir máli að gera sér glaðan dag af og til. Þess vegna fá viðskiptavinir í Vildarþjónustu Byrs 15% afslátt á Argentínu*, einstöku steikhúsi í hjarta borgarinnar. Njóttu lífsins á Argentínu með Vildarþjónustu Byrs. *Ekki er veittur afsláttur af drykkjum eða með öðrum tilboðum. Vertu í Vildarþjónustu Byrs og fáðu aukin fríðindi, persónulega þjónustu og sjálfvirkar lausnir sem veita þér betri yfirsýn yfir fjármálin. Þannig færðu tíma fyrir það sem skiptir máli. Að auki færðu ýmis sértilboð hjá samstarfsaðilum. Þú átt skilið að njóta þess besta VILDARÞJÓNUSTUTILBOÐ - ARGENTÍNA STEIKHÚS BYR | Sími 575 4000 | www.byr.isKynntu þér kostina á byr.is VILDARÞJÓNUSTA BYRS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.