Fréttablaðið - 28.10.2010, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 28.10.2010, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 28. október 2010 11 METANLÁN | landsbankinn.is | 410 4000 E N N E M M / S ÍA / N M 4 4 0 4 6 N B I h f. ( L a n d s b a n k in n ), k t . 4 7 1 0 0 8 - 0 2 8 0 . Metanlán Landsbankinn býður nú hagstæð yfirdráttarlán til þeirra sem vilja breyta bílnum og skipta yfir í umhverfisvænna og ódýrara eldsneyti. Í boði er lán með hagstæðari vaxtakjörum en hefðbundið yfirdráttarlán og er lánstími til allt að 48 mánaða. Metaneldsneyti hefur verið notað til að knýja bíla hér á landi í áratug og reynslan verið góð. Hægt er að uppfæra allar gerðir bensínbíla með beinni innspýtingu og margar gerðir dísilbíla. Ávinningurinn er margþættur: · Umhverfisvænna eldsneyti · 40-45% lægri eldsneytiskostnaður · Minni hávaði frá vél · Sömu þægindi í akstri Landsbankinn vill með þessu leggja sitt af mörkum til samfélagsins og komandi kynslóða. Nánari upplýsingar á landsbankinn.is eða í næsta útibúi. · Innlent eldsneyti · Gjaldeyrissparnaður · Græn atvinnustarfsemi · Aukið orkuöryggi Kynntu þér notkun og kosti metaneldsneytis á metan.is. SERBÍA Ráðamenn í Serbíu hafa fagnað ákvörðun ráðherraráðs Evrópusambandsins um að hefja fyrsta stig undirbúnings aðildar- viðræðna við Serbíu. Dragan Sutanovic, utanríkisráð- herra Serbíu, sagði að nú geti ekk- ert lengur komið í veg fyrir aðild Serbíu að ESB. Ráð utanríkisráðherra ESB ákvað á mánudag að biðja framkvæmda- stjórn ESB um álit þeirra á aðildar- umsókn Serbíu. Stefan Füle, stækk- unarstjóri ESB, segir að Serbía þurfi þó að gera ýmsar umbætur áður en af aðild geti orðið. Utanríkisráðherrar ESB tóku sérstaklega fram að Serbía þurfi að sýna stríðsglæpadómstóln- um í Haag fulla samvinnu við að hafa uppi á þeim Ratko Mladic og Goran Hadzic, tveimur grunuð- um stríðsglæpamönnum sem enn leika lausum hala. Aðildarríki Evrópusambands- ins leggja misjafnlega mikla áherslu á þetta mál. Þannig sagði fulltrúi Hollandsstjórnar að Serbía verði að sannfæra öll 27 aðildarríkin um heilindi sín í þessu máli. - gb Evrópusambandið hefur samþykkt að taka við aðildarumsókn Serbíu: Aðildin gæti strandað á Mladic og Hadzic VEGGJAKROT Í BELGRAD „Mladic til Haag“ stendur á þessum vegg í Belgrad. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VIÐSKIPTI Stoðtækjafyrirtækið Össur hagnaðist um fjórar millj- ónir dala, jafnvirði 446 milljóna króna, á þriðja ársfjórðungi. Þetta er einni milljón dala minna en á sama tíma í fyrra. Sala nam 87 milljónum dala á tímabilinu og er það sjö prósenta aukningin í staðbundinni mynt. Hún var þremur milljónum minni í fyrra. Þá jókst rekstrarhagnað- ur um 22 prósent. Erlendir greiningaraðilar voru almennt sammála sammála um að uppgjörið væri almennt gott. Þar af mælti norræni risabank- inn með því að fjárfestar héldu í bréf sín í stað þess að selja þau. Óvíst er hins vegar hvort fjár- festar deili sömu skoðun, en gengi hlutabréfa Össurar hefur fallið um rúm þrjú prósent frá því uppgjörið var birt. - jab Dregur úr hagnaði Össurar: Norrænir bank- ar eru sáttir FORSTJÓRINN Jón Sigurðsson, forstjóri stoðtækjafyrirtækisins Össurar, sýnir framleiðslu fyrirtækisins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært konu á fertugsaldri fyrir brot gegn lögreglulögum og vald- stjórninni. Konunni er gefið að sök að hafa neitað að fara út úr lögreglubifreið sem hún hafði farið inn í, í leyfis- leysi, við Smiðjustíg í Reykjavík í mars síðastliðnum. Þá er hún ákærð fyrir að hafa skömmu síðar slegið lögreglumann með kreppt- um hnefa í bringuna. Lögreglu- maðurinn var við skyldustörf á staðnum. Konan neitaði sök í mál- inu við þingfestingu þess. - jss Sló lögreglumann í bringuna: Neitaði að fara úr lögreglubíl LÖGREGLUMÁL Karlmaður á fer- tugsaldri var handtekinn í Kópa- vogi þar sem hann var að reyna að stela dekkjum undan bifreið í bænum. Tilkynning um grunsamlegar mannaferðir barst lögreglu á fjórða tímanum og héldu lög- reglumenn þegar á vettvang. Sá óprúttni reyndi að komast undan á tveimur jafnfljótum en var hlaupinn uppi af lögreglumönn- um. Þjófurinn var ekkert á því að gefast upp og beitti felgulykli til að reyna að forðast handtöku. Það hafði ekkert að segja og var maðurinn yfirbugaður fljótt og örugglega og síðan færður í fangageymslu. - jss Dekkjaþjófur handtekinn: Beitti felgulykli gegn lögreglu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.