Fréttablaðið - 28.10.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 28.10.2010, Blaðsíða 12
12 28. október 2010 FIMMTUDAGUR Nýjar rannsóknir sem Nýsköp- unarmiðstöð Íslands kynnti í gær varpa nýju ljósi á þá atburðarás sem á sér stað þegar gosaska berst í þotuhreyfil. Niðurstaðan varpar meðal annars ljósi á það af hverju kviknaði aftur á hreyflum Boeing 747 farþegaþotu sem flaug í gegn- um öskuský yfir Jövu í júní 1982. Um er að ræða fyrstu staðpróf- un á áhrifum íslensku gosöskunnar sem fram fer í heiminum. „Ég var staddur í Kaupmannahöfn í ösku- stoppinu í apríl og var þar fastur í fimm daga,“ segir Þorsteinn I. Sig- fússon, forstjóri Nýsköpunarmið- stöðvar. Þar segist hann hafa feng- ið hugmyndina að rannsókninni. Fyrsta skref frekari rannsókna „En hugmyndin fólst í því að taka hluta úr flugvélarhreyfli, svokall- aða leiðiskóflu, eða nozzle guide vane, og framkalla þær aðstæð- ur sem yrðu í raun og veru,“ segir Þorsteinn og kveður rannsókn- ina á áhrifum gosösku á flug- vélahreyfla hafi legið vel fyrir Nýsköpunarmiðstöð, því hún hafi annast margvíslegar aðrar rann- sóknir á áhrifum umhverfisins á vélarhluta. „Til dæmis hvernig sandur sem berst með ám skemm- ir hverfla hjá Landsvirkjun og svo höfum við verið að skoða áhrifin sem jarðhitagas hefur á rör og leiðslur í slíkum virkjunum.“ Þorsteinn kynnti niðurstöður rannsóknarinnar á blaðamanna- fundi í gær með vísindamönnun- um Ara Trausta Guðmundssyni og Ingólfi Þorbjörnssyni, en þær voru jafnframt afhentar Pétri Maack flugmálastjóra. Fram kom á fund- inum að skýrslan sem þá var kynnt væri bara fyrsta skrefið í frekari rannsóknum á áhrifum íslenskrar ösku á flugvélarhreyfla. Í tilrauninni var safnað ösku í nágrenni Eyjafjallajökuls, hún sigtuð og minnsta kornastærð aðgreind. „Kornastærðin við til- raunirnar varð að vera minni en 57 míkrómetrar eða 57 milljónustu hlutar úr metra,“ segir Þorsteinn. Síðan voru leiðiskóflurnar, sem komu frá þremur framleiðendum flugvélahreyfla hitaðar í gasloga, allt upp í 1.600°C sem mun vera algengur hiti í hreyflum. Ösku var svo dreift á skóflurnar, bæði með og án þrýstilofts. Fram kom í máli Ara Trausta Guðmundssonar jarðvísindamanna á fundinum í gær að askan væri í raun glersalli, með snefilefnum, og því hafi hún bráðnað í hitanum og þakið málmstykkin. Hefur áhrif á hönnun flugvéla Síðan var fylgst með kólnuninni og hún kvikmynduð um leið. „Við um það bil 600°C byrjaði glerkennd húðin að flagna af málminum og innan fárra mínútna voru stykk- in án ösku og hafði þunn himna sem þau eru varin með fylgt með öskuskáninni. Skýringin er sú að á hitastigsbilinu 730 til 600 stig verða formbreytingar á glerskán- inni; hún dregst saman, missir samloðun við málminn og flagnar af,“ segir í lýsingu Nýsköpunar- miðstöðvar á tilrauninni. Um leið voru mældir eiginleikar fasabreyt- inga í öskunni. Ummyndunin sem verður til þess að öskuglerið flagnar af málmi hreyfilsins þegar hann kólnar er því hugsanlega sögð skýra hvers vegna tókst að koma hreyflum Boeing-þotunnar, sem lenti í vand- ræðum árið 1982, aftur í gang. Þorsteinn segir næstu skref fel- ast í því að kanna fleiri túrbínu- hluta með sama hætti, auk þess sem gerðar verði sams konar til- raunir með sand af Arabíuskaga og úr Sahara. „Þessi hegðun aðskota- korna í þotuhreyflum varðar miklu um viðbrögð við hættu í flugum- ferð af völdum eldgosa og sand- foks,“ segir hann og fagnar því að með þessum hætti hafi mátt sýna umheiminum íslenskt hugvit að verki, við að bregðast við vá sem uppruna sinn átti hér á landi. Þorsteinn segist búast við tölu- verðum áhuga flugfélaga og flug- vélaframleiðenda á niðurstöðum Nýsköpunarmiðstöðvar, en brugð- ist verði við beiðnum um upplýsing- ar í samráði og samvinnu við Flug- málastjórn. Þorsteinn segir að jafnvel megi við því búast að framleiðendur flugvélahreyfla endurskoði, í ljósi niðurstaðna nýju rannsóknarinnar, hvernig háttað er hönnun kælibún- aðar hreyflanna. Þá segir Þorsteinn mikilvægt fyrir Ísland að gera sig með þess- um hætti gildandi í rannsóknum sem séu að fara af stað á vettvangi Evrópusambandsins á áhrifum eld- gosa á flugiðnað í kjölfar gossins í Eyjafjallajökli. FRÉTTASKÝRING: Hvað gerist í brennheitum þotuhreyfli þegar inn í hann berst gosaska? Óli Kristján Ármannsson olikr@frettabladid.is barna kuldaskór smábarna kuldaskór Verð: 33.000 kr. (Stærðir: 38- 42) Verð: 16.800 kr. (Stærðir: 25- 38) Verð: 11.500 kr. (Stærðir: 21- 25) K E EN K E EN K E EN dömu kuldaskór Hlýir og þægilegir uppháir kuldaskór fyrir dömur. Fóðraðir með gerviskinni og gott grip í sóla. Góðir vatnsheldir barna kuldaskór með snjóvörn. Leður neðst á skóm, gott grip í sóla og távörn. Hlýir og léttir smábarna kuldaskór sem auðvelt er að klæða börnin í. Távörn og gott grip í sóla. Öskuglerið flagnar af við kólnun Ný íslensk rannsókn sýnir hvernig gosaska verður að gleri í hita flugvélahreyfla, en flagnar síðan af þegar glerið dregst saman við kólnun. Ferlið varpar nýju ljósi á hvað gerðist þegar drapst á öllum fjórum hreyflum Boeing 747 þotu yfir Jövu árið 1982. ÚR NÝRRI SKÝRSLU NÝSKÖPUNARMIÐSTÖÐVAR Hér má sjá hluta af svokallaðri leiðiskóflu (e. nozzle guide vane) úr þotuhreyfli sem fengið hefur á sig öskuglerung. Myndirnar sýna um 12 mínútna kælingu. Efst til vinstri er hitinn um 880°C, á efstu mynd til hægri er hann um 760°C og á neðstu mynd til vinstri hefur hitinn fallið í um 650°C. Vel má sjá öskuglerið sem myndast á skóflunni. Á myndinni neðst til hægri hefur liðið um tugur mínútna og sést hvernig öskuglerið hefur flagnað af. MYND/NÝSKÖPUNARMIÐSTÖÐ ÍSLANDS Á KYNNINGU Í GÆR Ari Trausti Guðmundsson jarðvísindamaður sýnir fína ösku úr Eyja- fjallajökli sem notuð var í nýrri rannsókn á áhrifum hennar á flugvélahreyfla. Honum á hægri hönd sitja Þorsteinn I. Sigfússon og Ingólfur Þorbjörnsson. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Við höfðum ekki hugmynd um hvað var að gerast. Það drapst bara á hreyflunum,“ sagði Eric Moody, flugstjóri Boeing 747 farþegaþotunnar sem flaug í gegn um ösku- ský við Jövu, 24. júní 1982, í viðtali við Fréttablaðið á flugráðstefnu sem Keilir stóð fyrir um miðjan septemb- er. Flogið var að næturlagi og því sást ekki til öskuskýs- ins. „Við vissum ekki orsökina fyrr en tveimur dögum eftir að við vorum lent.“ 247 farþegar voru í vélinni og 16 í áhöfn og máttu allir innanborðs ganga í gegn um nagandi óvissu um afdrif sín þær 16 mínútur sem liðu frá því að drepast tók á hreyflum vélarinnar, þar til tókst að koma þeim í gang á ný. Sjálfur sagðist Moody hafa haft of mikið að gera við að fljúga vélinni til þess að finna sjálfur fyrir hræðslu. Nú hefur ný rannsókn Nýsköpunarmiðstöðvar varpað ljósi á hvernig aska bráðnar í hita hreyflanna og verður að gleri sem stöðvar þá, en flagnar síðan af á ný þegar hreyflarnir kólna. Vissu ekki hvað var að gerast Eftir hraungosið við austurrætur Eyjafjallajökuls sem hófst 20. mars síðast- liðinn og stóð í tuttugu daga hófst gjóskugos í toppgíg eldfjallsins 14. apríl. „Það stóð í um fjörutíu daga og skilaði um 300 milljón rúmmetrum af ísúrri andesítgjósku til umhverfisins,“ segir í tilkynningu Nýsköpunarmiðstöðvar. „Gosstrókar náðu um 30 þúsund feta hæð, rúmum níu kílómetrum, og barst aska til meginlands Evrópu. Mest var sprengivirknin fyrstu vikuna og vegna öskudreifar í loftrými margra landa var ákveðið að leggja flugumferð niður í um það bil sex daga.“ Í kjölfarið hófu flugmálayfirvöld, ríkisstofnanir og sérfræðingar umræður og rannsóknir svo taka mætti til við aðgerðir sem lágmörkuðu tjón af völdum eldgosa í flugþjónustu. Áhrif eldgossins ERIC MOODY „Fyrst og fremst er þarna verið að afla almennrar þekk- ingar sem getur haft gildi fyrir flugumferð í heiminum,“ segir Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri um gildi rann- sóknar á borð við þá sem Nýsköpunarmiðstöð kynnti í gær. „Síðan skiptir auðvitað líka máli og er skemmtilegt, af því gosið var jú tengt okkur, að nýrrar þekkingar sem ekki hefur verið til staðar áður sé aflað hér á landi.“ Rannsóknina sem slíka segir Ólöf þó tæpast hafa mikil áhrif til Íslandskynningar, fyrst og fremst hafi hún hagnýtt gildi í flugiðnaði. „En það skiptir auðvitað máli að þess sjáist stað að við viljum skilja hvað það er í eðliseiginleikum okkar lands sem haft getur svo víðtæk áhrif,“ segir hún og bendir á að auk þessarar rannsóknar hafi Keilir staðið fyrir umfangsmikilli alþjóðlegri ráðstefnu í september um áhrif gossins í Eyjafjallajökli. ÓLÖF ÝRR ATLADÓTTIR Hagnýtt gildi fyrst og fremst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.