Fréttablaðið - 28.10.2010, Side 12

Fréttablaðið - 28.10.2010, Side 12
12 28. október 2010 FIMMTUDAGUR Nýjar rannsóknir sem Nýsköp- unarmiðstöð Íslands kynnti í gær varpa nýju ljósi á þá atburðarás sem á sér stað þegar gosaska berst í þotuhreyfil. Niðurstaðan varpar meðal annars ljósi á það af hverju kviknaði aftur á hreyflum Boeing 747 farþegaþotu sem flaug í gegn- um öskuský yfir Jövu í júní 1982. Um er að ræða fyrstu staðpróf- un á áhrifum íslensku gosöskunnar sem fram fer í heiminum. „Ég var staddur í Kaupmannahöfn í ösku- stoppinu í apríl og var þar fastur í fimm daga,“ segir Þorsteinn I. Sig- fússon, forstjóri Nýsköpunarmið- stöðvar. Þar segist hann hafa feng- ið hugmyndina að rannsókninni. Fyrsta skref frekari rannsókna „En hugmyndin fólst í því að taka hluta úr flugvélarhreyfli, svokall- aða leiðiskóflu, eða nozzle guide vane, og framkalla þær aðstæð- ur sem yrðu í raun og veru,“ segir Þorsteinn og kveður rannsókn- ina á áhrifum gosösku á flug- vélahreyfla hafi legið vel fyrir Nýsköpunarmiðstöð, því hún hafi annast margvíslegar aðrar rann- sóknir á áhrifum umhverfisins á vélarhluta. „Til dæmis hvernig sandur sem berst með ám skemm- ir hverfla hjá Landsvirkjun og svo höfum við verið að skoða áhrifin sem jarðhitagas hefur á rör og leiðslur í slíkum virkjunum.“ Þorsteinn kynnti niðurstöður rannsóknarinnar á blaðamanna- fundi í gær með vísindamönnun- um Ara Trausta Guðmundssyni og Ingólfi Þorbjörnssyni, en þær voru jafnframt afhentar Pétri Maack flugmálastjóra. Fram kom á fund- inum að skýrslan sem þá var kynnt væri bara fyrsta skrefið í frekari rannsóknum á áhrifum íslenskrar ösku á flugvélarhreyfla. Í tilrauninni var safnað ösku í nágrenni Eyjafjallajökuls, hún sigtuð og minnsta kornastærð aðgreind. „Kornastærðin við til- raunirnar varð að vera minni en 57 míkrómetrar eða 57 milljónustu hlutar úr metra,“ segir Þorsteinn. Síðan voru leiðiskóflurnar, sem komu frá þremur framleiðendum flugvélahreyfla hitaðar í gasloga, allt upp í 1.600°C sem mun vera algengur hiti í hreyflum. Ösku var svo dreift á skóflurnar, bæði með og án þrýstilofts. Fram kom í máli Ara Trausta Guðmundssonar jarðvísindamanna á fundinum í gær að askan væri í raun glersalli, með snefilefnum, og því hafi hún bráðnað í hitanum og þakið málmstykkin. Hefur áhrif á hönnun flugvéla Síðan var fylgst með kólnuninni og hún kvikmynduð um leið. „Við um það bil 600°C byrjaði glerkennd húðin að flagna af málminum og innan fárra mínútna voru stykk- in án ösku og hafði þunn himna sem þau eru varin með fylgt með öskuskáninni. Skýringin er sú að á hitastigsbilinu 730 til 600 stig verða formbreytingar á glerskán- inni; hún dregst saman, missir samloðun við málminn og flagnar af,“ segir í lýsingu Nýsköpunar- miðstöðvar á tilrauninni. Um leið voru mældir eiginleikar fasabreyt- inga í öskunni. Ummyndunin sem verður til þess að öskuglerið flagnar af málmi hreyfilsins þegar hann kólnar er því hugsanlega sögð skýra hvers vegna tókst að koma hreyflum Boeing-þotunnar, sem lenti í vand- ræðum árið 1982, aftur í gang. Þorsteinn segir næstu skref fel- ast í því að kanna fleiri túrbínu- hluta með sama hætti, auk þess sem gerðar verði sams konar til- raunir með sand af Arabíuskaga og úr Sahara. „Þessi hegðun aðskota- korna í þotuhreyflum varðar miklu um viðbrögð við hættu í flugum- ferð af völdum eldgosa og sand- foks,“ segir hann og fagnar því að með þessum hætti hafi mátt sýna umheiminum íslenskt hugvit að verki, við að bregðast við vá sem uppruna sinn átti hér á landi. Þorsteinn segist búast við tölu- verðum áhuga flugfélaga og flug- vélaframleiðenda á niðurstöðum Nýsköpunarmiðstöðvar, en brugð- ist verði við beiðnum um upplýsing- ar í samráði og samvinnu við Flug- málastjórn. Þorsteinn segir að jafnvel megi við því búast að framleiðendur flugvélahreyfla endurskoði, í ljósi niðurstaðna nýju rannsóknarinnar, hvernig háttað er hönnun kælibún- aðar hreyflanna. Þá segir Þorsteinn mikilvægt fyrir Ísland að gera sig með þess- um hætti gildandi í rannsóknum sem séu að fara af stað á vettvangi Evrópusambandsins á áhrifum eld- gosa á flugiðnað í kjölfar gossins í Eyjafjallajökli. FRÉTTASKÝRING: Hvað gerist í brennheitum þotuhreyfli þegar inn í hann berst gosaska? Óli Kristján Ármannsson olikr@frettabladid.is barna kuldaskór smábarna kuldaskór Verð: 33.000 kr. (Stærðir: 38- 42) Verð: 16.800 kr. (Stærðir: 25- 38) Verð: 11.500 kr. (Stærðir: 21- 25) K E EN K E EN K E EN dömu kuldaskór Hlýir og þægilegir uppháir kuldaskór fyrir dömur. Fóðraðir með gerviskinni og gott grip í sóla. Góðir vatnsheldir barna kuldaskór með snjóvörn. Leður neðst á skóm, gott grip í sóla og távörn. Hlýir og léttir smábarna kuldaskór sem auðvelt er að klæða börnin í. Távörn og gott grip í sóla. Öskuglerið flagnar af við kólnun Ný íslensk rannsókn sýnir hvernig gosaska verður að gleri í hita flugvélahreyfla, en flagnar síðan af þegar glerið dregst saman við kólnun. Ferlið varpar nýju ljósi á hvað gerðist þegar drapst á öllum fjórum hreyflum Boeing 747 þotu yfir Jövu árið 1982. ÚR NÝRRI SKÝRSLU NÝSKÖPUNARMIÐSTÖÐVAR Hér má sjá hluta af svokallaðri leiðiskóflu (e. nozzle guide vane) úr þotuhreyfli sem fengið hefur á sig öskuglerung. Myndirnar sýna um 12 mínútna kælingu. Efst til vinstri er hitinn um 880°C, á efstu mynd til hægri er hann um 760°C og á neðstu mynd til vinstri hefur hitinn fallið í um 650°C. Vel má sjá öskuglerið sem myndast á skóflunni. Á myndinni neðst til hægri hefur liðið um tugur mínútna og sést hvernig öskuglerið hefur flagnað af. MYND/NÝSKÖPUNARMIÐSTÖÐ ÍSLANDS Á KYNNINGU Í GÆR Ari Trausti Guðmundsson jarðvísindamaður sýnir fína ösku úr Eyja- fjallajökli sem notuð var í nýrri rannsókn á áhrifum hennar á flugvélahreyfla. Honum á hægri hönd sitja Þorsteinn I. Sigfússon og Ingólfur Þorbjörnsson. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Við höfðum ekki hugmynd um hvað var að gerast. Það drapst bara á hreyflunum,“ sagði Eric Moody, flugstjóri Boeing 747 farþegaþotunnar sem flaug í gegn um ösku- ský við Jövu, 24. júní 1982, í viðtali við Fréttablaðið á flugráðstefnu sem Keilir stóð fyrir um miðjan septemb- er. Flogið var að næturlagi og því sást ekki til öskuskýs- ins. „Við vissum ekki orsökina fyrr en tveimur dögum eftir að við vorum lent.“ 247 farþegar voru í vélinni og 16 í áhöfn og máttu allir innanborðs ganga í gegn um nagandi óvissu um afdrif sín þær 16 mínútur sem liðu frá því að drepast tók á hreyflum vélarinnar, þar til tókst að koma þeim í gang á ný. Sjálfur sagðist Moody hafa haft of mikið að gera við að fljúga vélinni til þess að finna sjálfur fyrir hræðslu. Nú hefur ný rannsókn Nýsköpunarmiðstöðvar varpað ljósi á hvernig aska bráðnar í hita hreyflanna og verður að gleri sem stöðvar þá, en flagnar síðan af á ný þegar hreyflarnir kólna. Vissu ekki hvað var að gerast Eftir hraungosið við austurrætur Eyjafjallajökuls sem hófst 20. mars síðast- liðinn og stóð í tuttugu daga hófst gjóskugos í toppgíg eldfjallsins 14. apríl. „Það stóð í um fjörutíu daga og skilaði um 300 milljón rúmmetrum af ísúrri andesítgjósku til umhverfisins,“ segir í tilkynningu Nýsköpunarmiðstöðvar. „Gosstrókar náðu um 30 þúsund feta hæð, rúmum níu kílómetrum, og barst aska til meginlands Evrópu. Mest var sprengivirknin fyrstu vikuna og vegna öskudreifar í loftrými margra landa var ákveðið að leggja flugumferð niður í um það bil sex daga.“ Í kjölfarið hófu flugmálayfirvöld, ríkisstofnanir og sérfræðingar umræður og rannsóknir svo taka mætti til við aðgerðir sem lágmörkuðu tjón af völdum eldgosa í flugþjónustu. Áhrif eldgossins ERIC MOODY „Fyrst og fremst er þarna verið að afla almennrar þekk- ingar sem getur haft gildi fyrir flugumferð í heiminum,“ segir Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri um gildi rann- sóknar á borð við þá sem Nýsköpunarmiðstöð kynnti í gær. „Síðan skiptir auðvitað líka máli og er skemmtilegt, af því gosið var jú tengt okkur, að nýrrar þekkingar sem ekki hefur verið til staðar áður sé aflað hér á landi.“ Rannsóknina sem slíka segir Ólöf þó tæpast hafa mikil áhrif til Íslandskynningar, fyrst og fremst hafi hún hagnýtt gildi í flugiðnaði. „En það skiptir auðvitað máli að þess sjáist stað að við viljum skilja hvað það er í eðliseiginleikum okkar lands sem haft getur svo víðtæk áhrif,“ segir hún og bendir á að auk þessarar rannsóknar hafi Keilir staðið fyrir umfangsmikilli alþjóðlegri ráðstefnu í september um áhrif gossins í Eyjafjallajökli. ÓLÖF ÝRR ATLADÓTTIR Hagnýtt gildi fyrst og fremst

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.