Fréttablaðið - 28.10.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 28.10.2010, Blaðsíða 36
 28. OKTÓBER 2010 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● hillur og skápar Rými-Ofnasmiðjan ehf. er eitt rótgrónasta fyrirtæki landsins sem selur hillur en á næsta ári á fyrirtækið 75 ára afmæli. Starfsmenn fyrirtækisins hafa langa reynslu af ráðgjöf og sölu á hillum fyrir bókstaflega alla muni. Til að gera langa sögu stutta hefur Rými-Ofnasmiðjan sett upp hillur í 950 verslunum, 320 lagerum og á 25 bókasöfnum á öllu landinu. Þá má finna skjalaskápa frá Rými á um 45 verkfræði- og arkitekta- stofum og á heilsugæslustöðvum um land allt. Thomas Möller hag- verkfræðingur er framkvæmda- stjóri fyrirtækisins. „Fyrstu 30 árin sem fyrirtækið var starfrækt var það eini sölu- aðilinn hérlendis í hillum sem voru þá ætlaðar til alls kyns hugsanlegrar notkunar. Það vill oft gleymast að hillur eru í öllum fyrirtækjum, stofnunum, söfnum, verkstæðum og heimilum á land- inu,“ segir Thomas. „Meðal þess sem er ofarlega á okkar sölulista núna er ný lína af bókasafnshillum sem kall- ast Sysco. Þær eru léttar, ódýrar og flottar og sérhannaðar fyrir bókasöfn. Þá bjóðum við upp á læsta skápa sem eru mikið tekn- ir en í þeim má geyma hvers kyns lyf, tóbak, áfengi, varahluti og aðra verðmæta muni. Við seljum mikið af hillum með læsanlegum hurðum í bílskýli og sameignir þar sem fólk getur geymt dekkin sín, hreinsiefni og annað dót. Við bjóðum upp á mikið af sérhönnuð- um lausnum fyrir bílskýli og sam- eignir,“ segir Thomas. Fjöldi fyrirtækja leitar til Rýmis til að fá ráðgjöf um hvernig nýta megi lagerhúsnæði til fulls og auka öryggið. „Algeng mistök sem fólk gerir þegar það festir kaup á hillum er að það fjárfestir í ódýrum og óvönduð- um lausnum, en óstöðugar hillur geta orðið að hreinni slysahættu. Þannig höfum við fengið við- skiptavini eftir jarðskjálfta sem reyndust vera með of veikburða hillur frá okkar samkeppnisað- ilum. Verslunareigendur ættu líka að huga að þessu þegar þeir leggja upp með að innrétta versl- anir sínar.“ Thomas segir að undanfarin misseri hafi verið gaman að fylgjast með þeirri grósku sem er í minni verslunarrekstri, svo sem minjagripabúðum, hönnun- arverslunum og slíku. „Fólk er hugmyndaríkt og duglegt að koma sinni starfsemi á koppinn en það vefst fyrir mörgum hvernig best sé að innrétta verslanirnar. Fyrir þessa aðila höfum við meðal ann- ars boðið upp á svokallaða „Shop in a Box“ eða „Búð í kassa“ sem inniheldur innréttingar, með af- greiðsluborði og öllu tilheyrandi, sem setja má upp á hálftíma. Auk þess bjóðum við upp á inn- kaupa- og flutningsgrindur en þar sem við erum í stálbransan- um framleiðum við ýmislegt, svo sem okkar eigin starfsmanna- skápa. Um 5.000 starfsmanna- skápar frá Rými eru í notkun á landinu en þeir eru framleiddir með tækjum okkar í Kópavogi og sprautaðir í næsta húsi. Þeir eru okkar hönnun sem hefur staðist tímans tönn í áratugi. Ef fólk er að leita að góðum lausnum erum við með góða ráðgjafa með ára- tuga reynslu á þessum sviðum,“ segir Thomas. Rými býður upp á hillur fyrir alla mögulega hluti Rými-Ofnasmiðjan hefur verið starfrækt í nærri 75 ár. Thomas Möller hagverkfræðingur er framkvæmdastjóri Rýmis- Ofnasmiðjunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Rými-Ofnasmiðjan hefur hafið sölu á svokölluðum sorpflokkunar- kerfum, en fyrirtæki vilja nú vera til fyrirmyndar á þessu sviði í auknum mæli. Thomas Möller, framkvæmdastjóri Rýmis-Ofna- smiðjunnar, bjó í Þýskalandi fyrir um 25 árum þar sem sorpflokk- un var reglan. Hann segir mikla vakningu í gangi hérlendis í þeim málum. „Á þeim tíma þótti sjálfsagt þar ytra að flokka bókstaflega allt sorp en það er fyrst allra síðustu árin hér heima sem vakningin hefur átt sér stað og þróunin er hröð. Við seljum um 50 tegundir af sorp- ílátum og má nefna að við erum með nýja línu af ílátum sem eru sérstaklega hönnuð fyrir flokkun.“ Þess má geta að Vestmannaeyja- bær og Seltjarnarnesbær keyptu sorpílát frá Rými-Ofnasmiðjunni nýlega. Sorpflokkun alls staðar ● ÖRYGGISEFTIRLIT MEÐ HILLUM Rými-Ofnasmiðjan er þessa dagana að fara af stað með öryggiseftirlit með hillukerfum. Lagerar geta verið hættulegt vinnuumhverfi og nokkur dæmi eru um að hillur hafi hrunið. Erlendis hafa orðið alvarleg slys á lagerum en það eru fram- kvæmdastjórar sem bera ábyrgð á lagerum og þurfa að passa upp á að öryggisatriðin séu í lagi,“ segir Thomas Möller. „Við munum bjóða fyrir- tækjum upp á öryggisúttekt á lagerum, sem er þá gerð í samræmi við Evrópulöggjöf á þessu sviði sem er mjög ströng.“ Rými-Ofnasmiðjan býður upp á nýja línu af ílátum sem eru sérstaklega hönnuð fyrir flokkun. ● RÝMI-OFNASMIÐJAN aðstoðar verslanir með allt frá hönnun, smíði og uppsetningu á innréttingum. Einnig býður fyr- irtækið upp á hvers kyns verð- merkingar, hillumerkingar, inni- skilti og útiskilti. Þá eru til um 75 tegundir af gínum og 50 teg- undir af fataslám fyrir verslanir sem þurfa á þannig útbúnaði að halda. Tilboðskörfur og framstill- ingarbúnaður fæst í þúsund út- færslum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.