Fréttablaðið - 28.10.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 28.10.2010, Blaðsíða 18
 28. október 2010 FIMMTUDAGUR18 Umsjón: nánar á visir.is Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,74 prósent á milli mánaða og mælist verðbólga nú 3,3 pró- sent samanborið við 3,7 prósent í september. Sé húsnæðisliður tek- inn úr tölunum mælist verðbólga nú 4,6 prósent. Þetta er nokkuð minna en grein- ingaraðilar gerðu ráð fyrir. IFS Greining spáði 3,1 prósents verð- bólgu í mælingunni en Greining Íslandsbanka 3,0 prósentum. Helst munar um meiri hækkun á húsa- leigu, hitaveitukostnaði, flugferð- um til útlanda og matvöruverði en gert var ráð fyrir. Greining Íslandsbanka segir mælingu ekki breyta spá um verð- bólguþróun næstu mánuði. Verð- bólga muni hækka næstu mánuði fram til áramóta vegna frekari áhrifa af hækkun veitufyrirtækja og verðhækkunum á landbúnað- arhrávörum erlendis. Verðbólgan muni engu síður hjaðna hægt og bítandi. Greining bankans gerði ráð fyrir því fyrir mánuði að verðbólga verði komin niður að langþráðum verðbólgumarkmiðum Seðlabank- ans um næstu áramót og standi þá í 2,4 prósentum. - jab KLÆÐALAUSAR ÚTSÖLUGÍNUR Verð á fatnaði hækkaði meira milli mánaða en grein- ingaraðilar höfðu spáð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Verðbólga liggi við verðbólgumarkmið um áramótin: Kostnaður reyndist hærri en spáð var Helstu kostnaðarliðir í verðbólgutölunum* Liður Hitaveita 23,5% Flugfargjöld til útlanda 15,6% Kostnaður vegna eigin húsnæðis 0,9% Mat- og drykkjarvara 0,7% * Heimild: Hagstofa Íslands Fyrrverandi framkvæmda- stjóri Novators íhugar að fara í mál við DV, dragi blaðið ekki til baka ásakan- ir um að hann hafi átt þátt í falli krónunnar með banda- rískum fjárfestum. Ekkert beinlínis rangt við stöðutök- ur, segir siðfræðingur. „DV er að reyna að skemma þessi viðskipti með Sjóvá með rakalaus- um þvættingi,“ segir Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir um grein- ar blaðsins um meinta stöðutöku hans gegn íslensku krónunni árið 2007 með bandarískum vogunar- sjóðum. Á sama tíma var hann framkvæmdastjóri Novators, félags Björgólfs Thors Björgólfs- sonar. Heiðar krefst þess að DV dragi fullyrðingar sínar til baka, ellegar höfði hann meiðyrðamál gegn blaðinu. Heiðar fer fyrir hópi fjárfesta sem eiga í viðræðum um kaup á tryggingafélaginu Sjóvá. Búið er að semja um verð og afhendingu hlutabréfa. Aðeins vantar undir- ritun seðlabankastjóra sem inn- siglar kaupsamninginn auk sam- þykkis Fjármálaeftirlits. Heiðar veit ekki hvað skýrir tafirnar en Óttast að frétt DV setji Sjóvárkaup í uppnám STIG er væntingavísitala Gallups í mánuðinum. Vísitalan hrundi um 35,7 stig frá í september og hafa neytendur ekki verið svartsýnni í rúmt ár, að sögn Greiningar Íslandsbanka. 32 FLUTTI VARNAÐARORÐ Fáir vildu hlusta á varnaðarorð þekktustu hagfræðinga heims um hættuna sem steðjaði að Íslandi á árunum fyrir hrun, segir fjár- festirinn Heiðar Már Guðjónsson. útilokar ekki að skrif DV hafi áhrif. „Það er Fjármálaeftirlit- ið sem á að dæma hver megi eiga tryggingafélag, ekki DV,“ segir hann. Heiðar vill ekki gefa upp verðið, segir það trúnaðarmál. Þó sé það helmingi hærra en aðrir buðu auk þess að greitt verður í beinhörðum peningum. Ekki er tekið lán fyrir kaupunum, að hans sögn. „Málið er í vinnslu,“ segir Rúnar Guðmundsson, sviðsstjóri á vátryggingasviði Fjármálaeft- irlitsins. Eftirlitið þarf að sam- þykkja öll kaup á svokölluðum virkum eignarhlutum, sem er yfir tíu prósentum. Á meðal þess sem eftirlitið skoðar er þekking bjóð- enda á tryggingastarfsemi, fjár- hagslegur styrkur þeirra og orð- spor. jonab@frettabladid.is „Stöðutaka gegn krónunni eða hlutabréfum er sem slík ekki röng. Ef þú hins vegar reynir að raungera verðlækkun með einhverjum hætti, svo sem samstarfi við áhrifamikla aðila, og hvetur þá til að fella gjaldmiðilinn, þá tekurðu ekki tillit til hagsmuna þeirra sem geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér en eru bundnir gjald miðlinum,“ segir Stefán Einar Stefánsson, við- skiptasiðfræðingur við Háskólann í Reykjavík. Hann bendir á að með sama hætti geti neikvæð áhrif á stöðutöku gegn fyrirtækjum, það er þegar fjárfestar veðja á að gengi hlutabréfa í tilteknum fyrirtækjum muni lækka mikið, haft áhrif á starfsfólk fyrirtækisins. Alltaf tapar einhver á stöðutöku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.