Fréttablaðið - 29.10.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 29.10.2010, Blaðsíða 2
2 29. október 2010 FÖSTUDAGUR Jóhann, ertu nokkuð að koxa á þessu? „Alls ekki, ég er ekki vanur að bregðast þegar ríður á miklu.“ Jóhann Páll Valdimarsson bókaútgefandi stendur fyrir komu kynlífsfræðingsins Tracey Cox vegna útgáfu nýrrar bókar frá henni. NÁTTÚRA Eyjafjallajökull virð- ist nú búinn að ná sínum fyrri lit og blasti hvítur og tignarlegur við ljósmyndara Fréttablaðsins í Vestmannaeyjum. Jökullinn var svartur ásýndar eftir eldgosið í vor, en með kóln- andi veðri og snjókomu á fjöllum er hann aftur orðinn hvítur. Enn stígur gufa úr jöklinum enda hitinn lengi að hverfa eftir gosið. Eldgosinu sjálfu er þó löngu lokið. - bj Ásýnd jökuls orðin eðlileg: Eyjafjallajökull er hvítur á ný HVÍTUR Vestmannaeyingar geta nú séð hvítan jökul á ný. Hér er Bjarnarey í forgrunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON SPURNING DAGSINS SJÁVARÚTVEGUR „Sú ósanngjarna afstaða Nor- egs og Evrópusambandsins, sem endurspegl- ast í fáránlegri tillögu þeirra um 3,1 pró- sents hlutdeild Íslands í makrílveiðunum á næsta ári, veldur okkur miklum vonbrigðum. Tillagan er algjörlega óraunhæf og ekki til þess fallin að stuðla að lausn málsins,“ segir Tómas H. Heiðar, formaður samninganefnd- ar Íslands. Viðræður strandríkjanna fjög- urra, Íslands, ESB, Færeyja og Noregs, hófust í London á þriðjudag en þeim lauk síðdegis í gær. Tilboðið er runnið undan rifjum Norð- manna, en er stutt af ESB. Það þýðir að kvót- inn færi úr 130 þúsund tonnum niður í 26 þúsund tonn en veiðar Íslendinga í ár voru 17 prósent af veiðistofni. Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra sagði á aðalfundi LÍÚ í gær að tilboðið væri fráleitt. Tómas segir að tillaga ESB og Noregs bendi „eindregið til þess að þessir aðilar telji sig í raun eiga makrílstofninn einir og séu þess umkomnir að skammta Íslendingum og Fær- eyingum smávægilega kvóta“. Tómas segir að það hafi tekið mörg ár fyrir Norðmenn og ESB að viðurkenna stöðu Íslands sem strandríkis og sennilega þurfi þeir að fá svigrúm til að venjast breyttu útbreiðslu- og göngumynstri makrílsins. Í því ljósi sé ef til vill óraunhæft að ætla að sömu aðilar verði fljótir til að viðurkenna sann- gjarna hlutdeild Íslands í makrílstofninum. Ákveðið var að halda viðræðunum áfram í London dagana 8.-12. nóvember. - shá Norðmenn og Evrópusambandið bjóða Íslendingum 3,1 prósent af veiðistofni makríls: „Þeir telja sig í raun eiga makrílstofninn“ FÓLK „Það voru nokkur rotin epli sem skemmdu fyrir hópnum,“ segir Rögnvaldur Gunnar Gunn- arsson, formaður Orators, félags laganema, um ferð félagsins á Þingvelli í síðasta mánuði. Orator fer árlega með nýnema í „vísindaferð“ á haustin á Þingvelli. Jafnan eru einhverjir úr hópi eldri nema með í förinni. Mörg næstlið- in ár hefur ölvun verið áberandi í þessum ferðum. Þingvallanefnd lýsir ferðinni í síðasta mánuði sem „skrílslátum“. Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins drukku leiðangursmenn Orator margir áfengi ótæpilega á för sinni um Almannagjá og víðar um þjóðgarðinn og var framkoma þeirra í samræmi við það. „Menn eru eðlilega viðkvæmir fyrir slíkri hegðun á Þingvöllum því þetta er heilagur staður í huga flestra,“ segir Álfheiður Ingadótt- ir, formaður Þingvallanefndar, sem kveður alls konar kvartanir hafa borist vegna framgöngu Orat- ors-liða og það ekki í fyrsta sinn. Ölvun hafi um margra ára skeið verið áber- andi í þessum haustferðum. Álheiður segir að hún og Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðs- vörður hafi í kjölfarið rætt við formann og varafor- mann Orat- ors. „Við erum mjög ánægð með það samtal sem við áttum og stjórn Orators hefur ákveðið hvernig að þessu verður staðið framveg- is. Næsta haust þegar laganem- ar koma til Þingvalla þá verður tekið á móti þeim eins og tekið er best á móti gestum þjóðgarðsins. Við viljum taka á móti laganem- um sérstaklega á Þingvöllum með viðeigandi hætti,“ ítrekar formað- ur Þingvallanefndar. „Við fórum á fund með þjóð- garðsverði og formanni Þing- vallanefndar og erum búin að setja nýjar reglur um þessa ferð. Þannig að þetta mun aldrei gerast aftur og við erum búin að biðjast afsök- unar. Okkur brá auðvitað og það verður ekki leyft að hafa áfengi um hönd í þessum ferðum fram- vegis,“ segir formaður Orators og undirstrikar að félagið snúist alls ekki um áfengisdrykkju. „Við veitum almenningi til dæmis ókeypis lögfræðiaðstoð öll fimmtudagskvöld og höfum stað- ið fyrir málþingum um ýmis merk mál á borð við gengistryggingu lána og mansal,“ segir Rögnvald- ur Gunnar Gunnarsson. gar@frettabladid.is Laganemar á teppið eftir ferð á Þingvelli Vísindaferð Orators, félags laganema, á Þingvelli endaði á teppinu hjá formanni Þingvallanefndar og þjóðgarðsverði. Ástæðan er ofurölvun og skrílslæti. Stjórn Orators baðst afsökunar. Laganemar lofa að vera allsgáðir á Þingvöllum að ári. ÁLFHEIÐUR INGADÓTTIR Á ÞINGVÖLLUM Framkoma ölvaðra laganema í vísindaferð á Þingvöllum 10. september síðastliðinn varð til þess að fulltrúar stjórnar félagsins þurftu að biðjast afsökunar á félögum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/ TÓMAS H. HEIÐAR Formaður íslensku samninganefndar- innar segir tillögu Noregs og Evrópu- sambandsins hafa valdið miklum vonbrigðum. FJÖLMIÐLAR Sigurður Elvar Þór- ólfsson hefur verið ráðinn frétta- stjóri íþrótta hjá 365 miðlum. Hann mun hafa yfirumsjón með íþróttafréttum á Vísi, í Frétta- blaðinu og í fréttatímum Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Íþróttafrétta- menn allra þessara miðla munu heyra undir hann. Þessi ráðstöf- un er þáttur í vaxandi samvinnu miðlanna. Með aukinni samvinnu og samnýtingu starfskrafta á að nýta betur sérþekkingu íþrótta- fréttamannanna, að því er fram kemur í frétt frá útgáfufélaginu. Sigurður Elvar er menntað- ur íþróttakennari og lauk fram- haldsnámi frá Íþróttaháskólanum í Ósló. Hann hefur starfað sem íþróttafréttamaður á Morgun- blaðinu og mbl.is síðastliðin tíu ár, síðustu tvö árin sem fréttastjóri íþróttafrétta. Íþróttafréttastjóri 365 miðla: Sigurður Elvar ráðinn til starfa SJÁVARÚTVEGUR Grundvöllur afla- markskerfisins er brostinn fari ríkisstjórnin fyrningarleiðina í sjávarútvegi, sagði Adolf Guðmunds- son, formað- ur Landssam- bands íslenskra útvegsmanna, á aðalfundi sam- bandsins í gær. Hann sagði að undan- farin ár hafi verið dregið verulega úr veið- um á mörgum fiskistofnum til að byggja þá upp. Til lítils hafi verið barist nái hugmyndir stjórnvalda fram að ganga. Adolf sagði marga sem vilja nú breyta reglum eða skattleggja sjávarútveginn sérstaklega segj- ast drifnir áfram af sanngirni, jafnræði og mannréttindum. Lítið fari hins vegar fyrir áherslu á mannréttindi þeirra sem starfi í sjávarútvegi. - bj LÍÚ gagnrýnir fyrningarleiðina: Grundvöllur kerfis brostinn SIGURÐUR ELVAR ÞÓRÓLFSSON ADOLF GUÐMUNDSSON GRÆNLAND Jonathan Motzfeldt, fyrrverandi formaður græn- lenska Siumut-flokksins, féll frá í gær, 72 ára að aldri. Motzfeldt hafði glímt við krabbamein, en var í gær lagður inn á sjúkrahús með lungnabólgu. Þar lést hann af völdum heila- blæðingar, að því er fram kemur á fréttavefnum Sermitsiaq. Motzfeldt var formaður Siumut frá 1977 til 2002, með þremur stuttum hléum. Hann sat á græn- lenska landsþinginu frá 1979 til 2009. Hann var formaður lands- stjórnarinnar frá því Grænland fékk heimastjórn árið 1979, allt til ársins 1991, og aftur frá 1997 til 2002. - bj Virtur leiðtogi kveður: Jonathan Motz- feldt fallinn frá JONATHAN MOTZFELDT DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur dæmt Jón Dagbjartsson í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn ungri stúlku sem var vist- uð á meðferðarheimilinu Árbót í Aðaldal. Jón, sem er 42 ára, var þar starfsmaður. Hann á jafn- framt að greiða stúlkunni 1.250 þúsund krónur í skaðabætur. Héraðsdómur Norðurlands eystra hafði áður dæmt Jón í tveggja og hálfs árs fangelsi og sömu skaðabóta. Maðurinn var sýknaður af ákæru um brot gegn annarri stúlku sem vistuð var á Árbót. -jss Fyrrum starfsmaður dæmdur: Braut gegn stúlku á með- ferðarheimili FJÖLMIÐLAR Bleiki hnefinn – aðgerðahópur róttækra kynvill- inga skorar á Ríkisútvarpið (RÚV) að taka upp orðið transfólk í stað orðsins kynskiptingur. Þetta á við þegar fjallað er um þá einstakl- inga sem falla ekki að hefðbundn- um hugmyndum um tvískiptingu kynjanna. Samtökin Trans-Ísland hafa farið þess á leit við RÚV að hætta notkun á orðinu kynskiptingur, þar sem sumum einstaklingum þyki það niðrandi og neikvætt. Einnig er tekið fram í tilkynningu sem Bleiki hnefinn sendi frá sér að með notk- un á orðinu sýni RÚV fram á virð- ingarleysi þar sem sumum þyki orðið særandi. Ásgrímur Angantýsson, málfars- ráðunautur RÚV, kannast ekkert við málið og fullyrðir að það hafi aldrei komið inn á borð til sín. Ef honum hefði borist slík beiðni hefði hann svarað henni og tekið hana til fullrar athugunar. Hann fagnar því að heyra þessa tillögu lagða fram og sér ekkert því til fyrirstöðu um að taka upp orðið transfólk í stað- inn fyrir orðið kynskiptingar. „Ég sé enga ástæðu til þess að útiloka það að notkun á orðinu verði tekin upp, alls ekki,“ segir Ásgrímur. „Þetta er notað, sums staðar í formlegu samhengi eins og í lagafrumvarpi og víðar.“ - sv Aðgerðahópur skorar á Ríkisútvarpið að hætta notkun á orðinu kynskiptingur: Notkun orðsins þykir særandi ÚTVARPIÐ Málfarsráðunautur útilokar ekki notkun orðsins transfólk. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KÍNA, AP Hraðasta ofurtölva heims er í Kína, samkvæmt tilkynningu á vef kínverskra tölvurannsókna í gær. Tölvan heitir Tianhe-1 og er í Þjóðarmiðstöð fyrir ofurtölvur í hafnarborginni Tianjin. Tölvan ræður við samfelldan útreikning 2.507 petafloppa, sem sagður er samsvara 2.507 trillj- ónum útreikninga á sekúndu. Á toppi opinbers lista yfir ofur- tölvur, TOP500, trónir nú tölva orkumálaráðuneytis Bandaríkj- anna, Cray XT5 Jaguar. Sá listi er uppfærður á hálfsársfresti. - óká Skilar 2.507 petafloppum: Hraðasta ofur- tölvan er í Kína
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.