Fréttablaðið - 29.10.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 29.10.2010, Blaðsíða 4
4 29. október 2010 FÖSTUDAGUR SJÁVARÚTVEGUR Mögulegt verður að gefa út byrjunarkvóta í loðnu strax í byrjun nóvember. Þetta bygg- ir á frumniðurstöðum leiðangurs Hafrannsóknastofnunar sem er að ljúka. Magn ungloðnu lofar góðu um veiðar næstu vertíðar. Hafrannsóknastofnunin hefur staðið fyrir umfangsmiklum leið- angri rannsóknaskipanna Árna Friðrikssonar og Bjarna Sæmunds- sonar umhverfis landið sem einn- ig nær til grænlenskrar lögsögu. Bjarni kom til hafnar fyrir viku en Árni er enn við mælingar þar sem útbreiðsla loðnustofnsins er meiri en gert var ráð fyrir í upphafi. Nú þegar hefur mælst meira en sem nemur 400 þúsund tonnum, sem aflaregla kveður á um að sé skil- ið eftir til hrygningar, og því ljóst að Hafrannsóknastofnunin mun veita ráðgjöf um aflamark fyrir komandi vertíð fljótlega eftir að leiðangrinum lýkur. Ekki var gefinn út loðnukvóti á síðustu vertíð fyrr en í lok jan- úar. Árið áður skilaði dauðaleit að loðnu engu nema fimmtán þúsund tonna kvóta í rannsóknaskyni. Þá ríkti mikil svartsýni um afdrif stofnsins. Nú eru vísbendingar um að magn ungloðnu, sem verð- ur uppistaða veiða á vertíðinni 2011/2012, sé mun meira en mælst hefur í mörg ár. Sveinn Sveinbjörnsson, sérfræð- ingur á nytjastofnasviði Hafró, getur ekki gefið upp hversu mikið mældist af loðnu umfram 400 þúsund tonna lágmarkið, enda sé úrvinnslu gagna ekki lokið. „En þessi mæling er í góðu meðallagi, það er óhætt að fullyrða það. Þetta þýðir að þarna er þolanlegur efni- viður ef ekki verða ófyrirséð afföll á þessum árgangi.“ Sveinn segir að dreifing loðn- unnar sé með öðrum hætti en oft áður. Hún er vestar; nær Græn- landi og ekki vitað hvort það hafi áhrif á afkomu seiðanna þar sem þetta dreifingarmynstur er for- dæmalaust. Þó þessar niðurstöður bendi til að ástand loðnustofnsins og horf- ur í loðnuveiðum séu betri en verið hefur um nokkurt skeið, benda mælingarnar þó til að hrygningar- stofn loðnunnar sé enn mun minni en hann var í lok síðustu aldar. „Hér áður fyrr gáfu mælingar á þessum tíma mörg hundruð þúsund tonna veiðikvóta ár eftir ár. En þetta eru engu að síður góðar fréttir“, segir Sveinn. svavar@frettabladid.is Loðnustofninn sagður sýna greinileg merki um bata Rannsóknir sýna að ástand loðnustofnsins er betra en undanfarin ár. Upphafskvóti verður gefinn út fljót- lega. Magn ungloðnu lofar góðu fyrir vertíðina 2011/2012. Stofninn er þó lítill í sögulegu samhengi. Á NÖSUNUM Vestmannaeyjahöfn í mars 2010. Ísleifur að leggjast að bryggju með fullfermi. Kap bíður í innsiglingunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR 111,81 112,35 177,6 178,46 155,78 155,35 20,768 20,89 19,024 19,136 6,637 16,735 1,3743 1,3823 206,4749 176,48 175,96 VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 23° 17° 13° 12° 14° 18° 12° 12° 25° 15° 24° 13° 28° 9° 16° 14° 9°Á MORGUN Hvassviðri eða stormur með N- og A-strönd. SUNNUDAGUR Strekkingur V-lands annars hægari. 2 -31 1 -2 2 2 3 34 3 3 3 3 2 4 3 5 4 6 -3 3 7 8 5 5 10 6 13 12 5 186 8 VONSKUVEÐUR Veður fer versn- andi á austanverðu landinu þegar líður á daginn og í nótt og á morgun má búast við hvassviðri og jafnvel stormi með norður- og austurströndinni. Talsverð úrkoma verður norðan- og austanlands, snjó- koma eða slydda og þar má búast við ófærð. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður FÉLAGSMÁL Framkvæmdastjóri Sólheima í Grímsnesi segir starfseminni sjálfhætt um ára- mót ákveði ríkið ekki að tryggja þjónustu Sólheima þegar þjónusta við fatlaða verður færð frá ríki til sveitarfélaga. „Við erum skilin eftir [...], við erum að lenda í 100 prósenta nið- urskurði um áramót,“ segir Guð- mundur Ármann Pétursson, fram- kvæmdastjóri Sólheima, sem er heimili 43 fatlaðra einstaklinga. Guðbjartur Hannesson, félags- og tryggingamálaráðherra, segir að hann hafi ekki náð að kynna sér umkvörtunarefni stjórnenda Sólheima. Það sé þó skýrt að Sól- heimum verði ekki lokað. Guðmundur segir að stjórnend- ur Sólheima hafi fengið þau skila- boð að engin framlög til Sólheima verði á fjárlögum næsta árs, en um 270 milljónir voru eyrna- merktar starfseminni í ár. Sveitarfélögin munu taka yfir samninga ríkisins við sjálfstæða aðila sem veita fötluðum þjónustu. Guðmundur segir engan samning hafa verið í gildi við Sólheima síð- ustu tvö ár. Deilt hefur verið um niðurskurð og því ekki samið. „Við gerum þá kröfu að ríkið veiti okkur sömu tryggingu og það veitir sveitarfélögunum,“ segir Guðmundur. „Við erum að tala um líf, öryggi og þjónustu við 43 fatlaða ein- staklinga, þetta eru ekki ein- hverjar tölur á blaði.“ Sólheimar hafa verið starfandi frá árinu 1930. Elsti íbúi Sól- heima hefur búið þar í um 60 ár, segir Guðmundur. „Við höfum reynt að milda þetta eins og við getum gagnvart okkar fólki, en fólkið okkar er miður sín, það er ekkert öðruvísi.“ - bj Framkvæmdastjóri Sólheima óttast að starfsemin stöðvist um áramót við færslu málefna fatlaðra frá ríkinu: Sólheimum ekki lokað segir ráðherra HEIMILI Sólheimar í Grímsnesi hafa verið starfandi í um 80 ár, og sá sem lengst hefur búið þar hefur átt þar heim- ili í um 60 ár. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR ÞJÓÐKIRKJAN „Kynferðisbrot eru ekki liðin í starfi kirkjunnar og hún harmar það þegar slík mál koma upp,“ segir í yfirlýsingu frá biskupsstofu. Var tilkynning- in send út í kjölfar umfjöllunar um ásakanir um kynferðisbrot á hendur þremur prestum í síðasta mánuði sem eru nú á borði fagráðs þjóðkirkjunnar. Fagráð um meðferð kynferð- isbrota innan kirkjunnar starfar sjálfstætt og var stofnað árið 1998, Upp hafa komið 9 mál vegna ásak- ana á hendur kirkjunni um kyn- ferðisbrot á síðustu fimm árum. - sv Yfirlýsing frá biskupsstofu: Kynferðisbrot eru ekki liðin FÓLK „Það er nú stundum skrýt- ið lífið,“ segir Helgi Vilhjálms- son, kenndur við Góu. Hannesi Þór, syni Helga, var ráðinn bani á heimili sínu í ágúst. Nú hefur komið í ljós að Hannes átti son í Eistlandi – eitthvað sem fjölskylda hans hafði ekki hugmynd um. „Þetta eru gleðitíðindi og það er alltaf ljós í myrkrinu,“ segir Helgi en litli snáð- inn heitir Siim og er eins árs. „Mamma hans kom með hann til okkar og verður hjá okkur í tvo daga,“ segir Helgi sem er að vonum ánægður með nýja afa- barnið. „Það er mikil gleði í fjöl- skyldunni þó maður vilji nú fá að fylgjast með kúlunum hjá þeim. En svona er nýi tíminn,“ segir Helgi sem á þá orðið sex afabörn. „Og það sjöunda er á leiðinni.“ - kh Hannes Þór átti eins árs son: Glaður að hitta óvænt afabarn HELGI VILHJÁLMSSON Loðnuafli úr sjó Fiskveiðiár Afli 2005/2006 193.779 tonn 2006/2007 307.746 tonn 2007/2008 149.031 tonn 2008/2009 15.089 tonn 2009/2010 110.120 tonn AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is GENGIÐ 28.10.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Fjölbreytt og gott veganesti fyrir lífið Kjarngóð næring Ósaltað Ósykrað Engin aukaefni www.barnamatur.is Lífrænn barnamatu r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.