Fréttablaðið - 29.10.2010, Blaðsíða 40
Þeir eru upptökustjórar og tón-
listarmenn en umfram allt bræður.
Þrír mánuðir eru liðnir síðan Börkur
Hrafn og Daði Birgissynir tóku við
sem „útibússtjórar“ í Stúdíó Sýrlandi
í Skúlatúni. Það er eitt af þremur
hljóðverum Sýrlands og er í eigu
Þóris Jóhannssonar og Sveins Kjart-
anssonar. Þeir bræður sjá um dag-
legan rekstur hljóðversins og hafa
í nógu að snúast, enda er Sýrland
eitt rótgrónasta og flottasta hljóðver
landsins.
Þeir stofnuðu fönksveitina Jagúar
á sínum tíma og spiluðu með henni
í mörg ár en núna fer mestur þeirra
tími í að taka upp fyrir aðra tónlist-
armenn. Börkur er þó gítarleikari í
hljómsveit Jónasar Sigurðssonar,
Ritvélar framtíðarinnar, sem sendi
einmitt frá sér sína aðra plötu á
dögunum.
Bræðurnir eiga fyrirtækið Benzín
Music og ráku hljóðver í sjö ár á
Eiðistorgi áður en þeir færðu sig yfir
í Sýrland. „Það var töluvert lakari
aðstaða en við sniðum okkur stakk
eftir vexti,“ segir Daði um gamla
hljóðverið. „Í gamla daga byrjuðu
menn sem aðstoðarmenn eða upp-
vaskarar í stóru hljóðverunum, unnu
sig upp og tóku kannski við. Þetta
er kannski nýja leiðin. Menn eru í
smærri starfsaðstöðu og gera verk-
efni fyrir kannski minni listamenn
en svo stækka verkefnin. Þetta er
bara eðlilegt framhald af því. Það
er frábært að vera kominn í svona
heimsklassa aðstöðu.“ Þessa dagana
eru Börkur Hrafn og Daði að taka upp
í Sýrlandi nýjar plötur með Bubba
Morthens og Páli Rósinkrans. Þeir
hafa áður unnið með stórum nöfn-
um á borð við Pál Óskar, Ragnheiði
Gröndal og Stefán Hilmarsson. Þeir
eru því orðnir reynslumiklir í íslenska
upptökubransanum.
Bræðurnir eru umvafðir græjum
allan ársins hring og hafa því frá
nógu að segja í þeim efnum. Eins og
gefur að skilja eru þeir báðir forfallnir
græjukarlar. „Ef það er eitthvað sem
stendur eftir um mánaðamótin er
maður farinn í græjukaup. Þetta er
algjör sjúkleiki,“ segir Daði. Hann er
mikill hljómborðsáhugamaður og
sankar að sér slíkum hljóðfærum af
miklum móð. „Ástæðan fyrir því er
að mér finnst ekki enn þá búið að ná
þessum hljómi inn í þennan stafræna
heim. Það er alltaf einhver kraftur
og aukakjöt í þessum alvöru, gömlu
hljóðfærum.“
Einn magnari er í sérlegu uppá-
haldi hjá Berki Hrafni. „Það er 1963
Blackface Fender-magnari. Hann
hefur verið á sviði með Miles Davis.
Það var gítarleikari sem spilaði með
honum í eitt ár sem notaði þennan
magnara. Hann var svo rekinn reynd-
ar,“ segir hann.
Þeir bræður hafa nánast eingöngu
keypt sér græjur á netinu. „Nema
menn séu heppnir og einhver er
á leiðinni að losa sig við græju og
hringir í mann. Ég hef heyrt sögur
um að menn fái heimsklassa græjur
fyrir ekki neitt en ég hef ekki verið
það heppinn sjálfur. Ef einhverjir vilja
losa sig við græjur geta þeir alveg
haft samband við okkur,“ segir Daði
og hlær. freyr@frettabladid.is
POPPGÚRÚ: BRÆÐURNIR BÖRKUR OG DAÐI REKA STÚDÍÓ SÝRLAND
Í STÚDÍÓ SÝRLANDI Bræðurnir Daði og Börkur, upptökustjórar í Stúdíó Sýrlandi. Þeir hafa alla tíð verið forfallnir græjukarlar.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
GRÆJUR Í UPPÁHALDI
DAÐI:
COLES-HLJÓÐNEMI
„Ég er með
mikið hljóð-
nemablæti.
Þetta er
afmælisút-
gáfa af Coles
4038, sem eru
hljóðnemar
sem BBC hefur notað við sína
vinnu í gegnum árin.“
TELETRONIX LA-2A-
HLJÓÐÞJAPPARI
„Hann bætir hljóðið og jafnar
það út ef það er óstöðugt.
Hann bætir aukaáferð á
hljóminn sem má líkja við
silki eða rjóma.“
VOCODER-HLJÓÐGERVILL
„Ég er ofboðslega hrifinn
af þessum. Þetta er Roland
VP 330 Vocoder sem er frá
áttunda áratugnum og getur
breytt röddinni í upptökum.“
BÖRKUR:
FENDER, HOFNER OG RED
WING
„Hvítur Fender Stratocaster
„Jimi Hendrix“ 1963 „re-
issue“. Þetta er aðalgítarinn
minn. Svo er það Red Wing-
magnari smíðaður á Íslandi
sem ég er með í láni og verð-
ur á sviði með Páli Óskari
og Sinfó um þarnæstu helgi.
Nýjasta græjan er síðan
Hofner „New President“ gítar
sem ég var að fjárfesta í.
OVERDRIVE
„Þetta er Boss Overdrive
sem ég fékk lánað hjá Stefáni
Má vini mínum. Mun senni-
lega aldrei skila því. Þarna
er líka Fuss Probe effect frá
Tónastöðinni. Maður setur
hann í gang og þú veist
ekkert hvað þú færð út. Sjúk
græja.“
FORFALLNIR GRÆJUKARLAR
Í HEIMSKLASSA HLJÓÐVERI
6 •
GRÆJUR
E I N S T Ö K G Æ Ð I
ÓTRÚLEGT VERÐ
HLJÓM
GÆÐI
Hjá okkur færðu faglega þjónustu,
byggða á þekkingu
og áratuga reynslu.