Fréttablaðið - 29.10.2010, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 29.10.2010, Blaðsíða 76
 29. október 2010 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is Tónlist ★★★★ Allt nema Bach Halla Steinunn Stefánsdóttir fiðlu- leikari spilaði verk eftir Noordt, Baltzar, Biber, Vilsmayr, Telemann og Maríu Huld Markan Sigfús- dóttur Girni, grúsk og gloríur er heitið á frábærum tónlistarþáttum á Rás 1. Þeir fjalla um tónlist og „upp- runaflutning“, þ.e. nútímaflutning gamalla tónverka eins og þau voru spiluð þegar þau litu fyrst dags- ins ljós. Sjálfsagt væri auðvelt að búa til drepleiðinlega þætti um slíkt efni. En Halla Steinunn Stefánsdóttir, umsjónarmaður þáttanna, fær hlustandann til að sjá tónlistina í nýju ljósi. Hún fjallar af ástríðu um gömul stílbrögð og hálf-úrelt- ar fiðlustillingar. Svo kryddar hún mál sitt með safaríkum sögum um einkalíf og meinleg örlög. Hún segir svo skemmtilega frá að það er eins og að vera kominn aftur í tímann. Tónskáldin birtast manni ljóslifandi. Þau eru svo áþreifan- leg að tónlistin í útvarpinu hljóm- ar eins og hún hafi verið tekin upp með nútímagræjum úr tímavél. Þessi gamla, en síunga tón- list fékk að hljóma á tónleikum í Þjóðmenningarhúsinu á þriðju- dagskvöldið. Halla Steinunn steig þar fram með fiðlu í hönd. Á efn- iskránni voru einleikstónsmíðar eftir nokkra samtíðarmenn Bachs: Telemann, Vilsmayr, Baltzar og fleiri. Á meðal verkanna var ein af perlum tónbókmenntanna, Passa- caglian eftir Biber. Þar heyrist sama hendingin leikin aftur og aftur. Ofan á hana prjónast alls- konar tónamynstur, hrynjandi og hljómar sem taka stöðugum breyt- ingum. Síendurtekna stefið tákn- ar verndarengilinn sem í ýmsum trúarbrögðum fylgir hverri mann- eskju, sama á hverju bjátar. Tón- listin er þannig eins konar trúar- leg táknmynd fyrir lífið á jörðinni, og verndarengillinn sem er á bak við allt. Það er unaðslega vel útfært í tónlistinni. Á tónleikunum sagði Halla Steinunn frá þessu verki og hinum líka. Rétt eins og í útvarpinu var frásögn hennar lífleg og spenn- andi. Og tónlistin kallaði fram bjartar myndir af horfnum tíma. Fiðluleikurinn sem slíkur var ekkert endilega betri en einhver annar, en það var ekki málið. Það var frásögnin og stemningin sem var aðalatriðið. Ný tónsmíð eftir Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur var síðust á efnisskránni. Flutningurinn var að hluta til stafrænn og hljómaði úr hátölurum, en fiðluleikarinn spilaði með. Þetta var látlaus tón- list, byggðist aðallega á kyrrstöðu- hljómum, tærum en samt litríkum. Útkoman var óræð, óáþreifanleg og skemmtilega tímalaus. Eftir fortíðarflakkið á undan fékk maður smá snert af eilífðinni í lokin. Það var óneitanlega viðeig- andi. Jónas Sen Niðurstaða: Skemmtilegir tónleikar fiðluleikarans Höllu Steinunnar Stef- ánsdóttur voru eins og ferðalag aftur í tímann. Fortíðarflakk og eilífðarstemning HALLA STEINUNN Frásögn Höllu var lífleg og tónlistin kallaði fram bjartar myndir af horfnum tíma, að mati gagn- rýnanda. Norræna listahátíðin Ting hófst í gær og stendur til 7. nóvem- ber. Hátíðin er haldin í tilefni af þingi Norðurlandaráðs, sem verð- ur haldið hér á landi frá 1. til 3. nóvember en í lok þess verða veitt verðlaun Norðurlandaráðs í bók- menntum, tónlist og kvikmynd- um. Finnski rithöfundurinn Sofi Oksanen hlýtur bókmennta- verðlaunin í ár fyrir skáldsög- una Hreinsun, sem komin er út í íslenskri þýðingu; norska tón- skáldið Lasse Thoresen fær verð- launin fyrir tónverkið Opus 42, og Thomas Vinterberg hlýtur kvik- myndaverðlaun ráðsins fyrir kvik- myndina Submarino. Á höfundakvöldi í Norræna hús- inu á mánudag ræðir Silja Aðal- steinsdóttir við Oksanen og leikar- ar Þjóðleikhússins leiklesa valinn kafla úr Hreinsun. Bókin var upp- haflega samin sem leikrit og hefur Þjóðleikhúsið tryggt sér sýningar- réttinn á því. Á þriðjudagskvöld verður verðlaunatónverkið Opus 42 eftir Lasse Thoresen flutt í Kristskirkju í Landakoti en kvik- myndin Submarino eftir Vinter- berg verður sýnd í Bíó Paradís til 14. nóvember. Auk verðlaunaafhendinganna koma listamenn frá öllum Norð- urlöndunum fram í fjölbreyttri dagskrá í tengslum við hátíðina, sem Norræna húsið í Reykjavík skipuleggur. Margar helstu menn- ingarstofnanir landsins taka þátt í henni, til dæmis Þjóðleikhúsið, Listasafn Reykjavíkur, Sinfóníu- hljómsveit Íslands og Ríkisútvarp- ið. Nánari upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar má finna á norraena- husid.is/ting. Norræn listahátíð í Reykjavík SOFI OKSANEN KOMIN Í BÍÓ! VINNINGAR AFHENTIR Í ELKO LINDUM. 149 KR/SKEYTIÐ. MEÐ ÞVÍ Að TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB. SENDU SMS SKEYTIÐ ESL UAE Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ BÍÓMIÐA! 10. HVERVINNUR! FULLT AF AUKA VINNINGUM: TÖLVULEIKIR  DVD MYNDIR OG FLEIRA! SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI! BRÁÐSKEMMTILEG MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA ÞAR SEM ÆVINTÝRI TAKA Á SIG NÝJA MYND 12:15 Fyrirlestur Veðurfarsferðalagið Tom Juslin, Norræna húsið 17:03 Útvarp Víðsjá–um ting Rás 1, fm 93,5 Kvikmyndir Bíó Paradís Kvikmynda- verðlaun Norðurlanda- ráðs 2010 www.midi.is / Bíó Paradís Norræn listahátíð Nordisk kulturfestival Reykjavík www.norraenahusid.is/ting 28.10.—7.11.2010 í d ag Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.