Fréttablaðið - 29.10.2010, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 29.10.2010, Blaðsíða 55
29. október föstudagur 7 álag segist Jóhanna njóta hvers augnabliks. „Ég minni mig þá á hversu fljótt þetta er að líða og að ég eigi að upplifa og njóta núsins og ekki vera að bíða eftir að ákveðið tímabil í lífi barnanna hefjist eða ljúki.“ Að sögn Jóhönnu deilir Geir áhuga hennar á heilbrigðu líf- erni og árið 2006 ferðuðust þau saman til Indlands þar sem þau lærðu hugleiðslu. Parið dvaldi í tvær vikur á Indlandi og segir Jóhanna að ferðin hafi haft af- gerandi áhrif á líf þeirra. „Þetta snýst raunverulega um hina andlegu leið. Hvernig ég vil þró- ast sem manneskja og komast nær kjarna mínum. Það er og verður stóra verkefnið mitt í líf- inu. Ég var einu sinni mjög upp- tekin af því að vilja breyta heim- inum en sannleikurinn er sá að þú breytir engum nema sjálfum þér. Þetta snýst um innri frið og er stanslaus viðleitni því hraðinn og streitan í samfélaginu hrifsar fólk auðveldlega með sér. Og ég er mjög fegin að við Geir deilum þessum áhuga því það er mun auðveldara að feta þessa leið áfram ef lífsförunautur þinn er þér samstiga. Og í raun held ég að ég gæti ekki verið með manni sem gerði það ekki.“ ÖRLÖGIN GRIPU INN Í Jóhanna var á meðal þeirra starfsmanna Ríkisútvarpsins sem var sagt upp störfum í byrj- un ársins. Hún segist líta á upp- sögnina sem guðsgjöf sem gerði það að verkum að hún fór að rækta það sem stóð hjarta henn- ar næst. „Ég var búin að starfa í fjölmiðlum frá árinu 2001 og í raun var minn tími bara kominn. Það virðist vera að þegar maður er kominn í þægilega stöðu í líf- inu óttist maður breytingar og þá er stundum eins og örlögin grípi inn í.“ Frægðin er einn af fylgifiskum þess að starfa í fjölmiðlum og segir Jóhanna margt jákvætt og neikvætt fylgja henni. Hún seg- ist þó lítið hafa velt sér upp úr frægðinni og líður best þegar hún getur dregið sig inn í skel sína. „Ætli ég sé ekki svolítið mikill sporðdreki í mér, mér finnst best að vera inni í skel minni. En það virðast ekki vera mín örlög að fá að dúsa þar,“ segir hún og hlær. Jóhanna var ekki lengi frá skjánum því nú stýrir hún þætti á sjónvarpsstöðinni ÍNN sem fjallar um hugðarefni hennar; forvarnir og heilsu. „Ingvi [Hrafn Jónsson] hafði samband við mig og bað mig að ganga til liðs við stöðina og mér þótti gaman að fá að leggja henni lið. Þetta er í raun aukabúgrein fyrir mig og meira unnið af ástríðu en launin leggja til. Ég næ auðvitað ekki til eins margra og ég gerði hjá Sjónvarp- inu en ég er sátt svo lengi sem ég næ að hreyfa við einhverjum.“ UNG Í ANDA Jóhanna verður fertug í desem- ber og þegar hún er innt eftir því hvort henni finnist hún standa á ákveðnum tímamótum í líf- inu verður hún hugsi. „Nei, ekki hvað aldurinn varðar. Maður heldur alltaf að með aldrinum muni maður einnig eldast í koll- inum en ég held að maður verði alltaf ungur í anda, óháð aldri. Maður þroskast auðvitað en mér finnst ég alltaf yngri en aldur- inn segir til um, ætli flestum líði ekki þannig? Ég verð þó að við- urkenna að ég hugsa kannski allt of mikið um það eftir því sem ég eldist hve tíminn í þessu lífi er takmarkaður. Maður þarf því að njóta hvers augnabliks og mæta hverju því sem lífið hefur upp á að bjóða með æðruleysi. Lífið er til þess að njóta þess, og ég trúi því að ef þú takir lífinu fagnandi taki það fagnandi við þér. Það er að minnsta kosti mín reynsla.“ segir hún að lokum brosandi. www.signaturesofnature.is Náttúrulegar og lifrænar snyrtivörur Verlsanir okkar eru í Smáralind 2. hæð við D-inngang sími 511-10-09 Ég var svo ánægð að uppgötva Nature Scent vörurnar í litlu fallegu búðinni sem lítið fer fyrir í Smáralindinni. Ég hef prófað óteljandi húðvörur í gegnum tíðina og elska að finna gott body-krem eða olíu. Í mínu starfi er húðin í stöðugri hreinsun og þá er svo gott að toppa meðhöndlun húðarinnar með góðum vörum sem eru náttúrulegar og ylma unaðslega. Ég elska lemongrass ylminn til dæmis. Nature Scent vörurnar eru greinilega mjög vandaðar og manni líður strax vel í húðinni. Yndisleg búð með vörum sem hægt er að treysta og njóta! Jóhanna Karlsdóttir HotYoga leiðbeinandi Tilboð • Lavender líkamsdekur 20% verð 7.968 • Body scrub í lífrænni olíu • Sturtu og baðsápa • Body lotion • Unaðsleg reykelsi • Dekraðu og nærðu húðina og á sama tíma upplifir þú góða og heildræna slökun Gú rku maski Tómatam as ki And litsm ask ar –30 %
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.