Fréttablaðið - 29.10.2010, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 29.10.2010, Blaðsíða 68
 29. október 2010 FÖSTUDAGUR24 48 EINAR ÖRN BENEDIKTSSON borgarfulltrúi er 48 ára. „Ég myndi vilja sjá aukningu til menningar í Reykjavík frekar en hitt.“ Þriggja binda útgáfa Sturlungu er nú komin út hjá Forlaginu í nýjum bún- ingi. Útgáfan kom fyrst út hjá bóka- forlaginu Svörtu á hvítu fyrir ríflega tveimur áratugum, en hefur verið ófáanleg um árabil. „Sturlungasaga er undirstöðurit í íslenskri sögu og menningu og við erum afar ánægð með að Forlagið gefi hana út að nýju, aðgengilega lestrarút- gáfu með nútímastafsetningu,“ segir Örnólfur Thorsson, ritstjóri útgáfunn- ar. Auk hans unnu Bergljót S. Kristj- ánsdóttir, Bragi Halldórsson, Gísli Sigurðsson, Guðrún Ása Grímsdóttir, Guðrún Ingólfsdóttir, Jón Torfason og Sverrir Tómasson að útgáfunni fyrir tuttugu og tveimur árum og segir Örn- ólfur verkgleði hafi einkennt samstarf hópsins. „Við vorum ekki háaldrað fólk á þess- um tíma og vorum sjálf að átta okkur á Sturlungu meðan við unnum verkið. Það setur svip á útgáfuna og vonandi lifir uppgötvunargleðin enn og skil- ar sér til nýrra lesenda. Til þess að varpa frekara ljósi á þessa heillandi og skemmtilegu sagnaveröld settum við saman nokkuð þykkt skýringabindi þar sem er m.a. að finna ítarlegan inngang um verkið, fjölmörg landakort og skýr- ingarmyndir, orðabók, töflur og marg- víslegar skrár, enda veitir ekki af, í verkinu eru nefndir vel á fjórða þúsund einstaklingar. Þá létum við líka fylgja fáeina sagnfræði- texta frá miðöld- um sem geta aukið skilning og breikk- að. Við lögðum afar mikla áherslu á að opna fólki sem ekki væri handgeng- ið Sturlungu greiðar götur um þessa veröld en auðvitað er hægt að lesa Sturlungu skýr- ingalaust, jafnvel eins og spennu- sögu um samfélag í upplausn.“ Örnólfur segir að útgáfan sem nú er endurprentuð hafi staðist ágæt- lega tímans tönn og litlar breyting- ar hafi verið gerðar við þessa prent- un. Hann segir verkið eiga ríkt erindi við lesendur í dag og ein ástæða þess að ráð- ist var í endurút- gáfu sé vaxandi áhugi almennings á Sturlungu. Hann sjáist til dæmis á fjölsóttum námskeiðum um Sturlungu og eins hafi íslenskir rithöfundar sótt inn- blástur og persónur til hennar og skapað vinsæl og áhrifamikil verk. „Sturlunga er fléttuverk fjórtán mis- langra og misgamalla verka sem eru felld í eina heild nærri aldamótunum 1300, líklega af Þórði Narfasyni, lög- manni á Skarði. Í þessari samsteypu er sögð samfelld Íslandssaga frá því um 1117 fram til loka þjóðveldisins 1262, og raunar til 1284 ef miðað er við dánarár Sturlu Þórðarsonar höf- undar Íslendingasögu sem er lengsta sagan í samsteypunni og frábært verk í alla staði. Það er kannski tímabært að Sturlunga komi út nú, á ólgutímum í íslensku samfélagi, áminning um það hvernig sundurlyndi og deilur höfð- ingja, upplausn í fjölskyldum og sið- rof, grimmd gagnvart smælingjum og miskunnarleysi, græðgi og skamm- sýni áttu sinn þátt í því að þjóðveldið hrundi, samfélagsgerð sem dugað hafði þjóðinni í meira en þrjár aldir.“ heida@frettabladid.is SAGA STURLUNGA: ENDURÚTGEFIN Í ÞREMUR BINDUM Sturlunga á fullt erindi í dag UNDIRSTÖÐURIT ÍSLENSKRAR SÖGU Örnólfur Thorsson ritstýrir endurútgáfu Sturlunga- sögu hjá Forlaginu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund er elsta starfandi heimili fyrir aldraða hér á landi en þennan dag fyrir 88 árum hófst rekstur elliheimilis á Grund við Kapla- skjólsveg. Fimm stórnarmenn líknarfélagsins Sam- verjans keyptu steinhúsið Grund, vestan við Sauðagerðistún við Kaplaskjólsveg árið 1922 og hófst þar rekstur dvalarheimilis strax sama ár. Alls voru heimilismenn 21. Sumarið 1927 úthlutaði bæjarstjórn Reykjavíkur heimilinu lóð milli Hringbraut- ar og Brávallagötu. Nýtt hús var vígt 28. september 1930 og fékk nafnið Grund, eins og gamla húsið. Fjöldi heimilismanna á þeim tíma var 56. Haraldur Sigurðsson var fyrsti forstjóri Grundar. Árið 1934 var Gísli Sigurbjörns- son ráðinn forstjóri heimilisins. Dóttir hans Guðrún Birna Gísladóttir tók við sem forstjóri Grundar árið 1994 og gegnir hún því starfi enn í dag. Árið 1934 voru heimil- ismenn orðnir 115. Heimilismenn Grundar í dag eru um 220. Rúmlega 300 manns eru starfandi á Grund og eru starfsmenn frá 19 þjóðlöndum. Heimild: www.grund.is ÞETTA GERÐIST: 29. OKTÓBER 1922 Rekstur elliheimilis á Grund hefst Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug, við andlát og útför elskulegs bróður, mágs og frænda, Sigurðar Reynis Björgvinssonar Lyngholti 12, Akureyri. Guð blessi ykkur öll. Halldóra Björgvinsdóttir Viðar Pétursson Þóranna Björgvinsdóttir Brynja Björgvinsdóttir Friðbjörg Sveinbjörnsdóttir og frændsystkini. Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, María Stefanía Björnsdóttir Lækjasmára 2, Kópavogi, lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð mánudaginn 25. október síðastliðinn. Útförin verður auglýst síðar. Aðalsteinn Guðlaugsson Sigurveig Helga Hafsteinsdóttir Bjarni Ragnarsson Eiríksína Kr. Hafsteinsdóttir Óskar Sverrisson Guðný Hafsteinsdóttir Jóhann Sveinsson Sigurður Hafsteinsson Svava Aldís Viggósdóttir Júlíus Geir Hafsteinsson Margrét Guðmundsdóttir Þröstur Hafsteinsson Hrafnhildur Karlsdóttir Sólveig Aðalsteinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. MOSAIK Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Einar Sigurðsson fyrrverandi prentmyndasmiður, lést þriðjudaginn 26.10.2010. Útförin verður auglýst síðar. Sandra Róbertsdóttir Arnfinnur Róbert Einarsson Helga Júlíusdóttir Sigrún Stella Einarsdóttir Örn Didier Jarosz Helena Hörn Einarsdóttir Ásgeir Þór Tómasson afa- og langafabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, Hreinn Halldórsson fyrrv. kaupmaður Garðavegi 17, Hvammstanga, lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga, fimmtudaginn 21. október sl. Jarðarförin fer fram frá Hvammstanga- kirkju mánudaginn 1. nóv. kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunar Hvammstanga eða önnur líknarfélög í héraði. Guðrún Jóhannsdóttir Halldór Hreinsson Arndís Frederiksen Guðbjörg Hreinsdóttir Juan Guerrero Hildur Sif Hreinsdóttir Svavar Björgvinsson Jóhann Örn Ingimundarson Agla S. Björnsdóttir Svava Eyrún Ingimundardóttir Jónas M. Pétursson Jón Ingi Ingimundarson Soffía H. Weisshappel barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Þorleifur Hallbertsson áður Suðureyri Súgandafirði, Lautarsmára 5 Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 27. október. Útförin verður auglýst síðar. Sigríður Kristjánsdóttir Kristján Þorleifsson Kristín Kristjánsdóttir Ingunn M. Þorleifsdóttir Leó Pálsson Sigurbjörg Þorleifsdóttir Sölvi Bragason Sigþór Þorleifsson Aðalheiður Gylfadóttir Hrafnhildur Þorleifsdóttir Davíð Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn. Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. timamot@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.