Fréttablaðið - 29.10.2010, Side 41

Fréttablaðið - 29.10.2010, Side 41
Það ættu allir að vita um hvað Fifa-leikirnir snúast og því algjör óþarfi að eyða orðum í að útskýra grunnspilun Fifa-leikjanna. Þess í stað ætti frekar að einblína á hver munurinn er á Fifa 10 og Fifa 11. Helsti munurinn, að minnsta kosti hvað spilun varðar, er sá að nú geta leikmenn stjórnað markvörðunum. Það er tiltölulega auðvelt að stjórna hinum hanska- klæddu hetjum, en það verður að segjast að markvarðarstarfið í Fifa 11 er með þeim leiðinlegri í bransanum, sérstaklega á lægri styrkleikunum þar sem koma varla skot á markið. Annað sem hefur verið bætt er hegðun leikmanna. Varnarmenn hanga utan í sóknarmönn- um líkt og smábörn með aðskilnaðarkvíða og gera þar af leiðandi sóknarleik- inn erfiðari. Einn áþreifanlegur galli við Fifa 11 er hversu mis- tæk gervigreind leikmanna er. Stundum geta liðsfé- lagar manns spilað eins og lið sem samanstendur af tíu Ronaldo-klónum en þess á milli eru knatt- spyrnuhæfileikar þeirra til jafns við geitur sem telja að besta leiðin fram hjá varnarmanni sé í gegnum hann. Þessi galli getur verið einstaklega pirrandi, en sem betur fer gerir hann nánast eingöngu vart við sig í career-mode, þar sem einungis einum leikmanni er stjórnað. Talandi um career-mode þá hefur verið pússað upp á það og nú geta leikmenn hlakkað til að bíða margar mínútur á milli leikja og lesa tölvu- póst um meiðsli liðsfélag- anna. Langt frá því að vera spennandi viðbót. En kjarni Fifa-leikjanna hefur alltaf verið fótbolt- inn og þar stendur leikur- inn rækilega undir vænt- ingum, ef maður sleppur við að spila með geitunum. POPPLEIKUR: FIFA 11 GEITUR KUNNA EKKERT Í FÓTBOLTA ROO! Ólíkt raunveruleikanum er Wayne Rooney ekki frekt, ofalið og ofvaxið barn í Fifa 11. Sú var tíðin að Medal of Honor- leikirnir voru það allra heitasta á tölvuleikjamarkaðnum. Með tíman- um döluðu þó gæði leikjanna og sá síðasti, Medal of Honor: Airborne, hefði átt að vera leiddur beint fyrir aftökusveitina í stað þess að vera hleypt á markaðinn. Nú hefur EA ákveðið að blása nýju lífi í serí- una og hefur því gefið út Medal of Honor, fyrsta leikinn í seríunni sem gerist ekki í seinni heimsstyrj- öldinni. Nú hefur serían loksins losað sig við sagnfræðiblætið og ræðst á nútímann, nánar tiltekið hernaðarbrölt Bandaríkjamanna í Afganistan. Leikmenn fara í hlutverk nokk- urra mismunandi hermanna og fylgja þeim í gegnum 2-3 daga af hörðum stríðsátökum. Saga leiksins er svo sem ágæt en hún er í styttri kantinum, ekki nema 5-6 klukkutímar. Til að reyna að vega á móti þessu kynnir leikurinn til sögunnar svokallaðan Tier 1 spilunarmöguleika þar sem leikmenn spila aftur í gegnum sögu leiksins í kapp við tímann nema nú eru checkpoint-ar kvaddir og erfiðleikastigið stillt í topp. Enginn skotleikur með vott af sjálfsvirðingu vogar sér að koma á markaðinn án þess að skarta einhvers konar netspilun, Medal of Honor er þar engin undantekning. Menn geta böðlast um í fjórum mismunandi leikjategund- um, með þrjá mismunandi hermannaklassa, á átta mis- munandi vígvöllum og er alveg hægt að hafa gaman af því í einhvern tíma. Sem skotleikur er Medal of Honor meira en viðun- andi. Hann skilar stuttri, en hnitmiðaðri sögu sem fer ekki yfir í yfirgengilegan kjánaskap eins og Modern Warfare 2. Framleiðendur leiksins hafa stýrt þessu fyrrverandi hernaðarveldi á rétta braut og eiga skilið að fá orðu fyrir viðleitnina. Vonandi verður næsti leikur bara enn betri. POPPLEIKUR: MEDAL OF HONOR ORÐA FYRIR VIÐLEITNI VOPNAÐUR Þegar barist er fyrir frelsi hins vestræna heims er enginn tími til að raka sig. karlmanna nota Facebook reglulega. 12% nota ekki Facebook vegna þess að þeim finnst síðan tilgangslaus.70% GRAFÍK HLJÓÐ SPILUN NIÐURSTAÐA ENDING MEDAL OF HONOR 4/5 4/5 4/5 5/5 3/5 GRAFÍK HLJÓÐ SPILUN NIÐURSTAÐA ENDING FIFA 11 5/5 4/5 4/5 4/5 4/5 Zoom H4n kr. 48.900- Zoom Q3 kr. 59.000- Zoom H1 kr. 19.800- Zoom H2 kr. 35.800- Handhæg up ptökutæki frá Zoom á f rábæru verð i! Þér er í lófa lagið að taka upp Hjá okkur fæ rðu faglega þjó nustu, byggða á þ ekkingu og áratuga reynslu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.