Fréttablaðið - 29.10.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 29.10.2010, Blaðsíða 10
10 29. október 2010 FÖSTUDAGUR Nýtt frá Paris 20% Fleiri myndir á facebook vertu vinur HESTAMENNSKA Vísindamenn á Til- raunastöðinni á Keldum hafa fundið bakeríustofna sem taldir eru vald- ir að einkennum hóstaveikinnar í hrossum. Líkur benda til að þess- ir stofnar hafi borist hingað frá útlöndum. Það eru þeir Eggert Gunnarsson, dýralæknir og bakteríufræðingur, Vilhjálmur Svansson, dýralæknir og veirufræðingur, og Ólöf Sigurð- ardóttir, dýralæknir og meinafræð- ingur, sem öll starfa á Keldum, sem unnið hafa að rannsóknum á hósta- veikinni. „Við höfum stofnagreint eina 25 bakteríustofna,“ útskýrir Eggert. „Fimmtán þeirra hafa samsvörun við stofn sem greindur hefur verið í tengslum við öndunarfærasýk- ingu í hrossum í nágrannalöndun- um. Sex af þessum 25 stofnum eru með sýkingaþætti, eins konar eit- urefni, sem koma í veg fyrir hefð- bundin viðbrögð ónæmiskerfis- ins við sýkingu og hindra að hinn smitaði einstaklingur geti mynd- að verndandi mótefni, sem skýrir endursmitið í hrossunum. Mótefni myndast þó smátt og smátt og mót- staðan vex með aldrinum. Þessi fundur er stórt skref, ekki síst með tilliti til gerðar bóluefnis við veik- inni því ef til vill eru þessir stofnar frumorsök sjúkdómsins.“ Eggert segir litla hættu á hósta- faraldri í hrossum eins og hann gerðist hvað verstur. Flest hross hafi sýkst og ekki verði sama upp- mögnun á smitefninu aftur þar sem mörg hrossanna hafi þegar mynd- að eitthvert ónæmi. Veikin sé þó komin til að vera og verði í fram- tíðinni líklega fyrst og fremst vart í ungum hrossum og folöldum. Spurður um hvort hætt sé að taka við folöldum í krufningu á Keldum vegna rannsókna á hóstaveikinni, eins og fjallað var um í Fréttablað- inu í gær, segir Eggert að ákveð- ið fjármagn liggi fyrir sem verja skuli til rannsókna af þessu tagi. „Tilgangurinn var ekki að greina hvað verður öllum folöldum sem drepast í landinu að fjörtjóni, held- ur að ná í efnivið sem gæfi okkur einhverja mynd af því sem væri á ferðinni í tengslum við hóstaveik- ina. Krufning og úrvinnsla sýna krefst mikillar vinnu og þegar sautján folöld höfðu borist þá ákváðum við að nóg væri komið til þess að vinna með, bæði hvað varðaði efnivið og með hliðsjón af kostnaði.“ Eggert segir að hægt hafi verið að tengja dauða fjögurra folalda við hóstaveikina og hjá þremur fol- öldum hafi sýking sennilega verið meðvirkandi þáttur í dauða þeirra. Auk þess hafi svokallað fitudrep og hvítvöðvaveiki greinst í um helm- ingi folaldanna, sem sé vísbending um vöntun á e-vítamíni eða seleni. jss@frettabladid.is FARALDUR Eggert Gunnarsson, dýralæknir og bakteríufræðingur á Keldum, á ekki von á öðrum hóstafaraldri í hrossum, þótt bakt- erían sé komin til að vera. Fundu stofna sem valda hóstaveikinni Vísindamenn á Keldum hafa fundið bakteríustofna sem taldir eru valdir að ein- kennum hóstaveikinnar sem herjað hefur á hross og víða valdið ómældu tjóni. „Stórt skref,“ segir Eggert Gunnarsson, dýralæknir og bakteríufræðingur. NOREGUR Héraðsdómari í Ósló hefur vísað máli, sem tóbaksframleiðandinn Philip Morris höfðaði gegn norska ríkinu, til EFTA-dómstólsins í Lúxemborg. Ný lög gengu í gildi í Noregi um síðustu áramót, þar sem lagt var bann við því að tóbaksvörur og vörur tengdar tóbaksneyslu væru sýnilegar á sölu- stöðum. Philip Morris heldur því fram að bannið brjóti í bága við EES-samninginn og hamli samkeppni. Í norska miðlinum Dagens Nær- ingsliv segir Anne Andrews, tals- maður tóbaksframleiðandans, að þessi löggjöf stríði gegn einu grundvallaratriða EES, sem lýtur að frjálsum vöruflutningum. Héraðsdómurinn í Ósló lagði tvær spurningar fyrir EFTA-dómstólinn, annars vegar hvort lögin brytu gegn EES-samningum og hins vegar hvort slíkt bann drægi virkilega úr reykingum. Þó að úrskurðir EFTA-dómstólsins séu ekki bindandi eru þeir stefnu- markandi og geta til dæmis haft áhrif á nýja tilskipun um tóbak sem er í smíðum hjá Evrópusam- bandinu. Þá getur úrskurðurinn haft áhrif hér á landi þar sem slíkt bann hefur verið í gildi frá árinu 2001. - þj Málsókn Philip Morris um tóbakslög í Noregi vísað til EFTA-dómstólsins: Segja lög brjóta gegn EES-samningi BERJAST GEGN BANNI Tóbaksframleiðend- ur eru ósáttir við að vörur þeirra megi ekki vera uppi við í norskum verslunum. Málið er nú komið inn á borð EFTA-dómstólsins. FARÞEGAFERÐIR ÚT Í GEIMINN Auð- kýfingar geta brátt keypt sér far út í geiminn með þessari geimskutlu, sem prófuð var í fyrsta sinn opinberlega í vikunni. Það var breski framkvæmda- maðurinn Richard Branson sem lét smíða gripinn. NORDICPHOTOS/AFP LÖGREGLUMÁL Síbrotamaður á þrí- tugsaldri var handtekinn í fyrra- dag eftir að nokkurt magn af þýfi og fíkniefnum fundust í hans vörslu. Hann hefur margoft komið við sögu hjá lögreglu, meðal ann- ars vegna fíkniefnamála. Meðal þess sem fannst hjá mann- inum voru afsöguð haglabyssa, fimm mótorhjól og rúmlega 250 grömm af amfetamíni. Að loknu góðu dagsverki ákváðu lögreglumennirnir að verðlauna sig með smá skyndibita. Vildi þá ekki betur til en svo að inni á staðnum reyndist par sem lögreglumönnum þótti ansi grunsamlegt í hegðun og ákváðu þeir því að hafa gætur á því. Reyndist grunur þeirra réttur því fljótlega lét parið sig hverfa af veitingastaðnum án þess að greiða reikninginn. Lögreglan hafði hins vegar ekki misst sjónar á því og var parið handtekið í kjölfarið. Í ljós kom að um góðkunningja lög- reglunnar var að ræða og voru þau bæði eftirlýst. Konan er eftirlýst vegna stroks af meðferðarheim- ili þar sem hún afplánar refsivist. Maðurinn var eftirlýstur vegna birtingar á minni háttar brotum. Aðgerðir lögreglu eru liður í að hamla gegn sölu og dreifingu fíkni- efna en sem fyrr er minnt á fíkni- efnasímann 800-5005. - jss AMFETAMÍN Meðal þess sem fannst hjá manninum voru 250 grömm af amfetamíni. Lögreglan handtók síbrotamann og eftirlýst par sem hljóp frá reikningi: Tekinn með byssu og fíkniefni VIÐSKIPTI Póst- og fjarskiptastofn- un (PFS) hefur hafnað beiðni Íslandspósts um hækkun á gjald- skrá bréfa. Í beiðni sinni bar Íslandspóst- ur því við að frestun hefði orðið á verðskrárbreytingum, trygginga- gjald hefði hækkað og frestað hafi verið innleiðingu dreifikerfis. PFS segir beiðnina fela í sér að bæta ætti Íslandspósti tiltekin afsláttar- kjör, sem fyrirtækið hafi talið sig skylt að veita. Með því móti væri í raun verið að velta kostnaðinum yfir á notendur þjónustunnar. - óká Íslandspóstur má ekki hækka: Fá ekki bætt afsláttarkjör
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.