Fréttablaðið - 29.10.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 29.10.2010, Blaðsíða 38
4 • MÚSÍK karlmanna eru þreyttastir á að heyra um Lady Gaga af nokkrum heimsfrægum konum. RIS & FALL 30% Ég hef ekkert á móti vinsæld- um. Sumar hljómsveitir geta verið gríðarlega góðar á sama tíma og þær eru gríðarlega vin- sælar. Aðrar missa metnaðinn og verksmiðjuframleiða plötur sem eru aðeins til þess fallnar að selja miða á tónleika. Kings of Leon virðist því miður vera komin í hóp þeirra síðarnefndu. Come Around Sundown er einstaklega tilþrifalítil plata í ótrúlega fallegum og fagmann- legum umbúðum. Á manna- máli: Lögin eru leiðinleg þó þau hljómi vel og séu flutt af mikilli snilld. Manni verður þó alls ekki illt við að hlusta á plötuna, hún rennur í gegn eða fer öllu heldur fram hjá manni eins og kafbátur sem stingur sjónpípu af og til upp á yfirborðið. Lögin renna saman í óeftirminnilegan graut og það er erfitt að velja hápunkta og lágpunkta. Lögin eru þarna bara. Smáskífulagið Radioactive er fínt, meira að segja pínu grípandi. Mary er tilgerðar- grautur – léleg tilraun til að vera öðruvísi, en það er í raun tilgangslaust að telja upp kosti og galla einstakra laga því platan stendur og fellur harka- lega sem heild. Fagmannlegar útsetningar og hljóðblöndun gera það að verkum og hún er prjónuð þétt saman eins og lo- papeysa. Leiðinlega grámyglu- leg lopapeysa. Atli Fannar Bjarkason KINGS OF LEON COME AROUND SUNDOWN Dánlódaðu: Radioactive KINGS OF LEON Kings of Leon náði óumdeilan- lega tónlistarlegum hápunkti árið 2007 með plötunni Because of the Times. Platan er frábær, enda tekst hljómsveitinni að blanda kæruleysis- legu Suðurríkja rokkinu sem einkenndi hana í upphafi við nýrri, ferskari og hlustendavænni strauma. Ári síðar gaf Kings of Leon út plötuna Only by the Night, sem er góð, en lagði grunninn að tónlistarlegri hnignun sem kristallast í Come Around Sundown. Sex on Fire er ennþá vinsælasta lag hljóm- sveitarinnar og þrátt fyrir að strákarnir virðist markvisst vinna að frekari vinsældum með hlustendavænni lögum hafa þeir vælt yfir því að þurfa að taka lagið á tónleikum. REIS HÆST ÁRIÐ 2007 Billy Corgan, forsprakka The Smashing Pumpkins, leiðist mjög ef hann skorar sjálfan sig ekki á hólm. Hljómsveitin gefur á netinu, lag fyrir lag, plötuna Teargarden By Kaleidyscope sem hefur að geyma 44 lög. „Ef ég ræðst ekki á garðinn þar sem hann er hæstur fer mér að leiðast,“ sagði Corgan. „Ef ég læt virkilega reyna á sjálfan mig er ég til í verkefnið. Síðast gerði ég það með Mellon Collie [And the Infinite Sadness] á tíunda áratugnum. Við urðum rosalega vinsæl eftir aðra plötuna og þá sagði ég: „Ókei, núna gerum við tvöfalda plötu“. Allir héldu að ég væri brjálaður en þetta varð til þess að ég lagði enn meira í lagasmíðarnar. Ég lít á þetta nýja verkefni með svipuðum augum.“ Corgan segist eiga helling af lögum og ekki í neinum erfiðleik- um með að fylla 44-laga plötu. „Ég á örugglega eftir að semja mun fleiri lög.“ VILL MIKLA ÁSKORUN BILLY CORGAN Corgan á tónleikum með Smashing Pumpkins. Honum leiðist ef hann skorar sjálfan sig ekki á hólm. Ármúla 36 - 108 Reykjavík - s. 588 1560 www.joiutherji.is Innanhúss- gervigrasskór Nike Mercurial Victory Barnast. Kr. 14.990.- Fullorðinsst. Kr. 18.990.- Nike T90 Barnast. Kr. 11.990.- Fullorðinsst. Kr. 14.990.- Adidas F50 Barnast. Kr. 11.990.- Fullorðinsst. Kr. 14.990.- Nike CTR 360 Barnast. Kr. 11.990.- Fullorðinsst. Kr. 14.990.- Sérstök ábreiðuplata með Kings of Leon er væntanleg. Mark Ronson, Kenna, Just- in Timberlake, Lykke Li, Pharrell Willi- ams og Linkin Park hyggjast taka lög hljómsveitarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.