Fréttablaðið - 29.10.2010, Blaðsíða 38
4 •
MÚSÍK
karlmanna eru þreyttastir á að heyra um Lady
Gaga af nokkrum heimsfrægum konum.
RIS &
FALL
30%
Ég hef ekkert á móti vinsæld-
um. Sumar hljómsveitir geta
verið gríðarlega góðar á sama
tíma og þær eru gríðarlega vin-
sælar. Aðrar missa metnaðinn
og verksmiðjuframleiða plötur
sem eru aðeins til þess fallnar
að selja miða á tónleika. Kings
of Leon virðist því miður vera
komin í hóp þeirra síðarnefndu.
Come Around Sundown er
einstaklega tilþrifalítil plata í
ótrúlega fallegum og fagmann-
legum umbúðum. Á manna-
máli: Lögin eru leiðinleg þó þau
hljómi vel og séu flutt af mikilli
snilld. Manni verður þó alls
ekki illt við að hlusta á plötuna,
hún rennur í gegn eða fer öllu
heldur fram hjá manni eins og
kafbátur sem stingur sjónpípu
af og til upp á yfirborðið. Lögin
renna saman í óeftirminnilegan
graut og það er erfitt að velja
hápunkta og lágpunkta. Lögin
eru þarna bara.
Smáskífulagið Radioactive
er fínt, meira að segja pínu
grípandi. Mary er tilgerðar-
grautur – léleg tilraun til að
vera öðruvísi, en það er í raun
tilgangslaust að telja upp kosti
og galla einstakra laga því
platan stendur og fellur harka-
lega sem heild. Fagmannlegar
útsetningar og hljóðblöndun
gera það að verkum og hún er
prjónuð þétt saman eins og lo-
papeysa. Leiðinlega grámyglu-
leg lopapeysa.
Atli Fannar Bjarkason
KINGS OF
LEON
COME AROUND
SUNDOWN
Dánlódaðu: Radioactive
KINGS OF LEON
Kings of Leon náði óumdeilan-
lega tónlistarlegum hápunkti
árið 2007 með
plötunni Because of
the Times. Platan er
frábær, enda tekst
hljómsveitinni að
blanda kæruleysis-
legu Suðurríkja rokkinu
sem einkenndi hana
í upphafi við nýrri,
ferskari og hlustendavænni
strauma.
Ári síðar gaf Kings of Leon út
plötuna Only by the Night, sem
er góð, en lagði grunninn
að tónlistarlegri hnignun
sem kristallast í Come
Around Sundown.
Sex on Fire er ennþá
vinsælasta lag hljóm-
sveitarinnar og þrátt
fyrir að strákarnir
virðist markvisst vinna
að frekari vinsældum með
hlustendavænni lögum hafa
þeir vælt yfir því að þurfa að
taka lagið á tónleikum.
REIS HÆST ÁRIÐ 2007
Billy Corgan, forsprakka The
Smashing Pumpkins, leiðist
mjög ef hann skorar sjálfan sig
ekki á hólm. Hljómsveitin gefur
á netinu, lag fyrir lag, plötuna
Teargarden By Kaleidyscope
sem hefur að geyma 44 lög.
„Ef ég ræðst ekki á garðinn
þar sem hann er hæstur fer mér
að leiðast,“ sagði Corgan. „Ef ég
læt virkilega reyna á sjálfan mig
er ég til í verkefnið. Síðast gerði
ég það með Mellon Collie [And
the Infinite Sadness] á tíunda
áratugnum. Við urðum rosalega
vinsæl eftir aðra plötuna og þá
sagði ég: „Ókei, núna gerum við
tvöfalda plötu“. Allir héldu að
ég væri brjálaður en þetta varð
til þess að ég lagði enn meira
í lagasmíðarnar. Ég lít á þetta
nýja verkefni með svipuðum
augum.“
Corgan segist eiga helling af
lögum og ekki í neinum erfiðleik-
um með að fylla 44-laga plötu.
„Ég á örugglega eftir að semja
mun fleiri lög.“
VILL MIKLA ÁSKORUN
BILLY CORGAN Corgan á tónleikum með Smashing Pumpkins. Honum leiðist ef hann
skorar sjálfan sig ekki á hólm.
Ármúla 36 - 108 Reykjavík - s. 588 1560
www.joiutherji.is
Innanhúss- gervigrasskór
Nike Mercurial Victory
Barnast. Kr. 14.990.-
Fullorðinsst. Kr. 18.990.-
Nike T90
Barnast. Kr. 11.990.-
Fullorðinsst. Kr. 14.990.-
Adidas F50
Barnast. Kr. 11.990.-
Fullorðinsst. Kr. 14.990.-
Nike CTR 360
Barnast. Kr. 11.990.-
Fullorðinsst. Kr. 14.990.-
Sérstök ábreiðuplata
með Kings of Leon
er væntanleg. Mark
Ronson, Kenna, Just-
in Timberlake, Lykke
Li, Pharrell Willi-
ams og Linkin Park
hyggjast taka lög
hljómsveitarinnar.