Fréttablaðið - 29.10.2010, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 29. október 2010 3
Sætindi eru ekki það fyrsta sem
okkur dettur í hug þegar talað er
um pitsur. En það er hægt að búa
til gómsæta eftirrétti eftir for-
múlu pitsugerðarinnar, enda pit-
sur í sjálfu sér bakstur. Ávext-
ir eru kjörið álegg, en einnig má
nota súkkulaði, hnetur, sykurpúða
eða næstum hvað sem hugmynda-
flugið býður. Stundum er það þó
eiginlega bara formið sem minn-
ir á pitsu, eins og í súkkulaðipit-
sunni með jarðarberjunum hér til
hliðar, en það er líka hægt að setja
sætar fylling ar í hefðbundið pitsu-
deig eins og til dæmis banana með
súkkulaðikremi, hunangslegnar
mandarínur eða sýrópsmarinerað
kiwi.
Hvor aðferðin sem valin er verð-
ur árangurinn gómsætur og nýstár-
legur eftirréttur sem ætti að vekja
aðdáun sælkera. Hvernig væri að
skipta pepperónípitsunni út fyrir
ljúffenga súkkulaðipitsu með jarð-
arberjum í næstu afmælisveislu
eða saumaklúbbi?
Deig
1 bolli smjör
1/2 bolli flórsykur
1/2 bolli maízenamjöl
2 bollar hveiti
1/2 teskeið salt
Sósa
1 bolli súkkulaði, brytjað
1/2 bolli rjómi
Fylling
1 heill rjómaostur, mýktur
1/3 bolli sykur
1 bolli rjómi, stífþeyttur
Álegg
3 bollar jarðarber, sneidd
1/2 bolli hindberjahlaup
eða hindberjasulta
2 matskeiðar kaffisíróp
1. Hitið ofninn í 170°C
2. Deig: Hrærið saman
smjör, flórsykur, maíz-
enamjöl, hveiti og salt.
3. Setjið deigið í 12
tommu form.
4. Bakið í 20-25 mín-
útur.
5. Takið
kökuna
úr ofn-
inum og
kælið.
6. Á meðan kakan
bakast er sósan búin
til: Setjið brytjað
súkkulaðið út í rjómann
og hitið í örbylgjuofni í
3 mínútur.
7. Takið úr örbylgjuofn-
inum og látið kólna í 5
mínútur. Þeytið þar til
sósan er hæfilega þykk.
8. Látið sósuna kólna
við stofuhita.
9. Fylling: Þeytið
rjómaostinn og syk-
urinn þangað til það
er létt og froðukennt.
Blandið þeyttum rjóm-
anum saman við.
10. Samsetning: Setjið
kökuna á kökufat.
11. Dreifið kældri sós-
unni yfir botninn, skiljið
eftir nóg til
að skreyta
með.
12. Dreifið
rjómaostsfyll-
ingunni yfir sósuna.
13. Raðið jarðarberjun-
um ofan á fyllinguna.
14. Hitið hindberja-
hlaupið augnablik
í örbylgjuofninum,
hrærið sírópinu út í og
látið blönduna drjúpa á
jarðarberin.
15. Hitið afganginn af
sósunni í örbylgjuofni í
15-20 sekúndur. Dýfið
gaffli í sósuna og látið
leka af honum yfir
jarðarberin.
16. Setjið plast yfir
pitsuna og setjið í
ísskápinn þar til hún er
gegnköld.
17. Skerið í sneiðar og
berið fram.
SÚKKULAÐIPITSA
með jarðarberjum FYRIR 24Pitsur eru líka sætindi
Pitsur eru ekki algengar sem eftirréttir en það er skemmtileg nýbreytni að bjóða upp á pitsu með ávöxt-
um eða súkkulaði sem ábæti. Það ætti að vekja lukku í barnaafmælum og saumaklúbbum.
Sinn er siður í landi hverju og á
það við um pitsur eins og annað.
Pitsa nýtur vinsælda um gjörvalla
veröld, en þjóðirnar hafa ólíkan
smekk fyrir áleggi ofan á pitsur
sínar. Hér má sjá eftirlætis áleggs-
samsetningu tíu þjóða.
Indland: Kryddsaltaður engifer,
kindahakk og kotasæla
Rússland: Mockba (blanda af
sardínum, túnfiski, makríl, laxi
og lauk) og reykt síld
Brasilía: Grænar baunir
Japan: Áll, smokkfiskur og Mayo
Jaga (majónes, kartöflur og
beikon)
Frakkland: Flambée (beikon, lauk-
ur og rjómi)
Pakistan: Karrí
Ástralía: Rækjur, ananas og bar-
beque-sósa
Kosta Ríka: Kókoshneta
Holland: Double Dutch (tvöfalt af
öllu: kjötáleggi, osti og lauk)
Bandaríkin: Pepperóní, sveppir,
pylsur, græn paprika og glás af
osti
Pitsa með
rjóma
Pepperoni er vinsælasta pitsuálegg hins
vestræna heims.