Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.10.2010, Qupperneq 25

Fréttablaðið - 29.10.2010, Qupperneq 25
FÖSTUDAGUR 29. október 2010 3 Sætindi eru ekki það fyrsta sem okkur dettur í hug þegar talað er um pitsur. En það er hægt að búa til gómsæta eftirrétti eftir for- múlu pitsugerðarinnar, enda pit- sur í sjálfu sér bakstur. Ávext- ir eru kjörið álegg, en einnig má nota súkkulaði, hnetur, sykurpúða eða næstum hvað sem hugmynda- flugið býður. Stundum er það þó eiginlega bara formið sem minn- ir á pitsu, eins og í súkkulaðipit- sunni með jarðarberjunum hér til hliðar, en það er líka hægt að setja sætar fylling ar í hefðbundið pitsu- deig eins og til dæmis banana með súkkulaðikremi, hunangslegnar mandarínur eða sýrópsmarinerað kiwi. Hvor aðferðin sem valin er verð- ur árangurinn gómsætur og nýstár- legur eftirréttur sem ætti að vekja aðdáun sælkera. Hvernig væri að skipta pepperónípitsunni út fyrir ljúffenga súkkulaðipitsu með jarð- arberjum í næstu afmælisveislu eða saumaklúbbi? Deig 1 bolli smjör 1/2 bolli flórsykur 1/2 bolli maízenamjöl 2 bollar hveiti 1/2 teskeið salt Sósa 1 bolli súkkulaði, brytjað 1/2 bolli rjómi Fylling 1 heill rjómaostur, mýktur 1/3 bolli sykur 1 bolli rjómi, stífþeyttur Álegg 3 bollar jarðarber, sneidd 1/2 bolli hindberjahlaup eða hindberjasulta 2 matskeiðar kaffisíróp 1. Hitið ofninn í 170°C 2. Deig: Hrærið saman smjör, flórsykur, maíz- enamjöl, hveiti og salt. 3. Setjið deigið í 12 tommu form. 4. Bakið í 20-25 mín- útur. 5. Takið kökuna úr ofn- inum og kælið. 6. Á meðan kakan bakast er sósan búin til: Setjið brytjað súkkulaðið út í rjómann og hitið í örbylgjuofni í 3 mínútur. 7. Takið úr örbylgjuofn- inum og látið kólna í 5 mínútur. Þeytið þar til sósan er hæfilega þykk. 8. Látið sósuna kólna við stofuhita. 9. Fylling: Þeytið rjómaostinn og syk- urinn þangað til það er létt og froðukennt. Blandið þeyttum rjóm- anum saman við. 10. Samsetning: Setjið kökuna á kökufat. 11. Dreifið kældri sós- unni yfir botninn, skiljið eftir nóg til að skreyta með. 12. Dreifið rjómaostsfyll- ingunni yfir sósuna. 13. Raðið jarðarberjun- um ofan á fyllinguna. 14. Hitið hindberja- hlaupið augnablik í örbylgjuofninum, hrærið sírópinu út í og látið blönduna drjúpa á jarðarberin. 15. Hitið afganginn af sósunni í örbylgjuofni í 15-20 sekúndur. Dýfið gaffli í sósuna og látið leka af honum yfir jarðarberin. 16. Setjið plast yfir pitsuna og setjið í ísskápinn þar til hún er gegnköld. 17. Skerið í sneiðar og berið fram. SÚKKULAÐIPITSA með jarðarberjum FYRIR 24Pitsur eru líka sætindi Pitsur eru ekki algengar sem eftirréttir en það er skemmtileg nýbreytni að bjóða upp á pitsu með ávöxt- um eða súkkulaði sem ábæti. Það ætti að vekja lukku í barnaafmælum og saumaklúbbum. Sinn er siður í landi hverju og á það við um pitsur eins og annað. Pitsa nýtur vinsælda um gjörvalla veröld, en þjóðirnar hafa ólíkan smekk fyrir áleggi ofan á pitsur sínar. Hér má sjá eftirlætis áleggs- samsetningu tíu þjóða. Indland: Kryddsaltaður engifer, kindahakk og kotasæla Rússland: Mockba (blanda af sardínum, túnfiski, makríl, laxi og lauk) og reykt síld Brasilía: Grænar baunir Japan: Áll, smokkfiskur og Mayo Jaga (majónes, kartöflur og beikon) Frakkland: Flambée (beikon, lauk- ur og rjómi) Pakistan: Karrí Ástralía: Rækjur, ananas og bar- beque-sósa Kosta Ríka: Kókoshneta Holland: Double Dutch (tvöfalt af öllu: kjötáleggi, osti og lauk) Bandaríkin: Pepperóní, sveppir, pylsur, græn paprika og glás af osti Pitsa með rjóma Pepperoni er vinsælasta pitsuálegg hins vestræna heims.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.