Fréttablaðið - 29.10.2010, Síða 70

Fréttablaðið - 29.10.2010, Síða 70
 29. október 2010 FÖSTUDAGUR26 Hundrað ár eru í dag liðin síðan örnefna- söfnun hófst hér á landi. Af því tilefni verður málþing í Þjóðminjasafni Íslands, fundarsal, þann 30. október frá klukkan 10-16. Fjöldi fyrirlesara flytur erindi og að fyrirlestrum loknum verða almennar umræður. Elstu skrár í örnefnasafni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum eru úr fórum Brynjúlfs Jónssonar (1838-1914) fræðimanns frá Minna-Núpi, ýmist ritaðar af honum sjálfum eða af heimamönnum á bæjum. Ekki eru nærri öll þau plögg dagsett og því ekki vitað um aldur þeirra nákvæm- lega. En afmælisdagurinn er miðaður við það þegar Brynjólfur Bjarnason, bóndasonur í Framnesi á Skeiðum, skrifaði upp örnefni á heimajörð sinni 29. október 1910 fyrir nafna sinn. Er það elsta dagsetta skjal í safninu. Á ársfundi Hins íslenska fornleifafélags 1918 var borin upp og samþykkt tillaga um að æskilegt og nauðsynlegt væri „að félagið gengist fyrir því að safna örnefnum um allt land og skrásetja þau“. Árið 1969 urðu þáttaskil því það ár stofn- aði menntamálaráðuneytið nýja deild í Þjóð- minjasafni, Örnefnastofnun. Hún starfaði fram til 1998 þegar Örnefnastofnun Íslands var sett á fót. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum tók síðan til starfa 2006 er sameinaðar voru fimm stofnanir á vett- vangi íslenskra fræða, þar á meðal Örnefna- stofnun Íslands. Á nafnfræðisviði Stofnun- ar Árna Magnússonar er örnefnasafnið nú geymt og þar er almenningi veittur aðgang- ur að safninu, fyrirspurnum svarað og rann- sóknum sinnt. Málþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis. - fsb Málþing um örnefnasöfnun MÁLÞING Pétur Gunnarsson rithöfundur er meðal fyrirlesara á málþinginu í Þjóðminjasafninu. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓBERT Ragnar Bragason kvik- myndagerðarmaður ræðir í dag um tilurð sjónvarpsþátt- anna Næturvaktin, Dagvakt- in og Fangavaktin í Háskóla- bíói klukkan 12. Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröðinni Hvernig verður bók til? sem náms- braut í ritlist við Háskóla Íslans og bókmennta- og list- fræðistofnun Háskólans efna til í vetur. Í fyrirlestrinum, sem hefst klukkan 12, talar Ragnar um vinnuna að þáttunum, eink- um það hvernig spuni var notaður við sköpun leiktexta og hvernig leikarinn varð að meðhöfundi. - jma Vaktirnar verða til SPUNI Ragnar ræðir meðal annars hvernig spuni var notaður við gerð þáttanna. Brynja Baldursdóttir, mynd- listarmaður og hönnuður, verður með fyrirlestur um bóklist í Ketilhúsinu í Lista- gili á Akureyri í dag klukk- an 14.50. „Bóklistaverk bræða saman bók og myndlist. Þeim er engin takmörk sett nema kannski hugkvæmni listamannsins,“ segir Brynja og heldur áfram: „Þetta list- form býður upp á allt aðra möguleika en til dæmis mynd á vegg. Eigindir tím- ans og rúmsins verða mun sterkari og nálægari, þátt- taka viðtakandans er meiri því það felur í sér snert- ingu.“ Fyrirlesturinn er hald- inn af listnámsbraut VMA í samvinnu við Listasafnið á Akureyri og er öllum opinn og ókeypis. - fsb Bóklist í Ketilhúsi BÓKLIST „Bóklistaverk bræða saman bók og myndlist,“ segir Brynja Baldursdóttir. Bóklista- verkið er eftir Unni Guðrúnu Óttarsdóttur. Alheimsdagur psoriasis er hald- inn í dag. Alheimsdagurinn var fyrst haldinn árið 2004 og hefur verið haldinn árlega síðan. Í ár er megináherslan á börn og psoriasis, og í tilefni af því mun Jenna Huld Eysteinsdóttir húð- læknir halda erindi þess efnis í Bláa lóninu - Lækningalind klukk- an 15 í dag. Opið hús verður í Lækningalind- inni frá klukkan 10 til 16 í dag og 9 til 15 á morgun. Börn með psori- asis og fjölskyldur þeirra eru sér- staklega boðin velkomin, en léttar veitingar verða í boði auk ókeypis aðgangs í lón Lækningalindar. Í dag þjást 125 milljónir manna af psoriasis. Sjúkdómur- inn er ekki smitandi og tilgang- ur alheimsdagsins ekki hvað síst að fræða fólk og vinna gegn for- dómum gagnvart þeim sem þjást af psoriasis. - þlg Börn og psoriasis EINKENNI Hér má sjá hvernig psoriasis-húðsjúkdómurinn kemur fram. Elskuleg föðursystir okkar, Hallbera Guðnadóttir Miklubraut 42, lést miðvikudaginn 27. október. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 5. nóvember kl. 15. Fyrir hönd aðstandenda, Hallbera Eiríksdóttir Guðni Eiríksson Tryggvi Karl Eiríksson. Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar Jón Anton Ström lést á Landspítalanum miðvikudaginn 27. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðbjörg Guðmundsdóttir og börn hins látna. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, sonur og tengdasonur Guðlaugur Kristinn Karlsson múrari, Ofanleiti 19, Reykjavík, sem lést á líknardeild Landspítalans Kópavogi fimmtudaginn 21. október, verður jarðsunginn frá Grensáskirkju mánudaginn 1. nóvember kl. 13. Elísabet Sigvaldadóttir Bryndís Guðlaugsdóttir Andri Ægisson Sigurdís Guðlaugsdóttir Camas Umit Camas Sigurdís Halldóra Erlendsdóttir Ingibjörg Halldórsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún Þorvaldsdóttir frá Fáskrúðsfirði, sem andaðist á dvalarheimilinu Sólvöllum á Eyrar bakka að morgni 23. október, verður jarðsungin frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 30. október kl. 14.00. Bjarni Jóhannsson Sigurborg Garðarsdóttir Ásgeir Ingi Eyjólfsson Sigríður Garðarsdóttir Tyrfingur Halldórsson barnabörn og barnabarnabörn. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Sigríður Kristín Sigtryggsdóttir Brekatúni 3 Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 1. nóvember kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð Heimahlynningar á Akureyri. Guðmundur Stefán Svanlaugsson Birgir Haraldsson Inga Benetyté Guðmundur Guðmundsson Sæunn Valdís Kristinsdóttir Anna Freyja Guðmundsdóttir Sigríður Kristín Benetyté, María Elvira Benetyté, Ragnar Ólafur og Kapítóla Kristín. Elskulegur faðir minn, tengdafaðir og afi, Guðjón Pétursson Tindaflöt 8, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness laugardaginn 16. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Björgvin Guðjónsson og fjölskylda. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vinsemd við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Lilju Eyglóar Karlsdóttur Lækjasmára 2, Kópavogi. Ragna Gísladóttir Bryngeir Vattnes Karl Gunnar Gíslason María Einarsdóttir Ólafur Gunnar Gíslason Sigurbjörg Þorleifsdóttir Jón Gunnar Gíslason Margrét Árnadóttir Gísli Gíslason Anna Björg Haukdal barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegrar dóttur okkar, systur, mágkonu og frænku Margrétar Hauksdóttur Barónsstíg 63. Sérstakar þakkir til Jakobs Jóhannssonar læknis. Einnig til starfsfólks á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi fyrir frábæra umönnun, ljúft viðmót og hlýju. Málfríður Steinsdóttir Haukur Bergsteinsson Ragna Guðvarðardóttir Agnes Hauksdóttir Þórir Borg Bryndís Steinunn Sara, Haukur og Jóhannes. Útför elskulegrar móður okkar, tengda- móður, systur, mágkonu, ömmu og langömmu, Jóhönnu Dagmarar Magnúsdóttur Víkurbraut 32D, Höfn, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 1. nóvember kl. 15. Minningarathöfn um hina látnu verður í Hafnarkirkju föstudaginn 29. október kl. 14. Magnús Richardson Lane Stephen Gunnar Lane Helga Fríða Tómasdóttir Sigríður Hafdís Benediktsdóttir og aðrir aðstandendur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.