Morgunn - 01.06.1926, Blaðsíða 84
'78
MORGUNN
sem hann á í höggi viö, þó aS liann sé fríSari sýnum. Og
"ÓSinn er vitur og slægur og allblendinn þjóShöfSingi. Af
Ásiim og Ásynjum eru það þau Sigyn og Baldur ein, sein
vér getum sett í samband við nokkuS guðdómlegt, í siðferði-
legum efnum, eftir hugmyndum nútíðarmanna. Sigynar er
aS eins lítillega minst. Og um Baldur er þaS að segja, að
mjög vafasamt er, livort liugmyndin um hann liefir ekki
skapast fyrir áhrif frá kristninni.
Vér liyggjum, að þaS sé í meira lagi völt
„vísindi“ að halda því fram, að mjög mikið
sé enn í eSlisgrunni Islendinga af þessum
Guðmundur
Kamban.
trúarbrögðum. Vér erum sannfærSir um, að hver sem ætlar
aS fara aS sanna þaS, þurfi hvorttveggja aS gera: aS spenna
boga ímyndunaraflsins í harðara lagi og treysta um of á trú-
girni lesendanna. Vér hyggjum, að Guðmundur Kamban
skáld liafi komist ólíku nær sannleikanum og sýnt dýpri
skilning á íslendingum, í fagurri ræSu, sem hann flutti í
’vetur fyrir útvarpsstöS í Kliöfn, og prentuS er í „VerSi“ í
síSastl. marzmánuSi. Hann bendir þar á þaS, aS sú skoSun
sé „svo algeng erlendis, að alt á Islandi sé fornsögur — land-
ið sögueyja, þjóðin fornsögumenn; einu verulegu bókment-
ir: fornsögurnar; rammíslenzkt lundarfar: lundarfar forn-
sögukappa eSa víkinga.“ Til þess aS fallast á slíka skoðun,
segir hann, aS menn verSi aS „afneita þjóSrænni framþróun
hálfrar sjöundu aldar.“ Sannleikurinn sé sá, að „í þessari
framþróun hefir Island meira að segja á sumum sviðum
fjarlœgst aldarhátt sögutímabilsins meira en önnur lönd
liafa gert.“ Bftir skoSun þessa gáfaða höfundar hafa íslend-
ingar frá öndverSu átt mikiS af karlmensku og stillingu.
Þeim arfi hafa þeir ekki glataö. En í þrautum þjóSarinnar
liefir mildin þróast. „Ofbeldisglæpir mega teljast því nær
ókunn fyrirbrigSi í íslenzku mannfélagi nú á dögum“. „Þessi
gamla menningarþjóS“, segir hann, „virSist liafa komist að
allri annari niSurstöðu um málefnið: glæpur og refsing,
lieldur en nokkurt annaS þjóSfélag. Annai’staðar liafa aS
■eins andlegir afburSamenn skipaS sér á sama sjónarmið;