Morgunn - 01.06.1926, Blaðsíða 117
M O R G U N N
111
handlegg minn, og hvarf út í myrkriö í bæjardyrunum. Eg
get ekki borið á móti því, að mér liefir orðið talsvert minnis-
stætt, er þessi bleik-hvíta höfuðkúpa sama sem straukst við
handlegg minn, og eg horfði inn í þessar tómu og myrku
augnaholur.
Eg gat ekki um þennan fyrirþurð við nokkurn mann.
Ilelzt hefði eg J)ó kosið að segja föður mínum frá honum, en
gerði það þó ekki af þeirri ástæðu, að við bræðurnir bárum
mikla viröingu fyrir honum, og vildum því ekki vekja máls
við Jiann á því, sem við héldum, að honum væri ógeðfelt.
Ilvernig á fyrirbrigði þessu hefir staðið, vil eg leiða hjá
mér að geta til um. En eg vil þó geta þess, að hér um bil 6
vikum síðar en eg sá sýn þessa, var eg, ásamt Kjartani bróð-
ur mínum, að ganga á reka, sem Staðastaöur á, á svokölluðum
Marju-sandi, og fann eg þá uppblásna beinagrind úr manni,
sem var orðin livít og skinin. Eg var í hvítri strigatreyju utan-
yfir peysu, og fór eg úr strigatreyjunni, tíndi sainan beinin
og lét þau í treyjuna. Það mun hafa vantað um % part af
beinunum. Eg bar svo bein þessi lieim og spyr föður minn,
hvernig eg eigi að fara með þau. Hann segir mér að smíða
stokk um þau, og grafa iiann niður hjá Iciði, sem iiann til
tók í kirkjugarðinum. Þegar cg var farinn úr kirkjugarðinum,
fór faðir minn sálugi út í garðinn og var þar tímakorn.
Þér hafið, hcrra ritstjóri, frá minni liendi fulla heimild til
að birta framanritaða frásögn í „Morgni“, ef þér annars álítið
liana þess verðuga.
Eg vil að lokum geta þess, að frásögn þessi er svo full-
kominn sannleikur, sem noklcur frásögn* getur verið.
Reykjavík, 28. marz I92(i.
Bjarni Þorkelsson, skipasmiður.