Morgunn - 01.06.1926, Blaðsíða 109
M 0 R G U N N
103
sem kvaðst eigi finna neitt athugavert viiS hana. Stuttu eftir
skoðaði læknirinn liana aftur með líkum ummælum og áöur.
Yersnaði lienni áfram og hafði stöiSugan liita.
Fór enn fram rannsókn á dóttur okkar og fullyrti læknir-
inn f>á (með aðstoðarlækni sínum) aö þetta væru berklar í
lungunum. Fékk Guðríður rneSul og batnaöi lienni nú lieldur,
alt þar til aS liún fékk mislinga í janúar 19!25. Að þeim af-
stöðnum, var hún lutalaus í 2 daga, en þá hljóp hitinn á
einu kveldi upp í 40 stig og hélzt þar um lcring svo vikum
skifti. KváSust læknar ekkert getað hjálpað, en ráðlögðu
helzt aö koma henni á Vífilstaöi með vorinu. Töldum við og þeir,
sem hana sáu, engin líkindi til, að svo langs lífs yrði henni
auðið. Þá sendum við skeyti og lijálparbeiðni norður til
Margrétar eT. Thorlacius á Öxnafelli. Næstu daga hrestist
barnið að mun, iúti rénaði um tíma. Gekk þá yfir kvefsótt og
við það versnaði henni aftur. Þá var leitað til frú Guðrúnar
Guðmundsdóttur í Berjanesi og hjálpar „Friðriks“ beiðst,
en svo leið nokkur tími, að einskis bata varð vart. Var Guð-
riinar leitað enn og sagði hún þá, að afstöðnu „tranoe“-
ástandi sínu, að sín mætti vitja kl. 9 morguninn eftir. Þegar
G. G. kom daginn eftir, settist hún á rúm sjúklingsins, féll
þar undir þessi daglegu „trance“-álirif; fór höndum um sjúk-
linginn, þannig, að því var líkast, sem lagður væri plástur á
bak Guðríðar, borið á brjóstið og henni gefið inn. Er G. G.
vaknaði, sagði hún, að það þyrfti að vera vel heitt inni, því
barninu mundi verða kalt (þó var vel kyntur ofninn og lilýtt).
Einnig að liún ætti að drekka 1—2 bolla af soðnu vatni um
kvöldið; svo ætti að sækja sig á sama tíma n. d. 1 stundu
eftir burtför G. G. féklc Guðríður litla svo mikinn kulda-
skjálfta, að þrátt fyrir aö um hana voru vafðar 2 sængur,
réð hún sér eigi nokkra stund fyrir skjálftatitringi.
A tilteknum tíma n. d. kom G. G., settist á rúmstokk
sjúklingsins og fór líkt að og áður, nema svo virtist, sem
plokkaður væri burtu plástur af baki barnsins, á það borið
og því gefið inn. Þegar G. G. vaknaði, sagði liún okkur, að
hún þyrfti ekki að koma aftnr, Guðríði mundi batna. Hún
ætti að liggja róleg í viku og svo kæmi batinn. Breyttust nú
veikindi hennar þannig, að þessa viku svaf hún nær alla daga,
gagnstætt venju, eða lá í mólci. En nákvæmlega aö viku lið-
inni reis Guðríður upp í rúminu og bað um mat að borða
(áður sama og engin matarlyst). Brá nú svo við eftir þetta,
að bati fór dagvaxandi. Fyrri hluta maímánaðar var hún
komin á fætur. í júlí f. á. skoðuðu liana báðir læknarnir liér.