Morgunn - 01.06.1926, Blaðsíða 35
MORGUNN
2!)
að þeir atburöir, sem gerðust hjá Mr. Bradley, séu ekkert
einsdœmi, þótt samræmið milli þeirra innbyrðis sé óvenju
gott og þeir séu óvenju vel vottaöir.
Aö mínu áliti eru rannsóknir Mr. Bradley’s stórt spor
fram á við, og þaö liggur í því, livaö ltann kann vel að tak-
marka viöfangsefniö og beina kröftunum að því einu aö
sanna framhald pcrsóniilegs lífs eftir dauðann. Hann leggur
áherzlu á þetta: Eg veit, að dularöfl eru til, sem náttúru-
fræðin veit ekki skil á. Eg veit, aö þaö muni gerast ótal
dularfullir fyrirburðir, en mig varöar ekkert um þá; eg liefi
engan tíma og enga löngun til aö rannsaka þá alla saman.
Það, sem eg vildi fá aö vita, var aðeins þetta eina: Lifum viö
eftir andlátið 1 — Og við þessu hefi eg fengiö játandi svar.
Systir mín er lifandi, um það hefi eg fengið óyggjandi vissu,
og hefi því fulla ástæöu til að ætla, aö hinar raddirnar, sem
heyröust, séu frá lifandi, framliðnum persónum — og úr því
aö einhver lifir, þá lifum við öll. Og úr því aö þetta er víst,
þá er mér svo nákvæmlega sama um, hvort borð og stólar
bregða á leik á miðilsfundum, iivort útfrymi í ýmsum mynd-
um streymir úr miölunum, livort svipir sjást af mönnum eða
skepnum, livort miðlar svíkja eöa ekki svíkja — þetta alt
getur verið mjög skemtilegt fyrir náttúrufræðinga aö rann-
saka, en um framliald lífsins færir það mér enga sönnun, allra
síst nokkra, er þolir samanburö við þær sannanir, sem eg
liefi fengið.
Þetta er nú að vísu ekki alveg orörétt haft eftir Mr.
Bradley, en sem næst því að vera samandregin skoðun lians
eins og hún kemur fram á ýmsum stöðum í bókinni.
. Af þessu verður ljóst, að viðfangsefni dulrænna rann-
sókna eru tvö: 1) að rannsaka miðilsaflið sér á parti og hag-
nýtingu þess yfirleitt, og 2) að leita aö beinu og lifandi sam-
handi við andaheiminn gegn um beinar raddir — beint samtal.
Fyrra verkefnið, að rannsaka miðilsaflið, er sú eiginlega
náttúrufræðilcga ldið málsins. Sú rannsókn mun leiöa í ljós,
að stjórnin á þessu afli er auðvitaö fyrst og fremst undir-
gefin vilja miðilsins sjálfs, því að það er ekkert annað en