Morgunn - 01.06.1926, Blaðsíða 73
MORGUNN
67
nrðu áttað >ig á því, liver konan er '? Ilún segir, að þið liafiö
verið nágrannakonur í Wvnyard.“
Mér var með öllu varnað a'S geta ímyndaS mér, viS
hvaða konu hann æt.ti. Nefndi þó konu, sem eg þekti me'S
þessu nafni, en hann þvertók fyrir, aö það væri liún. „Jæja,
slysið geröist nú samt, þó að þii áttir þig ekki á þe.ssu,“
segir læknirinn að lokum, og þar viö sat í þetta sinn.
Eg gaf þessu ekki mikinn gaum, því að eg var lækninum
og hæfileikum iians þá enn lítt kunnug. Samt hafði eg orð
á þessu við stúlkurnar, sem fyr er getið. Þær urðu alls
ekki uppnæmar, en töluðu um það sem livern annan sjálf-
sagðan og hversdagslegan hlut, sem engum tí'Sindum sætti,
— lækni hefði bara verið sýnt þetta. Hann byggi aldrei neitt
þess háttar til.
Eftir tvo eða þrjá daga fara meira eða minna óljósar
fregnir að berast um slysið. Að rúmri viku liðinni fæ eg
'bréf frá manni mínum með mjög ítarlegum fréttum. Bar
þar öllu saman við lýsingu læknis, svo að eklci skeilvaði.
Ennfremur hefir alt, er vitneskja hefir síðar fengist um í
þessu máli, komið heim við þá lýsingu. Slysið vildi til hér um
bil klukkustund eftir að eg sté á lestina (nál. kl. 5). Undir
eins og eg heyrði konuna nefnda fullu nafni, hlaut eg aö
viðurkenna, iive læknirinn liafði haft nálcvæmlega rétt að
mæla. Þegar stjórnin mistist á bifreiðinni, höfðu hjónin í
ófboði kastað út báðum börnunum, sem með þeim voru. Það
setur maður í samband við „bögglana“ tvo, er læknirinn sá.
Þess er ennfremur getandi, að brúin var um þessar mundir
í viðgerð, og varð því að krækja niður í gilið til þess að
komast yfir. Alt stóð heima hjá lækni: vegalongdin. brýrnar
(þótt eina reyndar vantaði), umrótið á vestustu brúnni, hús-
ið, sléttan og svo þessi hörmulega viðburðakeðja. Þá má að
lokum fullyrða með óyggjandi vissu, að vitneskjan um slys
þetta kom ekki t.il læknis eftir neinum venjulegum leiðum.
En alt þetta má vottfesta, livenær sem þurfa þætti.
5*