Morgunn - 01.06.1928, Page 7
Rœður
uið útför Haralös Híelssonar prófessors 1Q. marz íQZS.
I.
Húskveðja i kirkjusal Laugarnesspítala,
flutt af séra Friðrik Hailgriinssyni.
Pyrir 29 árum var eg prestur á þessum spítala. IJá
voru oft bornar út héðan líkkistur. Yfir þeim öllum voru
töluð orð huggunar til þeirra, sem eftir voru.
Nú stendur hér í dag kista spítaiaprestsins, sem
gegndi hér prestsverkum rúm 19 ár, og var elskaður og
virtur af þeim, sem hér nutu þjónustu hans. Og yfir
henni vil eg líka lesa orð um huggun:
,,Lofaður sé guð og faðir Drottins vors Jesú Krists,
faðir miskunnsemdanna og guð allrar huggunar, sem
huggar oss í sérhverri þrenging vorri, svo að vér getum
huggað aðra í hvaða þrenging sem er, með þeirri hugg-
un, sem vér höfum sjálfir af guði hlotið.“ (2. Kor. I, 3—4).
Hér í þessu húsi hefir altaf verið þörf huggunar, því
að hér hafa, síðan það var reist, svo margir verið að
stríða við sjúkdóm og þjáningar.
Og hér er líka þörf huggunar í dag, þegar prestur-
inn kveður söfnuðinn sinn og húsfaðirinn heimili sitt.
Eg mintist hans hér við guðsþjónustu í gær. Og eg
sá þá tár í augum margra og fann til þess, að hans var
sárt saknað hér.
Við erum komin hér saman til ]>ess að hugga hvert
annað, ]iví að öllum er hrygð í huga. En við höfum enga
huggun að veita hver öðrum aðra en þá, sem við höfum
sjálf af guði hlotið.