Morgunn - 01.06.1928, Page 8
2
M O R G U N N
Og lof sé honum fyrir það, að fagnaðarerindi Jesú
Krists er svo auðugt að huggun, — það er einn lofgjörð-
aróður um kærleika föðurins himneska, sem elskar hvert
einasta barn sitt og vakir yfir þeim öllum, verndar þau
og blessar, og lætur alt verða til blessunar um tíma og
eilífð fyrir þá, sem elska hann og treysta honum.
Hann, sem þessi minsti söfnuður landsins kveður nú,
var huggari. En hann var það, af því að hann hafði
sjálfur setið við uppsprettulindir huggunarinnar. Eg
minnist hans einlægu guðrækni, þegar á æskuárunum,
— hvernig honum var tamt og eðlilegt að leita ljóss yfir
ráðgátur lífsins í fagnaðarerindi Jesú Krists. Honum var
svo eðlilegt að leita til Guðs með alt, af því að hann
treysti honum svo einlæglega. Af því skiljum vér hvers
vegna honqm voru svo kær þessi vers úr Passíusálmun-
um, sem þið munuð kannast við, að voru oft á vörum
hans:
,,Hold er tregt, minn herra mildi,
í hörmungunum að fylgja þér;
þó eg feginn feta vildi
fótspor þín, sem skyldugt er,
viljinn minn er í veiku gildi,
þú verður því að hjálpa mér.
Elskugeð svo þitt eg þekki,
]>jáðum viltu sýna lið;
láttu mig, Drottinn, einan ekki
í ánauð minni’, og þess eg bið,
nafnið mitt, þó nauðir hnekki,
náð þín blessuð kannist við.“
Þess vegna var honum svo kær Hallgrímur Péturs-
son og skáldskapur hans, að hann fann hjá honum það,
sem var þungamiðja hans eigin trúarlífs: traustið barns-
lega á takmarkalausri miskunn og gæzku Guðs, og viss-
una um nálægð hans og hjálp í öllum erfiðleikum, —