Morgunn - 01.06.1928, Side 10
6
M 0 R G U N N
Mér finnast þessi orð geta verið sem yfirskrift yfir
lífi hins látna, mér finst líf hans hljóti að halda jiessari
áminningu að hverjum J^eim, sem þektu hann nokkuð
nánar. Því að hvað var það, sem fremur einkendi vin
vorn en þetta, að hann altaf átti áhugamál, göfugar og
háleitar hugsjónir, og ávalt barðist fyrir þeim einbeitt-
lega og með krafti, án ]>ess nokkurn tíma að vera hálf-
volgur eða hikandi.
Brennandi í andanum, þannig þektum vér hann öll.
Brennandi í andanum var hann við kenslu sína í
Háskólanum. Það munu lærisveinar hans, bæði eldri og
yngri, bera vitni um. Samvizkusemi hans og kostgæfni
við kensluna, vandvirkni hans, lærdómi og skarpskygni í
útlistunum og skýringum, mun við brugðið af nemendum
hans, en ]>ó munu lærisveinar hans mest hafa dáðst að
hæfileika hans til þess að hafa áhrif og vekja, og þeim
krafti, sem hann var gæddur og sem megnaði að kveikja
áhuga annara.
í háskólasetningarræðu sinni 2. okt. 1916 lagði hann
stúdentunum ]iað ríkt á hjarta, að halda áfram stöðugu
námi, stöðugri sannleiksleit, og láta aldrei fjörið verða að
lúa. Endaði hann ræðu sína með þessum orðum: „Varð-'
veitið ]irána eftir hinu hæsta, bezta, og brennandi löng-
un til að ná því.“
Þarna kemur ]iað tvent fram, sem hann lagði svo
mikla áherzlu á í kenslu sinni, annarsvegar að vekja
þekkingarþorsta lærisveina sinna, hinsvegar að glæða
lotningu ]ieirra fyrir sannleikanum. Þetta tvent vildi
hann láta sameinast í ]>ránni eftir hinu hæsta og bezta.
Það var eðlilegt, að hann legði öðrum þetta á hjarta,
því að einmitt ]>etta tvent voru sterkustu þættirnir í
sálarlífi hans sjálfs. Þekkingarþorstinn og lotningin fyrir
sannleikanum voru samvaxin og auðsæ einkenni sálar
hans. Hann var opinn fyrir allri nýrri þekkingu, á
hvaða sviði sem hún var, og áleit ávalt skyldu sína að
aðhyllast og berjast fyrir hverju því, sem hann hugði