Morgunn - 01.06.1928, Side 11
MORGUNN
7
vera satt og rétt, þótt það bryti í einhverju bág við ríkj-
andi skoðanir almennings. Einurð hans og djörfung i
baráttunni fyrir því, sem hann áleit vera sannleika, er
svo alþekt, að ekki þarf að lýsa því hér nánar.
Brennandi í andanum var hann þannig í kenslu sinni
í Háskóla vorum og einnig eru margar minningarnar,
sem vér samkennarar hans eigum um áhuga hans, þegar
við sátum á fundum eða töluðumst við í einrúmi innan
veggja Háskólans, eða annarstaðar, þar sem tóm gafst
til að ræða áhugamálin, sem honum voru ríkust í huga.
En þetta birtist eigi síður í starfsemi hans utan Háskól-
ans. Það votta hinir mörgu áheyrendur hans, sem hlust-
uðu á prédikanir hans, á opinbera fyrirlestra, sem hann
flutti, eða á ræður hans í ýmsum félagsskap, eða á við-
ræður í vinahóp um þau mál, sem honum voru hjartfólg-
in. Þeir eru ekki fáir, sem setið hafa undir ræðustól
vinar vors, eða hafa lesið prédikanir hans og fyrirlestra,.
og mörgum varð eigi aðeins tíðrætt um þann boðskap,
sem hann flutti, heldur fanst hann flytja sér yl og birtu,.
svo að hjörtun brunnu í þeim. Þeim fanst þar birtast spá-
mannlegur kraftur, skáldlegt hugarflug og lífsspeki hins
reynda trúmanns.
Ekki er þess þó að dyljast, að þeir voru einnig til,
sem ekki þoldu að hlusta á þessar ræður og fyrirlestra,
og fanst þar farið út í ýmislegt, sem þeim gat ekki skil-
ist að gæti samrýmst sönnum kristindómi. Var það sér-
staklega í sambandi við hina nýju þekkingu, sem hann
var sannfærður um að hafa öðlast.
Hér er ekki staður til þess að fara að meta eða
kryfja ástæður slíkra manna og skoðanir, en á hitt má
benda, að engum af þeim, sem bezt þektu hinn látna,
gat blandast hugur um, að hann vildi þjóna drotni með
allri starfsemi sinni, og að það var einlæg löngun hans
að nota einnig þá nýju þekkingu, sem hann taldi sig hafa
öðlast, til þess að efla kristni þessa lands, gjöra Krist
dýrðlegan meðal samtíðarmanna sinna, gjöra þjóðina